Páfagaukar geta nú hringt í vini sína Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 1. júlí 2023 14:30 Grænir páfagaukar frá Amazon-svæðinu í Suður-Ameríku. Getty Images Tekist hefur að kenna páfagaukum að hringja í aðra páfagauka. Þetta dregur úr einmanaleika páfagauka sem verja ævinni einir í búri. Félagsverur sem lifa í einangrun Páfagaukar eru á meðal vinsælustu gæludýra mannsins. Meinið er bara það að páfagaukar eru gríðarlega miklar félagsverur og í þokkabót nokkuð greindir, en sem gæludýrum fólks er þeim oft haldið einum, í mesta lagi tveimur í búri lunga ævi sinnar. Þessi einangrun hefur mjög slæm áhrif á sálarlíf páfagauka, þeir eiga það til að þróa með sér andlega vanlíðan og þess eru mörg dæmi að þeir valdi sjálfum sér skaða í prísundinni. Þeir plokka stundum af sér fjaðrirnar eða ráfa um í endalausa hringi í búrinu svo dæmi séu tekin. Geta nú hringt í vini sína í gegnum spjaldtölvur Rébecca Kleinberger er doktor í raddfræðum og sjónrænum samskiptum við Northeastern University í Boston í Bandaríkjunum. Henni hefur tekist að þróa samskiptatækni sem páfagaukar geta notað til að hringja í vini sína og spjalla við þá í gegnum myndspjall. Svona rétt eins og við gerum reglulega. Í rannsókninni var 18 páfagaukum kennt að nota spjaldtölvu til að eiga í innbyrðis samskiptum. Þeim var kennt að tengja bjölluhljóð í spjaldtölvunni við að þeim væri að berast símtal. Þeim var síðan kennt að þekkja bjöllutakkann á skjánum og að með því að gogga á hann gætu þeir hringt í aðra páfagauka. Lögð var áhersla á það í tilrauninni að páfagaukarnir hefðu val, bæði um að hringja í aðra og eins hvort þeir vildu yfirhöfuð svara. Allt sem túlka mætti sem þvingun gæti hreinlega aukið þeim streitu og vanlíðan. Duglegir að hringja í hvern annan og syngja saman Niðurstöðurnar sýna að 75% fuglanna svöruðu símtölum frá öðrum páfagaukum og samskiptin stóðu að meðaltali yfir í fimm mínútur. Í símtölunum buðu páfagaukarnir hver öðrum mat og þeir sungu saman. Ef annar páfagaukurinn hvarf þá leitaði hinn yfirleitt á bak við spjaldtölvuna sína. Eftir 1.000 klukkustundir af upptökum segir Rébecca deginum ljósara að þessi samskipti hafi ótrúlega jákvæð áhrif á andlega líðan páfagaukanna, þeir séu glaðari og sýna merki þess að vera minna einangraðir en áður. Dýr Fuglar Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Sjá meira
Félagsverur sem lifa í einangrun Páfagaukar eru á meðal vinsælustu gæludýra mannsins. Meinið er bara það að páfagaukar eru gríðarlega miklar félagsverur og í þokkabót nokkuð greindir, en sem gæludýrum fólks er þeim oft haldið einum, í mesta lagi tveimur í búri lunga ævi sinnar. Þessi einangrun hefur mjög slæm áhrif á sálarlíf páfagauka, þeir eiga það til að þróa með sér andlega vanlíðan og þess eru mörg dæmi að þeir valdi sjálfum sér skaða í prísundinni. Þeir plokka stundum af sér fjaðrirnar eða ráfa um í endalausa hringi í búrinu svo dæmi séu tekin. Geta nú hringt í vini sína í gegnum spjaldtölvur Rébecca Kleinberger er doktor í raddfræðum og sjónrænum samskiptum við Northeastern University í Boston í Bandaríkjunum. Henni hefur tekist að þróa samskiptatækni sem páfagaukar geta notað til að hringja í vini sína og spjalla við þá í gegnum myndspjall. Svona rétt eins og við gerum reglulega. Í rannsókninni var 18 páfagaukum kennt að nota spjaldtölvu til að eiga í innbyrðis samskiptum. Þeim var kennt að tengja bjölluhljóð í spjaldtölvunni við að þeim væri að berast símtal. Þeim var síðan kennt að þekkja bjöllutakkann á skjánum og að með því að gogga á hann gætu þeir hringt í aðra páfagauka. Lögð var áhersla á það í tilrauninni að páfagaukarnir hefðu val, bæði um að hringja í aðra og eins hvort þeir vildu yfirhöfuð svara. Allt sem túlka mætti sem þvingun gæti hreinlega aukið þeim streitu og vanlíðan. Duglegir að hringja í hvern annan og syngja saman Niðurstöðurnar sýna að 75% fuglanna svöruðu símtölum frá öðrum páfagaukum og samskiptin stóðu að meðaltali yfir í fimm mínútur. Í símtölunum buðu páfagaukarnir hver öðrum mat og þeir sungu saman. Ef annar páfagaukurinn hvarf þá leitaði hinn yfirleitt á bak við spjaldtölvuna sína. Eftir 1.000 klukkustundir af upptökum segir Rébecca deginum ljósara að þessi samskipti hafi ótrúlega jákvæð áhrif á andlega líðan páfagaukanna, þeir séu glaðari og sýna merki þess að vera minna einangraðir en áður.
Dýr Fuglar Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Sjá meira