Heimtaði Oxycontin en fékk átta mánuði Árni Sæberg skrifar 30. júní 2023 17:58 Dómur yfir manninum var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri var í vikunni dæmdur fyrir fjöldan allan af hegningarlagabrotum og dæmdur til átta mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Meðal brota hans var vopnað rán í apóteki í Reykjavík. Hann hafði heimtað ópíóíðalyfið Oxycontin af starfsmönnum þess og hótað að sækja hníf fengi hann það ekki. Þegar starfsmenn neituðu að verða við ósk hans lét hann af hótuninni verða. Þegar maðurinn kom aftur í verslunina var hann vopnaður hníf og krafði starfsmennina um lyfið á ný. Í það skiptið urðu þeir við bón hans og köstuðu umbeðnum lyfjum yfir afgreiðsluborðið til hans. Öryggisvörður kom hins vegar í veg fyrir að hann gæti yfirgefið apótekið og hélt honum þar til lögregla kom á vettvang skömmu síðar. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp á þriðjudag en birtur í dag. Fjöldi vopnalagabrota og sígaretturán Dómurinn fjallaði um tvær ákærur á hendur manninum, sem gefnar voru út með skömmu millibili. Í seinni ákærunni var maðurinn ákærður fyrir fjölda aðskilinna vopnalagabrota, fyrir að hafa haft í fórum sínum eggvopn á almannafæri. Meðal vopnanna voru garðklippur. Þá var hann ákærður fyrir þjófnaðar- og gripdeildarbrot auk vopnaðs ráns, með því að hafa gengið inn í verslun í Reykjavík vopnaður hnífi og með ógnandi hætti beint hnífnum að starfsmönnum og skipað þeim að afhenda sér sígarettur. Hann komst á brott með tvö karton af sígarettum að andvirði um 34 þúsund króna. Játaði öll brot Maðurinn játaði öll brot sín samkvæmt ákærunum tveimur og krafðist vægustu refsingar sem lög leyfa. Við ákvörðun refsingar mannsins var litið til nokkuð langs og alvarlegs sakaferils. Manninum til málsbóta var hins vegar horft til þess að hann játaði brot sín, hefur samkvæmt vottorði fangelsis sinnt vel vímuefnameðferð og nýtt gæsluvarðhaldstíma að öðru leyti með uppbyggilegum hætti. Þá var litið til erfiðra persónulegra aðstæðna mannsins. Að framangreindu virtu var maðurinn dæmdur til átta mánaða fangelsisvistar og sökum sakaferils hans var ekki talið unnt að skilorðsbinda refsingu hans. Þá var hann dæmdur til að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 950 þúsund krónur. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Þegar maðurinn kom aftur í verslunina var hann vopnaður hníf og krafði starfsmennina um lyfið á ný. Í það skiptið urðu þeir við bón hans og köstuðu umbeðnum lyfjum yfir afgreiðsluborðið til hans. Öryggisvörður kom hins vegar í veg fyrir að hann gæti yfirgefið apótekið og hélt honum þar til lögregla kom á vettvang skömmu síðar. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp á þriðjudag en birtur í dag. Fjöldi vopnalagabrota og sígaretturán Dómurinn fjallaði um tvær ákærur á hendur manninum, sem gefnar voru út með skömmu millibili. Í seinni ákærunni var maðurinn ákærður fyrir fjölda aðskilinna vopnalagabrota, fyrir að hafa haft í fórum sínum eggvopn á almannafæri. Meðal vopnanna voru garðklippur. Þá var hann ákærður fyrir þjófnaðar- og gripdeildarbrot auk vopnaðs ráns, með því að hafa gengið inn í verslun í Reykjavík vopnaður hnífi og með ógnandi hætti beint hnífnum að starfsmönnum og skipað þeim að afhenda sér sígarettur. Hann komst á brott með tvö karton af sígarettum að andvirði um 34 þúsund króna. Játaði öll brot Maðurinn játaði öll brot sín samkvæmt ákærunum tveimur og krafðist vægustu refsingar sem lög leyfa. Við ákvörðun refsingar mannsins var litið til nokkuð langs og alvarlegs sakaferils. Manninum til málsbóta var hins vegar horft til þess að hann játaði brot sín, hefur samkvæmt vottorði fangelsis sinnt vel vímuefnameðferð og nýtt gæsluvarðhaldstíma að öðru leyti með uppbyggilegum hætti. Þá var litið til erfiðra persónulegra aðstæðna mannsins. Að framangreindu virtu var maðurinn dæmdur til átta mánaða fangelsisvistar og sökum sakaferils hans var ekki talið unnt að skilorðsbinda refsingu hans. Þá var hann dæmdur til að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 950 þúsund krónur.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira