Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Heimir Már Pétursson skrifar 3. júlí 2023 19:30 Bekkjafélagar bera lík fimmtán ára skólasystur sinnar sem féll í árás Ísraelsmanna í dag. AP/Majdi Mohammed Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. Ísraelsher hóf árásir á flóttamannabúðirnar í Jenin með drónum upp úr miðnætti og sprengdi meðal annars upp hús sem þeir segja hafa verið dvalarstaður hryðjuverkamanna. Skömmu síðar réðust eitt til tvö þúsund ísraelskir hermenna inn í búðirnar og skotbardagar milli þeirra og íbúa brutust út. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa fallið og um eða yfir 50 særst þar af tíu alvarlega. Reyk hefur lagt frá búðunum í allan dag. Þar dvelja Palestínumenn sem Ísraelsher, eða ólöglegir landtökumenn þeirra, hafa hrakið frá heimilum sínum allt frá stofnun ísraelsríkis árið 1948. Forsætisráðherra Palestínu segir Ísraelsmenn ætla að uppræta búðirnar. Árás Ísraelshers á Jenin í dag er mesta hernaðaraðgerð sem Ísrael hefur gripið til frá uppreisn Palestínumanna á hernumdu svæðunum árið 2002.AP/Majdi Mohammed „Við hvetjum heimsbyggðina til að stöðva þegar í stað árásirnar á fólkið okkar í Jenin. Við krefjumst þess að tekið verði á þessu og landtökugengjunum mætt af hörku. Við krefjumst þess að öllum hugsanlegum refsiaðgerðum verði beitt gegn Ísrael, árásarríkinu sem styður hryðjuverkastarfsemi landtökuliðanna,““ sagði Shtayyeh í dag. Um fjórtán þúsund manns búa í búðunum sem eru í raun um 0,4 ferkílómetra stór hluti borgarinnar, samsvarandi Þingholtunum í Reykjavík. Eli Cohen utanríkisráðherra Ísraels segir að hryðjuverkamenn fái engan griðastað. „Vegna skipulagningar hryðjuverka og fjármuna sem þeir fá frá Íran eru búðirnar í Jenin orðnar að miðstöð hryðjuverkastarfsemi,“ segir Cohen. Særður palestínumaður færður úr Jenin flóttamannabúðunum í dag.AP/Nasser Nasser Í vikunni sagði Gideon Levy, margverðlaunaður ísraelskur blaðamaður, í viðtali viðokkur nýleg ríkisstjórn Ísraels væri versta fasista - og öfgatrúarstjórn frá stofnun Ísraelsríkis. Ísraelsmenn muni ekki láta af aðskilnaðarstefnu sinni og hernaði gegn Palestínumönnum fyrr alþjóðasamfélagiðrefsaði þeim. „Tvær og hálf til þrjár milljónir manna búa þar við mjög óvægna harðstjórn og hernám. Hvaða nótt sem er geta hermenn komið inn ísvefnherbergi manns með hunda og handtekið eitt af börnum manns. Á hverri stundu er virðing manns, eignir og líf í hættu. Á nóttu sem degi,“ sagði Levy meðal annars í viðtali við fréttastofuna. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Segja aðgerðirnar á Vesturbakkanum geta varað í fleiri daga Fulltrúi Ísraelshers segir að aðgerðir hans gegn vígahópum á Vesturbakkanum gætu varað í nokkra daga. Átta Palestínumenn eru nú sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna sem er lýst sem þeim umfangsmestu í tuttugu ár. 3. júlí 2023 16:01 Refsa þurfi Ísraelsmönnum til að koma á friði Margverðlaunaður ísraelskur blaðamaður segir að Ísraelsmenn muni ekki láta af hernaði sínum og aðskilnaðarstefnu gagnvart Palestínumönnum fyrr en alþjóðasamfélagið refsi þeim. Núverandi ríkisstjórn landsins væri versta fasista- og öfgatrúarstjórn frá stofnun Ísraelsríkis. 29. júní 2023 23:31 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Ísraelsher hóf árásir á flóttamannabúðirnar í Jenin með drónum upp úr miðnætti og sprengdi meðal annars upp hús sem þeir segja hafa verið dvalarstaður hryðjuverkamanna. Skömmu síðar réðust eitt til tvö þúsund ísraelskir hermenna inn í búðirnar og skotbardagar milli þeirra og íbúa brutust út. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa fallið og um eða yfir 50 særst þar af tíu alvarlega. Reyk hefur lagt frá búðunum í allan dag. Þar dvelja Palestínumenn sem Ísraelsher, eða ólöglegir landtökumenn þeirra, hafa hrakið frá heimilum sínum allt frá stofnun ísraelsríkis árið 1948. Forsætisráðherra Palestínu segir Ísraelsmenn ætla að uppræta búðirnar. Árás Ísraelshers á Jenin í dag er mesta hernaðaraðgerð sem Ísrael hefur gripið til frá uppreisn Palestínumanna á hernumdu svæðunum árið 2002.AP/Majdi Mohammed „Við hvetjum heimsbyggðina til að stöðva þegar í stað árásirnar á fólkið okkar í Jenin. Við krefjumst þess að tekið verði á þessu og landtökugengjunum mætt af hörku. Við krefjumst þess að öllum hugsanlegum refsiaðgerðum verði beitt gegn Ísrael, árásarríkinu sem styður hryðjuverkastarfsemi landtökuliðanna,““ sagði Shtayyeh í dag. Um fjórtán þúsund manns búa í búðunum sem eru í raun um 0,4 ferkílómetra stór hluti borgarinnar, samsvarandi Þingholtunum í Reykjavík. Eli Cohen utanríkisráðherra Ísraels segir að hryðjuverkamenn fái engan griðastað. „Vegna skipulagningar hryðjuverka og fjármuna sem þeir fá frá Íran eru búðirnar í Jenin orðnar að miðstöð hryðjuverkastarfsemi,“ segir Cohen. Særður palestínumaður færður úr Jenin flóttamannabúðunum í dag.AP/Nasser Nasser Í vikunni sagði Gideon Levy, margverðlaunaður ísraelskur blaðamaður, í viðtali viðokkur nýleg ríkisstjórn Ísraels væri versta fasista - og öfgatrúarstjórn frá stofnun Ísraelsríkis. Ísraelsmenn muni ekki láta af aðskilnaðarstefnu sinni og hernaði gegn Palestínumönnum fyrr alþjóðasamfélagiðrefsaði þeim. „Tvær og hálf til þrjár milljónir manna búa þar við mjög óvægna harðstjórn og hernám. Hvaða nótt sem er geta hermenn komið inn ísvefnherbergi manns með hunda og handtekið eitt af börnum manns. Á hverri stundu er virðing manns, eignir og líf í hættu. Á nóttu sem degi,“ sagði Levy meðal annars í viðtali við fréttastofuna.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Segja aðgerðirnar á Vesturbakkanum geta varað í fleiri daga Fulltrúi Ísraelshers segir að aðgerðir hans gegn vígahópum á Vesturbakkanum gætu varað í nokkra daga. Átta Palestínumenn eru nú sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna sem er lýst sem þeim umfangsmestu í tuttugu ár. 3. júlí 2023 16:01 Refsa þurfi Ísraelsmönnum til að koma á friði Margverðlaunaður ísraelskur blaðamaður segir að Ísraelsmenn muni ekki láta af hernaði sínum og aðskilnaðarstefnu gagnvart Palestínumönnum fyrr en alþjóðasamfélagið refsi þeim. Núverandi ríkisstjórn landsins væri versta fasista- og öfgatrúarstjórn frá stofnun Ísraelsríkis. 29. júní 2023 23:31 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Segja aðgerðirnar á Vesturbakkanum geta varað í fleiri daga Fulltrúi Ísraelshers segir að aðgerðir hans gegn vígahópum á Vesturbakkanum gætu varað í nokkra daga. Átta Palestínumenn eru nú sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna sem er lýst sem þeim umfangsmestu í tuttugu ár. 3. júlí 2023 16:01
Refsa þurfi Ísraelsmönnum til að koma á friði Margverðlaunaður ísraelskur blaðamaður segir að Ísraelsmenn muni ekki láta af hernaði sínum og aðskilnaðarstefnu gagnvart Palestínumönnum fyrr en alþjóðasamfélagið refsi þeim. Núverandi ríkisstjórn landsins væri versta fasista- og öfgatrúarstjórn frá stofnun Ísraelsríkis. 29. júní 2023 23:31
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent