Kannast ekki við beiðni sem leiddi til tímamótadóms um mismunun Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2023 14:44 Lorie Smith vildi ekki þurfa að hanna vefsíður til að fagna brúðkaupum samkynhneigðra. Hún fékk Hæstarétt Bandaríkjanna til að leyfa sér og fyrirtækjum almennt til að neita samkynhneigðum um þjónustu. AP/Andrew Harnik Maður sem var nefndur í máli sem kristinn vefsíðuhönnuður sem vildi ekki þurfa að vinna fyrir samkynhneigt fólk höfðaði fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna segist aldrei hafa óskað eftir þjónustu hönnuðarins. Dómurinn leyfði fyrirtækjum að meina samkynhneigðum um þjónustu. Sex íhaldsmenn við Hæstarétt Bandaríkjanna töldu að kristinni konu sem rekur vefhönnunarfyrirtæki í Colorado væri heimilt að hafna því að hanna vefsíðu fyrir brúðkaup samkynhneigðra á föstudag. Dómurinn er talinn bakslag fyrir réttindi hinsegin fólks í Bandaríkjunum. Þegar Lorie Smith, eigandi fyrirtækisins 303 Creative, höfðaði mál sitt á sínum tíma bauð hún ekki upp á hönnun vefsíðna fyrir brúðkaup og hafði ekki fengið neina ósk frá samkynja pari. Hún vildi hins vegar fá úrskurð dómstóla um að henni væri ekki skylt að gera það þrátt fyrir að ríkislög í Colorado bönnuðu fyrirtækjum að mismuna viðskiptavinum á grundvelli kynhneigðar. Degi eftir að Smith lagði málið fram og deilt var um hvort að hún hefði lögvarinna hagsmuna að gæta héldu lögmenn Smith því fram að þó að það væri ekki forsenda fyrir því að hún gæti höfðað málið þá hefði henni borist ósk um að gera vefsíðu fyrir brúðkaup samkynhneigðs pars. „Fullyrðingar um að Lorie fái aldrei beiðnir um að búa til vefsíður sem fagna samkynja athöfn eiga ekki lengur rétt á sér því að Lorie hefur fengið slíka beiðni,“ sögðu lögmennirnir í febrúar árið 2017. Giftur konu í hálfan annan áratug Maðurinn sem lögmenn Smith nefndu þessu til stuðnings kemur af fjöllum. Í stefnu Smith og greinargerð var maðurinn aðeins nefndur „Stewart“ en símanúmer hans og tölvupóstfang fylgdu með. Hann segist aldrei hafa óskað eftir þjónustu Smith og að hann hafi ekki vitað að hann væri nefndur í málsókn hennar fyrr en blaðamaður hafði samband við hann nýlega. „Ég var ótrúlega hissa í því ljósi að ég hef verið hamingjusamlega giftur konu undanfarin fimmtán ár,“ sagði maðurinn við AP-fréttastofuna. Hann furðar sig á að enginn hafi staðreynt að beiðnin væru raunveruleg áður en málið fór alla leið fyrir æðsta dómstól landsins. Nafn Stewart var nefnt í greinargerð lögmanna Smith til hæstaréttar. AP segir að svo virðist sem að hann sé ekki nefndur í dómi réttarins. Kristen Waggoner, lögmaður Smith, neitaði því að beiðnin sem var lögð fram væri uppspuni. Óumdeilt væri að beiðnin hefði borist. Mögulega hefði einhver ætlað að atast í Smith. Það hefði ekki þýðingu í málinu hvort að beiðnin væri ósvikin eða ekki. Phil Weiser, dómsmálaráðherra Colorado, sagði mál Smith tilbúning vegna þess að hún hafi ekki boðið upp á þjónustuna sem um ræðir þegar hún höfðaði málið. Hæstiréttur hefði ekki átt að taka mál til efnislegrar umfjöllunar sem ætti sér ekki neina stoð í raunveruleikanum. Hæstiréttur Bandaríkjanna er nú á valdi repúblikana. Þeir eiga sex dómarar af níu.Vísir/EPA Ekki talið skipta máli Washington Post segir að svo virðist sem að dómararnir hafi ekki talið það skipta sköpum hvort að Smith hefði fengið beiðni frá samkynhneigðu pari eða ekki. Frjálslyndu dómrarnir sem skiluðu sératkvæði fjölluðu ekki um það að beiðnin væri mögulega ekki raunveruleg. Meirihluti dómsins komst að þeirri niðurstöðu að vefsíðuhönnun teldist „tjáning“ og hún nyti þess vegna verndar tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar. Colorado-ríki væri ekki heimilt að þvinga hana til þess að hanna vefsíðu fyrir brúðkaup samkynhneigðra því að það stangaðist á við trú hennar að aðeins karl og kona gætu gengið í hjónaband. Frjálslyndu dómararnir hörmuðu að dómurinn hefði rétt af samkynhneigðu fólki. „Álit dómstólsins er í bókstaflegri merkingu skilaboð sem segja „Samkynja pörum kann að vera meinað um ákveðna þjónustu“,“ skrifaði Sonia Sotomayor, höfundur minnihlutaálitsins. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Hinsegin Mannréttindi Tjáningarfrelsi Trúmál Tengdar fréttir Gætu breytt bandarísku samfélagi næstu áratugina Hæstiréttur Bandaríkjanna kemur saman á morgun í fyrsta sinn frá því í júní en dómararnir munu taka fyrir mörg stór og umdeild mál á næstu mánuðum. Búast má við því að dómarar sem skipaðir voru af forsetum úr Repúblikanaflokknum, sem eru í miklum meirihluta (6-3), muni halda áfram að færa bandarískt samfélag til hægri. 2. október 2022 15:03 Íhaldsöfl við völd í Hæstarétti Bandaríkjanna Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur á síðustu vikum tekið afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta bæði umhverfisstefnu landsins og mannréttindi. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segist eiga von á því að rétturinn haldi áfram á braut íhaldssemi og segir gjánna milli íhaldssamra og frjálslyndra dómara réttarins aldrei hafa verið meiri. 9. júlí 2022 07:20 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Sex íhaldsmenn við Hæstarétt Bandaríkjanna töldu að kristinni konu sem rekur vefhönnunarfyrirtæki í Colorado væri heimilt að hafna því að hanna vefsíðu fyrir brúðkaup samkynhneigðra á föstudag. Dómurinn er talinn bakslag fyrir réttindi hinsegin fólks í Bandaríkjunum. Þegar Lorie Smith, eigandi fyrirtækisins 303 Creative, höfðaði mál sitt á sínum tíma bauð hún ekki upp á hönnun vefsíðna fyrir brúðkaup og hafði ekki fengið neina ósk frá samkynja pari. Hún vildi hins vegar fá úrskurð dómstóla um að henni væri ekki skylt að gera það þrátt fyrir að ríkislög í Colorado bönnuðu fyrirtækjum að mismuna viðskiptavinum á grundvelli kynhneigðar. Degi eftir að Smith lagði málið fram og deilt var um hvort að hún hefði lögvarinna hagsmuna að gæta héldu lögmenn Smith því fram að þó að það væri ekki forsenda fyrir því að hún gæti höfðað málið þá hefði henni borist ósk um að gera vefsíðu fyrir brúðkaup samkynhneigðs pars. „Fullyrðingar um að Lorie fái aldrei beiðnir um að búa til vefsíður sem fagna samkynja athöfn eiga ekki lengur rétt á sér því að Lorie hefur fengið slíka beiðni,“ sögðu lögmennirnir í febrúar árið 2017. Giftur konu í hálfan annan áratug Maðurinn sem lögmenn Smith nefndu þessu til stuðnings kemur af fjöllum. Í stefnu Smith og greinargerð var maðurinn aðeins nefndur „Stewart“ en símanúmer hans og tölvupóstfang fylgdu með. Hann segist aldrei hafa óskað eftir þjónustu Smith og að hann hafi ekki vitað að hann væri nefndur í málsókn hennar fyrr en blaðamaður hafði samband við hann nýlega. „Ég var ótrúlega hissa í því ljósi að ég hef verið hamingjusamlega giftur konu undanfarin fimmtán ár,“ sagði maðurinn við AP-fréttastofuna. Hann furðar sig á að enginn hafi staðreynt að beiðnin væru raunveruleg áður en málið fór alla leið fyrir æðsta dómstól landsins. Nafn Stewart var nefnt í greinargerð lögmanna Smith til hæstaréttar. AP segir að svo virðist sem að hann sé ekki nefndur í dómi réttarins. Kristen Waggoner, lögmaður Smith, neitaði því að beiðnin sem var lögð fram væri uppspuni. Óumdeilt væri að beiðnin hefði borist. Mögulega hefði einhver ætlað að atast í Smith. Það hefði ekki þýðingu í málinu hvort að beiðnin væri ósvikin eða ekki. Phil Weiser, dómsmálaráðherra Colorado, sagði mál Smith tilbúning vegna þess að hún hafi ekki boðið upp á þjónustuna sem um ræðir þegar hún höfðaði málið. Hæstiréttur hefði ekki átt að taka mál til efnislegrar umfjöllunar sem ætti sér ekki neina stoð í raunveruleikanum. Hæstiréttur Bandaríkjanna er nú á valdi repúblikana. Þeir eiga sex dómarar af níu.Vísir/EPA Ekki talið skipta máli Washington Post segir að svo virðist sem að dómararnir hafi ekki talið það skipta sköpum hvort að Smith hefði fengið beiðni frá samkynhneigðu pari eða ekki. Frjálslyndu dómrarnir sem skiluðu sératkvæði fjölluðu ekki um það að beiðnin væri mögulega ekki raunveruleg. Meirihluti dómsins komst að þeirri niðurstöðu að vefsíðuhönnun teldist „tjáning“ og hún nyti þess vegna verndar tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar. Colorado-ríki væri ekki heimilt að þvinga hana til þess að hanna vefsíðu fyrir brúðkaup samkynhneigðra því að það stangaðist á við trú hennar að aðeins karl og kona gætu gengið í hjónaband. Frjálslyndu dómararnir hörmuðu að dómurinn hefði rétt af samkynhneigðu fólki. „Álit dómstólsins er í bókstaflegri merkingu skilaboð sem segja „Samkynja pörum kann að vera meinað um ákveðna þjónustu“,“ skrifaði Sonia Sotomayor, höfundur minnihlutaálitsins.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Hinsegin Mannréttindi Tjáningarfrelsi Trúmál Tengdar fréttir Gætu breytt bandarísku samfélagi næstu áratugina Hæstiréttur Bandaríkjanna kemur saman á morgun í fyrsta sinn frá því í júní en dómararnir munu taka fyrir mörg stór og umdeild mál á næstu mánuðum. Búast má við því að dómarar sem skipaðir voru af forsetum úr Repúblikanaflokknum, sem eru í miklum meirihluta (6-3), muni halda áfram að færa bandarískt samfélag til hægri. 2. október 2022 15:03 Íhaldsöfl við völd í Hæstarétti Bandaríkjanna Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur á síðustu vikum tekið afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta bæði umhverfisstefnu landsins og mannréttindi. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segist eiga von á því að rétturinn haldi áfram á braut íhaldssemi og segir gjánna milli íhaldssamra og frjálslyndra dómara réttarins aldrei hafa verið meiri. 9. júlí 2022 07:20 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Gætu breytt bandarísku samfélagi næstu áratugina Hæstiréttur Bandaríkjanna kemur saman á morgun í fyrsta sinn frá því í júní en dómararnir munu taka fyrir mörg stór og umdeild mál á næstu mánuðum. Búast má við því að dómarar sem skipaðir voru af forsetum úr Repúblikanaflokknum, sem eru í miklum meirihluta (6-3), muni halda áfram að færa bandarískt samfélag til hægri. 2. október 2022 15:03
Íhaldsöfl við völd í Hæstarétti Bandaríkjanna Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur á síðustu vikum tekið afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta bæði umhverfisstefnu landsins og mannréttindi. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segist eiga von á því að rétturinn haldi áfram á braut íhaldssemi og segir gjánna milli íhaldssamra og frjálslyndra dómara réttarins aldrei hafa verið meiri. 9. júlí 2022 07:20