Tveir lagðir inn vegna alvarlegrar nóróveirusýkingar Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. júlí 2023 18:33 Tveir voru lagðir inn á Sjúkrahúsið á Akureyri vegna alvarlegra veikinda í kjölfar nóróveirusýkingar. Vísir/Vilhelm Tveir voru lagðir inn á Sjúkrahús Akureyrar með alvarlega veikindi vegna nóróveirusýkingar eftir að hópsýking kom upp á hóteli á Austurlandi á miðvikudag. Forstjóri sjúkrahússins gat ekki staðfest að annar einstaklinganna væri látinn líkt og hefur verið fullyrt í fjölmiðlum. Tólf manns hið minnsta smituðust af nóróveiru eftir að hópsýking kom upp á hóteli á Austurlandi á miðvikudag. Tveir voru lagði inn með alvarleg veikindi á Sjúkrahús Akureyrar vegna sýkingarinnar. Fyrr í kvöld greindi mbl frá því að kona á níræðisaldri væri látin í kjölfar nóróveirusýkingar. Ekki hægt að staðfesta andlát Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, staðfesti í samtali við Vísi að tveir hefðu verið lagðir inn með alvarlega veikindi vegna nóróveirusýkingar en gat ekki staðfest að einn væri látinn líkt og mbl hafa fullyrt. „Við getum ekki staðfest andlátið þar sem við höfum ekki staðfestinguna,“ sagði Hildigunnur og því hlytu fréttirnar að koma annars staðar frá. Þá sagði hún að ástæða andláts lægi ekki fyrir og fannst henni ólíklegt að búið væri að gefa út dánarvottorð. Engar sýkingar síðustu 36 klukkutíma Pétur Heimisson, umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi, sagði ekkert nýtt smit hafa komið upp síðustu 36 klukkutíma og það hafi enginn verið lagður inn á umdæmi Sjúkrahúss Austurlands. „Vaktlæknar hafa ekkert heyrt af þessu hér á Austurlandi og það eru engin ný smit í tengslum við hótelið,“ sagði Pétur í samtali við Vísi. Pétur Heimisson sagði heppilegt að fáir hafi átt bókað á hótelinu um helgina og því hafi verið auðveldara að grípa til viðeigandi sóttvarnarráðstafanna. Sýkingin að ganga yfir Örn Ragnarsson, umdæmislæknir sóttvarna á Norðurlandi, sagði nóróveirusýkinguna vera að ganga yfir. „Ég held að þetta sé að fjara út,“ sagði Örn aðspurður út í stöðu sýkingarinnar í samtali við Vísi. Örn sagði fjóra hafa verið lagða inn á Norðurlandi, tvo á Akureyri og tvo á Sauðárkróki. Þeir tveir sem voru lagðir inn á Sauðárkróki væru báðir útskrifaðir. „Síðan vissi ég af einhverju fólki sem var bara heima,“ sagði hann en að það hafi ekki neinir leitað eftir aðstoð vegna nýrra smita. Sjúkrahúsið á Akureyri Heilbrigðisstofnun Norðurlands Heilbrigðismál Tengdar fréttir Minnst tólf nóróveirutilfelli á hóteli á Austurlandi Tólf manns hið minnsta smituðust af nóróveiru og einn var lagður inn á sjúkrahús eftir að hópsýking kom upp á hóteli á Austurlandi á miðvikudag. 2. júlí 2023 11:01 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Tólf manns hið minnsta smituðust af nóróveiru eftir að hópsýking kom upp á hóteli á Austurlandi á miðvikudag. Tveir voru lagði inn með alvarleg veikindi á Sjúkrahús Akureyrar vegna sýkingarinnar. Fyrr í kvöld greindi mbl frá því að kona á níræðisaldri væri látin í kjölfar nóróveirusýkingar. Ekki hægt að staðfesta andlát Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, staðfesti í samtali við Vísi að tveir hefðu verið lagðir inn með alvarlega veikindi vegna nóróveirusýkingar en gat ekki staðfest að einn væri látinn líkt og mbl hafa fullyrt. „Við getum ekki staðfest andlátið þar sem við höfum ekki staðfestinguna,“ sagði Hildigunnur og því hlytu fréttirnar að koma annars staðar frá. Þá sagði hún að ástæða andláts lægi ekki fyrir og fannst henni ólíklegt að búið væri að gefa út dánarvottorð. Engar sýkingar síðustu 36 klukkutíma Pétur Heimisson, umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi, sagði ekkert nýtt smit hafa komið upp síðustu 36 klukkutíma og það hafi enginn verið lagður inn á umdæmi Sjúkrahúss Austurlands. „Vaktlæknar hafa ekkert heyrt af þessu hér á Austurlandi og það eru engin ný smit í tengslum við hótelið,“ sagði Pétur í samtali við Vísi. Pétur Heimisson sagði heppilegt að fáir hafi átt bókað á hótelinu um helgina og því hafi verið auðveldara að grípa til viðeigandi sóttvarnarráðstafanna. Sýkingin að ganga yfir Örn Ragnarsson, umdæmislæknir sóttvarna á Norðurlandi, sagði nóróveirusýkinguna vera að ganga yfir. „Ég held að þetta sé að fjara út,“ sagði Örn aðspurður út í stöðu sýkingarinnar í samtali við Vísi. Örn sagði fjóra hafa verið lagða inn á Norðurlandi, tvo á Akureyri og tvo á Sauðárkróki. Þeir tveir sem voru lagðir inn á Sauðárkróki væru báðir útskrifaðir. „Síðan vissi ég af einhverju fólki sem var bara heima,“ sagði hann en að það hafi ekki neinir leitað eftir aðstoð vegna nýrra smita.
Sjúkrahúsið á Akureyri Heilbrigðisstofnun Norðurlands Heilbrigðismál Tengdar fréttir Minnst tólf nóróveirutilfelli á hóteli á Austurlandi Tólf manns hið minnsta smituðust af nóróveiru og einn var lagður inn á sjúkrahús eftir að hópsýking kom upp á hóteli á Austurlandi á miðvikudag. 2. júlí 2023 11:01 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Minnst tólf nóróveirutilfelli á hóteli á Austurlandi Tólf manns hið minnsta smituðust af nóróveiru og einn var lagður inn á sjúkrahús eftir að hópsýking kom upp á hóteli á Austurlandi á miðvikudag. 2. júlí 2023 11:01