Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Heimir Már Pétursson skrifar 3. júlí 2023 19:30 Bekkjafélagar bera lík fimmtán ára skólasystur sinnar sem féll í árás Ísraelsmanna í dag. AP/Majdi Mohammed Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. Ísraelsher hóf árásir á flóttamannabúðirnar í Jenin með drónum upp úr miðnætti og sprengdi meðal annars upp hús sem þeir segja hafa verið dvalarstaður hryðjuverkamanna. Skömmu síðar réðust eitt til tvö þúsund ísraelskir hermenna inn í búðirnar og skotbardagar milli þeirra og íbúa brutust út. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa fallið og um eða yfir 50 særst þar af tíu alvarlega. Reyk hefur lagt frá búðunum í allan dag. Þar dvelja Palestínumenn sem Ísraelsher, eða ólöglegir landtökumenn þeirra, hafa hrakið frá heimilum sínum allt frá stofnun ísraelsríkis árið 1948. Forsætisráðherra Palestínu segir Ísraelsmenn ætla að uppræta búðirnar. Árás Ísraelshers á Jenin í dag er mesta hernaðaraðgerð sem Ísrael hefur gripið til frá uppreisn Palestínumanna á hernumdu svæðunum árið 2002.AP/Majdi Mohammed „Við hvetjum heimsbyggðina til að stöðva þegar í stað árásirnar á fólkið okkar í Jenin. Við krefjumst þess að tekið verði á þessu og landtökugengjunum mætt af hörku. Við krefjumst þess að öllum hugsanlegum refsiaðgerðum verði beitt gegn Ísrael, árásarríkinu sem styður hryðjuverkastarfsemi landtökuliðanna,““ sagði Shtayyeh í dag. Um fjórtán þúsund manns búa í búðunum sem eru í raun um 0,4 ferkílómetra stór hluti borgarinnar, samsvarandi Þingholtunum í Reykjavík. Eli Cohen utanríkisráðherra Ísraels segir að hryðjuverkamenn fái engan griðastað. „Vegna skipulagningar hryðjuverka og fjármuna sem þeir fá frá Íran eru búðirnar í Jenin orðnar að miðstöð hryðjuverkastarfsemi,“ segir Cohen. Særður palestínumaður færður úr Jenin flóttamannabúðunum í dag.AP/Nasser Nasser Í vikunni sagði Gideon Levy, margverðlaunaður ísraelskur blaðamaður, í viðtali viðokkur nýleg ríkisstjórn Ísraels væri versta fasista - og öfgatrúarstjórn frá stofnun Ísraelsríkis. Ísraelsmenn muni ekki láta af aðskilnaðarstefnu sinni og hernaði gegn Palestínumönnum fyrr alþjóðasamfélagiðrefsaði þeim. „Tvær og hálf til þrjár milljónir manna búa þar við mjög óvægna harðstjórn og hernám. Hvaða nótt sem er geta hermenn komið inn ísvefnherbergi manns með hunda og handtekið eitt af börnum manns. Á hverri stundu er virðing manns, eignir og líf í hættu. Á nóttu sem degi,“ sagði Levy meðal annars í viðtali við fréttastofuna. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Segja aðgerðirnar á Vesturbakkanum geta varað í fleiri daga Fulltrúi Ísraelshers segir að aðgerðir hans gegn vígahópum á Vesturbakkanum gætu varað í nokkra daga. Átta Palestínumenn eru nú sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna sem er lýst sem þeim umfangsmestu í tuttugu ár. 3. júlí 2023 16:01 Refsa þurfi Ísraelsmönnum til að koma á friði Margverðlaunaður ísraelskur blaðamaður segir að Ísraelsmenn muni ekki láta af hernaði sínum og aðskilnaðarstefnu gagnvart Palestínumönnum fyrr en alþjóðasamfélagið refsi þeim. Núverandi ríkisstjórn landsins væri versta fasista- og öfgatrúarstjórn frá stofnun Ísraelsríkis. 29. júní 2023 23:31 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Ísraelsher hóf árásir á flóttamannabúðirnar í Jenin með drónum upp úr miðnætti og sprengdi meðal annars upp hús sem þeir segja hafa verið dvalarstaður hryðjuverkamanna. Skömmu síðar réðust eitt til tvö þúsund ísraelskir hermenna inn í búðirnar og skotbardagar milli þeirra og íbúa brutust út. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa fallið og um eða yfir 50 særst þar af tíu alvarlega. Reyk hefur lagt frá búðunum í allan dag. Þar dvelja Palestínumenn sem Ísraelsher, eða ólöglegir landtökumenn þeirra, hafa hrakið frá heimilum sínum allt frá stofnun ísraelsríkis árið 1948. Forsætisráðherra Palestínu segir Ísraelsmenn ætla að uppræta búðirnar. Árás Ísraelshers á Jenin í dag er mesta hernaðaraðgerð sem Ísrael hefur gripið til frá uppreisn Palestínumanna á hernumdu svæðunum árið 2002.AP/Majdi Mohammed „Við hvetjum heimsbyggðina til að stöðva þegar í stað árásirnar á fólkið okkar í Jenin. Við krefjumst þess að tekið verði á þessu og landtökugengjunum mætt af hörku. Við krefjumst þess að öllum hugsanlegum refsiaðgerðum verði beitt gegn Ísrael, árásarríkinu sem styður hryðjuverkastarfsemi landtökuliðanna,““ sagði Shtayyeh í dag. Um fjórtán þúsund manns búa í búðunum sem eru í raun um 0,4 ferkílómetra stór hluti borgarinnar, samsvarandi Þingholtunum í Reykjavík. Eli Cohen utanríkisráðherra Ísraels segir að hryðjuverkamenn fái engan griðastað. „Vegna skipulagningar hryðjuverka og fjármuna sem þeir fá frá Íran eru búðirnar í Jenin orðnar að miðstöð hryðjuverkastarfsemi,“ segir Cohen. Særður palestínumaður færður úr Jenin flóttamannabúðunum í dag.AP/Nasser Nasser Í vikunni sagði Gideon Levy, margverðlaunaður ísraelskur blaðamaður, í viðtali viðokkur nýleg ríkisstjórn Ísraels væri versta fasista - og öfgatrúarstjórn frá stofnun Ísraelsríkis. Ísraelsmenn muni ekki láta af aðskilnaðarstefnu sinni og hernaði gegn Palestínumönnum fyrr alþjóðasamfélagiðrefsaði þeim. „Tvær og hálf til þrjár milljónir manna búa þar við mjög óvægna harðstjórn og hernám. Hvaða nótt sem er geta hermenn komið inn ísvefnherbergi manns með hunda og handtekið eitt af börnum manns. Á hverri stundu er virðing manns, eignir og líf í hættu. Á nóttu sem degi,“ sagði Levy meðal annars í viðtali við fréttastofuna.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Segja aðgerðirnar á Vesturbakkanum geta varað í fleiri daga Fulltrúi Ísraelshers segir að aðgerðir hans gegn vígahópum á Vesturbakkanum gætu varað í nokkra daga. Átta Palestínumenn eru nú sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna sem er lýst sem þeim umfangsmestu í tuttugu ár. 3. júlí 2023 16:01 Refsa þurfi Ísraelsmönnum til að koma á friði Margverðlaunaður ísraelskur blaðamaður segir að Ísraelsmenn muni ekki láta af hernaði sínum og aðskilnaðarstefnu gagnvart Palestínumönnum fyrr en alþjóðasamfélagið refsi þeim. Núverandi ríkisstjórn landsins væri versta fasista- og öfgatrúarstjórn frá stofnun Ísraelsríkis. 29. júní 2023 23:31 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Segja aðgerðirnar á Vesturbakkanum geta varað í fleiri daga Fulltrúi Ísraelshers segir að aðgerðir hans gegn vígahópum á Vesturbakkanum gætu varað í nokkra daga. Átta Palestínumenn eru nú sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna sem er lýst sem þeim umfangsmestu í tuttugu ár. 3. júlí 2023 16:01
Refsa þurfi Ísraelsmönnum til að koma á friði Margverðlaunaður ísraelskur blaðamaður segir að Ísraelsmenn muni ekki láta af hernaði sínum og aðskilnaðarstefnu gagnvart Palestínumönnum fyrr en alþjóðasamfélagið refsi þeim. Núverandi ríkisstjórn landsins væri versta fasista- og öfgatrúarstjórn frá stofnun Ísraelsríkis. 29. júní 2023 23:31