Segir taka mánuði að skoða nýtt virkjunarleyfi í Þjórsá Kristján Már Unnarsson skrifar 3. júlí 2023 22:11 Fyrirhugað er að Þjórsá verði stífluð á móts við bæinn Hvamm undir Skarðsfjalli í Landsveit. Landsvirkjun Orkustofnun og Umhverfisstofnun vinna núna að því að bæta úr þeim ágöllum sem urðu til þess að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá var fellt úr gildi. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir skipta miklu máli að vanda til verka. Sama dag og úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar úr gildi þann 15. júní sagði umhverfis- og orkumálaráðherra að strax yrði farið í það að kanna hvað fór úrskeiðis og það mætti ekki taka langan tíma. „Við höfum legið yfir þessu, já, með Orkustofnun og fundað þétt síðan. Og við hyggjumst áfram vinna með Orkustofnun að úrlausn þessa máls,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, í samtali við Stöð 2. Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri Umhverfisstofnunar.Einar Árnason „Það þarf sem sagt að taka tvær ákvarðanir; eina á grundvelli raforkumála og síðan eina á grundvelli stjórnar vatnamála.“ En hve langan tíma tekur þetta? „Við erum að hugsa þetta í mánuðum núna. En það er mjög erfitt að gefa alveg nákvæma tímalínu af því við erum með fyrsta mál þessarar tegundar eftir að þessi úrskurður fellur og líka fyrsta mál þessarar tegundar varðandi stjórn vatnamála,“ svarar Sigrún. Forstjóri Landsvirkjunar sagði í síðustu viku að í raun hefði bara skort á samtal milli þessara tveggja stofnana. Er forstjóri Umhverfisstofnunar sammála því mati? „Ja, það eru skilaboð úrskurðarnefndarinnar, einmitt. Að þarna hefði málsmeðferðin þurft að tvinna inn sem sagt vinnu Umhverfisstofnunar og ábendingar sem lítur að þessari löggjöf, já.“ Frá fyrirhuguðu lónstæði Hvammsvirkjunar neðan við bæinn Haga.KMU Sigrún segir lög um stjórn vatnamála mjög þýðingarmikil enda sé vatn mikið hreyfiafl. „Vatn hefur mikil áhrif á lífríkið og jarðefnin og líka landslagið þar sem vatnið rennur. Og þetta er auðvitað heilmikið inngrip að setja upp stíflur og annað slíkt. Þessvegna þurfum við að taka það að mjög yfirlögðu ráði.. - við höfum ofsalega góð gögn – þegar við tökum þessar ákvarðanir.“ En kannski er stærsta spurningin sú: Verður yfirhöfuð hægt að fá nýtt virkjunarleyfi eða er leiðin lokuð? „Ég ætla ekki að taka ákvörðun í beinni. Það geri ég ekki. En við skulum bara sjá hverju fram vindur. Við lofum því að vanda okkur,“ svarar forstjóri Umhverfisstofnunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Orkumál Landsvirkjun Skipulag Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Orkuskipti Tengdar fréttir Forstjóri Landsvirkjunar segir stefna í erfiðan raforkuskort Forstjóri Landsvirkjunar segir stefna í erfiðan raforkuskort á næstu árum ef ekki verður losað um þau virkjanaáform sem sitja föst í kerfinu. Hann skorar á sveitarfélög að blanda ekki lögbundinni skipulagsskyldu inn í ágreining við ríkið um tekjustofna. 29. júní 2023 21:48 Segir að einfalt ætti að vera að fá heimild fyrir Hvammsvirkjun Forstjóri Landsvirkjunar segir að það ætti að vera tiltölulega einfalt mál að fá aftur virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun, aðeins hafi vantað samtal milli tveggja ríkisstofnana. Hann gagnrýnir úrskurðarnefnd fyrir að fella leyfið úr gildi og koma þannig í veg fyrir að mikilvægar framkvæmdir hefjist í sumar. 28. júní 2023 21:30 Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20 Talsmaður laxaverndar fagnar og vonar að virkjunin sé úr sögunni Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. 15. júní 2023 20:20 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira
Sama dag og úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar úr gildi þann 15. júní sagði umhverfis- og orkumálaráðherra að strax yrði farið í það að kanna hvað fór úrskeiðis og það mætti ekki taka langan tíma. „Við höfum legið yfir þessu, já, með Orkustofnun og fundað þétt síðan. Og við hyggjumst áfram vinna með Orkustofnun að úrlausn þessa máls,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, í samtali við Stöð 2. Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri Umhverfisstofnunar.Einar Árnason „Það þarf sem sagt að taka tvær ákvarðanir; eina á grundvelli raforkumála og síðan eina á grundvelli stjórnar vatnamála.“ En hve langan tíma tekur þetta? „Við erum að hugsa þetta í mánuðum núna. En það er mjög erfitt að gefa alveg nákvæma tímalínu af því við erum með fyrsta mál þessarar tegundar eftir að þessi úrskurður fellur og líka fyrsta mál þessarar tegundar varðandi stjórn vatnamála,“ svarar Sigrún. Forstjóri Landsvirkjunar sagði í síðustu viku að í raun hefði bara skort á samtal milli þessara tveggja stofnana. Er forstjóri Umhverfisstofnunar sammála því mati? „Ja, það eru skilaboð úrskurðarnefndarinnar, einmitt. Að þarna hefði málsmeðferðin þurft að tvinna inn sem sagt vinnu Umhverfisstofnunar og ábendingar sem lítur að þessari löggjöf, já.“ Frá fyrirhuguðu lónstæði Hvammsvirkjunar neðan við bæinn Haga.KMU Sigrún segir lög um stjórn vatnamála mjög þýðingarmikil enda sé vatn mikið hreyfiafl. „Vatn hefur mikil áhrif á lífríkið og jarðefnin og líka landslagið þar sem vatnið rennur. Og þetta er auðvitað heilmikið inngrip að setja upp stíflur og annað slíkt. Þessvegna þurfum við að taka það að mjög yfirlögðu ráði.. - við höfum ofsalega góð gögn – þegar við tökum þessar ákvarðanir.“ En kannski er stærsta spurningin sú: Verður yfirhöfuð hægt að fá nýtt virkjunarleyfi eða er leiðin lokuð? „Ég ætla ekki að taka ákvörðun í beinni. Það geri ég ekki. En við skulum bara sjá hverju fram vindur. Við lofum því að vanda okkur,“ svarar forstjóri Umhverfisstofnunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Orkumál Landsvirkjun Skipulag Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Orkuskipti Tengdar fréttir Forstjóri Landsvirkjunar segir stefna í erfiðan raforkuskort Forstjóri Landsvirkjunar segir stefna í erfiðan raforkuskort á næstu árum ef ekki verður losað um þau virkjanaáform sem sitja föst í kerfinu. Hann skorar á sveitarfélög að blanda ekki lögbundinni skipulagsskyldu inn í ágreining við ríkið um tekjustofna. 29. júní 2023 21:48 Segir að einfalt ætti að vera að fá heimild fyrir Hvammsvirkjun Forstjóri Landsvirkjunar segir að það ætti að vera tiltölulega einfalt mál að fá aftur virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun, aðeins hafi vantað samtal milli tveggja ríkisstofnana. Hann gagnrýnir úrskurðarnefnd fyrir að fella leyfið úr gildi og koma þannig í veg fyrir að mikilvægar framkvæmdir hefjist í sumar. 28. júní 2023 21:30 Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20 Talsmaður laxaverndar fagnar og vonar að virkjunin sé úr sögunni Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. 15. júní 2023 20:20 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar segir stefna í erfiðan raforkuskort Forstjóri Landsvirkjunar segir stefna í erfiðan raforkuskort á næstu árum ef ekki verður losað um þau virkjanaáform sem sitja föst í kerfinu. Hann skorar á sveitarfélög að blanda ekki lögbundinni skipulagsskyldu inn í ágreining við ríkið um tekjustofna. 29. júní 2023 21:48
Segir að einfalt ætti að vera að fá heimild fyrir Hvammsvirkjun Forstjóri Landsvirkjunar segir að það ætti að vera tiltölulega einfalt mál að fá aftur virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun, aðeins hafi vantað samtal milli tveggja ríkisstofnana. Hann gagnrýnir úrskurðarnefnd fyrir að fella leyfið úr gildi og koma þannig í veg fyrir að mikilvægar framkvæmdir hefjist í sumar. 28. júní 2023 21:30
Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20
Talsmaður laxaverndar fagnar og vonar að virkjunin sé úr sögunni Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. 15. júní 2023 20:20