Kannast ekki við beiðni sem leiddi til tímamótadóms um mismunun Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2023 14:44 Lorie Smith vildi ekki þurfa að hanna vefsíður til að fagna brúðkaupum samkynhneigðra. Hún fékk Hæstarétt Bandaríkjanna til að leyfa sér og fyrirtækjum almennt til að neita samkynhneigðum um þjónustu. AP/Andrew Harnik Maður sem var nefndur í máli sem kristinn vefsíðuhönnuður sem vildi ekki þurfa að vinna fyrir samkynhneigt fólk höfðaði fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna segist aldrei hafa óskað eftir þjónustu hönnuðarins. Dómurinn leyfði fyrirtækjum að meina samkynhneigðum um þjónustu. Sex íhaldsmenn við Hæstarétt Bandaríkjanna töldu að kristinni konu sem rekur vefhönnunarfyrirtæki í Colorado væri heimilt að hafna því að hanna vefsíðu fyrir brúðkaup samkynhneigðra á föstudag. Dómurinn er talinn bakslag fyrir réttindi hinsegin fólks í Bandaríkjunum. Þegar Lorie Smith, eigandi fyrirtækisins 303 Creative, höfðaði mál sitt á sínum tíma bauð hún ekki upp á hönnun vefsíðna fyrir brúðkaup og hafði ekki fengið neina ósk frá samkynja pari. Hún vildi hins vegar fá úrskurð dómstóla um að henni væri ekki skylt að gera það þrátt fyrir að ríkislög í Colorado bönnuðu fyrirtækjum að mismuna viðskiptavinum á grundvelli kynhneigðar. Degi eftir að Smith lagði málið fram og deilt var um hvort að hún hefði lögvarinna hagsmuna að gæta héldu lögmenn Smith því fram að þó að það væri ekki forsenda fyrir því að hún gæti höfðað málið þá hefði henni borist ósk um að gera vefsíðu fyrir brúðkaup samkynhneigðs pars. „Fullyrðingar um að Lorie fái aldrei beiðnir um að búa til vefsíður sem fagna samkynja athöfn eiga ekki lengur rétt á sér því að Lorie hefur fengið slíka beiðni,“ sögðu lögmennirnir í febrúar árið 2017. Giftur konu í hálfan annan áratug Maðurinn sem lögmenn Smith nefndu þessu til stuðnings kemur af fjöllum. Í stefnu Smith og greinargerð var maðurinn aðeins nefndur „Stewart“ en símanúmer hans og tölvupóstfang fylgdu með. Hann segist aldrei hafa óskað eftir þjónustu Smith og að hann hafi ekki vitað að hann væri nefndur í málsókn hennar fyrr en blaðamaður hafði samband við hann nýlega. „Ég var ótrúlega hissa í því ljósi að ég hef verið hamingjusamlega giftur konu undanfarin fimmtán ár,“ sagði maðurinn við AP-fréttastofuna. Hann furðar sig á að enginn hafi staðreynt að beiðnin væru raunveruleg áður en málið fór alla leið fyrir æðsta dómstól landsins. Nafn Stewart var nefnt í greinargerð lögmanna Smith til hæstaréttar. AP segir að svo virðist sem að hann sé ekki nefndur í dómi réttarins. Kristen Waggoner, lögmaður Smith, neitaði því að beiðnin sem var lögð fram væri uppspuni. Óumdeilt væri að beiðnin hefði borist. Mögulega hefði einhver ætlað að atast í Smith. Það hefði ekki þýðingu í málinu hvort að beiðnin væri ósvikin eða ekki. Phil Weiser, dómsmálaráðherra Colorado, sagði mál Smith tilbúning vegna þess að hún hafi ekki boðið upp á þjónustuna sem um ræðir þegar hún höfðaði málið. Hæstiréttur hefði ekki átt að taka mál til efnislegrar umfjöllunar sem ætti sér ekki neina stoð í raunveruleikanum. Hæstiréttur Bandaríkjanna er nú á valdi repúblikana. Þeir eiga sex dómarar af níu.Vísir/EPA Ekki talið skipta máli Washington Post segir að svo virðist sem að dómararnir hafi ekki talið það skipta sköpum hvort að Smith hefði fengið beiðni frá samkynhneigðu pari eða ekki. Frjálslyndu dómrarnir sem skiluðu sératkvæði fjölluðu ekki um það að beiðnin væri mögulega ekki raunveruleg. Meirihluti dómsins komst að þeirri niðurstöðu að vefsíðuhönnun teldist „tjáning“ og hún nyti þess vegna verndar tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar. Colorado-ríki væri ekki heimilt að þvinga hana til þess að hanna vefsíðu fyrir brúðkaup samkynhneigðra því að það stangaðist á við trú hennar að aðeins karl og kona gætu gengið í hjónaband. Frjálslyndu dómararnir hörmuðu að dómurinn hefði rétt af samkynhneigðu fólki. „Álit dómstólsins er í bókstaflegri merkingu skilaboð sem segja „Samkynja pörum kann að vera meinað um ákveðna þjónustu“,“ skrifaði Sonia Sotomayor, höfundur minnihlutaálitsins. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Hinsegin Mannréttindi Tjáningarfrelsi Trúmál Tengdar fréttir Gætu breytt bandarísku samfélagi næstu áratugina Hæstiréttur Bandaríkjanna kemur saman á morgun í fyrsta sinn frá því í júní en dómararnir munu taka fyrir mörg stór og umdeild mál á næstu mánuðum. Búast má við því að dómarar sem skipaðir voru af forsetum úr Repúblikanaflokknum, sem eru í miklum meirihluta (6-3), muni halda áfram að færa bandarískt samfélag til hægri. 2. október 2022 15:03 Íhaldsöfl við völd í Hæstarétti Bandaríkjanna Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur á síðustu vikum tekið afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta bæði umhverfisstefnu landsins og mannréttindi. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segist eiga von á því að rétturinn haldi áfram á braut íhaldssemi og segir gjánna milli íhaldssamra og frjálslyndra dómara réttarins aldrei hafa verið meiri. 9. júlí 2022 07:20 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Sex íhaldsmenn við Hæstarétt Bandaríkjanna töldu að kristinni konu sem rekur vefhönnunarfyrirtæki í Colorado væri heimilt að hafna því að hanna vefsíðu fyrir brúðkaup samkynhneigðra á föstudag. Dómurinn er talinn bakslag fyrir réttindi hinsegin fólks í Bandaríkjunum. Þegar Lorie Smith, eigandi fyrirtækisins 303 Creative, höfðaði mál sitt á sínum tíma bauð hún ekki upp á hönnun vefsíðna fyrir brúðkaup og hafði ekki fengið neina ósk frá samkynja pari. Hún vildi hins vegar fá úrskurð dómstóla um að henni væri ekki skylt að gera það þrátt fyrir að ríkislög í Colorado bönnuðu fyrirtækjum að mismuna viðskiptavinum á grundvelli kynhneigðar. Degi eftir að Smith lagði málið fram og deilt var um hvort að hún hefði lögvarinna hagsmuna að gæta héldu lögmenn Smith því fram að þó að það væri ekki forsenda fyrir því að hún gæti höfðað málið þá hefði henni borist ósk um að gera vefsíðu fyrir brúðkaup samkynhneigðs pars. „Fullyrðingar um að Lorie fái aldrei beiðnir um að búa til vefsíður sem fagna samkynja athöfn eiga ekki lengur rétt á sér því að Lorie hefur fengið slíka beiðni,“ sögðu lögmennirnir í febrúar árið 2017. Giftur konu í hálfan annan áratug Maðurinn sem lögmenn Smith nefndu þessu til stuðnings kemur af fjöllum. Í stefnu Smith og greinargerð var maðurinn aðeins nefndur „Stewart“ en símanúmer hans og tölvupóstfang fylgdu með. Hann segist aldrei hafa óskað eftir þjónustu Smith og að hann hafi ekki vitað að hann væri nefndur í málsókn hennar fyrr en blaðamaður hafði samband við hann nýlega. „Ég var ótrúlega hissa í því ljósi að ég hef verið hamingjusamlega giftur konu undanfarin fimmtán ár,“ sagði maðurinn við AP-fréttastofuna. Hann furðar sig á að enginn hafi staðreynt að beiðnin væru raunveruleg áður en málið fór alla leið fyrir æðsta dómstól landsins. Nafn Stewart var nefnt í greinargerð lögmanna Smith til hæstaréttar. AP segir að svo virðist sem að hann sé ekki nefndur í dómi réttarins. Kristen Waggoner, lögmaður Smith, neitaði því að beiðnin sem var lögð fram væri uppspuni. Óumdeilt væri að beiðnin hefði borist. Mögulega hefði einhver ætlað að atast í Smith. Það hefði ekki þýðingu í málinu hvort að beiðnin væri ósvikin eða ekki. Phil Weiser, dómsmálaráðherra Colorado, sagði mál Smith tilbúning vegna þess að hún hafi ekki boðið upp á þjónustuna sem um ræðir þegar hún höfðaði málið. Hæstiréttur hefði ekki átt að taka mál til efnislegrar umfjöllunar sem ætti sér ekki neina stoð í raunveruleikanum. Hæstiréttur Bandaríkjanna er nú á valdi repúblikana. Þeir eiga sex dómarar af níu.Vísir/EPA Ekki talið skipta máli Washington Post segir að svo virðist sem að dómararnir hafi ekki talið það skipta sköpum hvort að Smith hefði fengið beiðni frá samkynhneigðu pari eða ekki. Frjálslyndu dómrarnir sem skiluðu sératkvæði fjölluðu ekki um það að beiðnin væri mögulega ekki raunveruleg. Meirihluti dómsins komst að þeirri niðurstöðu að vefsíðuhönnun teldist „tjáning“ og hún nyti þess vegna verndar tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar. Colorado-ríki væri ekki heimilt að þvinga hana til þess að hanna vefsíðu fyrir brúðkaup samkynhneigðra því að það stangaðist á við trú hennar að aðeins karl og kona gætu gengið í hjónaband. Frjálslyndu dómararnir hörmuðu að dómurinn hefði rétt af samkynhneigðu fólki. „Álit dómstólsins er í bókstaflegri merkingu skilaboð sem segja „Samkynja pörum kann að vera meinað um ákveðna þjónustu“,“ skrifaði Sonia Sotomayor, höfundur minnihlutaálitsins.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Hinsegin Mannréttindi Tjáningarfrelsi Trúmál Tengdar fréttir Gætu breytt bandarísku samfélagi næstu áratugina Hæstiréttur Bandaríkjanna kemur saman á morgun í fyrsta sinn frá því í júní en dómararnir munu taka fyrir mörg stór og umdeild mál á næstu mánuðum. Búast má við því að dómarar sem skipaðir voru af forsetum úr Repúblikanaflokknum, sem eru í miklum meirihluta (6-3), muni halda áfram að færa bandarískt samfélag til hægri. 2. október 2022 15:03 Íhaldsöfl við völd í Hæstarétti Bandaríkjanna Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur á síðustu vikum tekið afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta bæði umhverfisstefnu landsins og mannréttindi. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segist eiga von á því að rétturinn haldi áfram á braut íhaldssemi og segir gjánna milli íhaldssamra og frjálslyndra dómara réttarins aldrei hafa verið meiri. 9. júlí 2022 07:20 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Gætu breytt bandarísku samfélagi næstu áratugina Hæstiréttur Bandaríkjanna kemur saman á morgun í fyrsta sinn frá því í júní en dómararnir munu taka fyrir mörg stór og umdeild mál á næstu mánuðum. Búast má við því að dómarar sem skipaðir voru af forsetum úr Repúblikanaflokknum, sem eru í miklum meirihluta (6-3), muni halda áfram að færa bandarískt samfélag til hægri. 2. október 2022 15:03
Íhaldsöfl við völd í Hæstarétti Bandaríkjanna Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur á síðustu vikum tekið afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta bæði umhverfisstefnu landsins og mannréttindi. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segist eiga von á því að rétturinn haldi áfram á braut íhaldssemi og segir gjánna milli íhaldssamra og frjálslyndra dómara réttarins aldrei hafa verið meiri. 9. júlí 2022 07:20