Finnskur ráðherra segir af sér vegna tengsla við hægriöfgamenn Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2023 11:23 Frá finnska þinginu þar sem Junnila stóð af sér vantrauststillögu í gær. Hann sagði af sér í dag. Vísir/EPA Vilhelm Junnila, efnahagsráðherra Finnlands, tilkynnti að hann ætlaði að segja af sér í dag í kjölfar uppljóstrana um tengsl hans við hægriöfgamenn og grín um nasisma. Junnila entist aðeins í ráðherrastóli í um viku. „Brandarinn“ sem kom Junnila í klandur snerist um frambjóðendanúmer hans fyrir kosningar. Í Finnlandi skrifa kjósendur númer frambjóðanda á kjörseðilinn. Hann var rifjaður upp eftir að Junnila var gerður að efnahagsráðherra í nýrri samsteypustjórn hægriflokka í Finnlandi sem tók við völdum í síðustu viku. „Fyrst af öllu, til hamingju með þetta frábæra frambjóðendanúmer. Ég veit að þetta er vinningsmiðinn. Augljóslega vísar þetta „88“ í tvo stafi H sem við skulum ekki segja meira um,“ sagði Junnila á framboðsfundi í maí, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Talan áttatíu og átta er eitt algengasta tákn nýnasista og hvítra þjóðernissinna. Hún stendur fyrir „Heil Hitler“, hyllingu nasista á leiðtoga sínum, þar sem „H“ er áttundi bókstafurinn í ensku starfrófi. Junnila hélt einnig ræðu á samkomu hægriöfgamanna til að minnasta fórnarlamba árásar marokkósks hælisleitanda árið 2019. Junnila resigns after week-long row over far-right links https://t.co/4CuyOPAcL0— Yle News (@ylenews) June 30, 2023 Hvatti til þungunarrofs í Afríku en hafnaði því heima Junnila, sem kemur úr hægrijaðarflokknum Sönnum Finnum, baðst afsökunar á flíminu með nasisma og sagðist fordæma helförina og gyðingahatur. Hann stóð af sér vantrauststillögu á finnska þinginu vegna málsins í gær. Riikka Purra, leiðtogi Sannra Finna, gagnrýndi stjórnarandstöðuna fyrir að ætla að bola Junnila úr embætti fyrir óviðeigandi húmor. Petteri Orpi, forsætisráðherra, sagði hafa gefið ráðherranum alvarlega viðvörun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þrátt fyrir það sá ráðherrann sæng sína upp reidda í dag. „Þrátt fyrir traust flokksins og þingflokksins sé ég stöðuna svona: svo að ríkisstjórnin geti haldið áfram og fyrir orðspor Finnlands held ég að mér sé ómögulegt að halda áfram sem ráðherra með fullnægjandi hætti,“ sagði í yfirlýsingu frá Junnila. Sjö þingmenn Sænska þjóðarflokksins, eins stjórnarflokkanna, greiddu atkvæði með vantrauststillögunni. Junnila stóð vantraustið aðeins af sér þar sem tólf stjórnarandstöðuþingmenn voru ekki viðstaddir atkvæðagreiðsluna, að sögn YLE. Junnila þurfti einnig að réttlæta fyrirspurn sína á þingi árið 2019 þar sem hann hvatti ríkisstjórnina til þess að hvetja til þungunarrofs í Afríkuríkjum til þess að draga úr mannfjölgun og berjast gegn loftslagsbreytingum. Hann greiddi þó atkvæði gegn rýmri lögum um þungunarrof í Finnlandi. Finnland Tengdar fréttir Hörð hægristjórn tekur við völdum í Finnlandi Finnska þingið lagði blessun sína yfir nýja fjögurra flokka samsteypustjórn hægriflokka undir forsæti Petteris Orpo í dag. Leiðtogi hægrijaðarflokksins Sannra Finna verður fjármálaráðherra nýju stjórnarinnar sem boðar skarpa hægri beygju í útlendingamálum. 20. júní 2023 12:03 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
„Brandarinn“ sem kom Junnila í klandur snerist um frambjóðendanúmer hans fyrir kosningar. Í Finnlandi skrifa kjósendur númer frambjóðanda á kjörseðilinn. Hann var rifjaður upp eftir að Junnila var gerður að efnahagsráðherra í nýrri samsteypustjórn hægriflokka í Finnlandi sem tók við völdum í síðustu viku. „Fyrst af öllu, til hamingju með þetta frábæra frambjóðendanúmer. Ég veit að þetta er vinningsmiðinn. Augljóslega vísar þetta „88“ í tvo stafi H sem við skulum ekki segja meira um,“ sagði Junnila á framboðsfundi í maí, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Talan áttatíu og átta er eitt algengasta tákn nýnasista og hvítra þjóðernissinna. Hún stendur fyrir „Heil Hitler“, hyllingu nasista á leiðtoga sínum, þar sem „H“ er áttundi bókstafurinn í ensku starfrófi. Junnila hélt einnig ræðu á samkomu hægriöfgamanna til að minnasta fórnarlamba árásar marokkósks hælisleitanda árið 2019. Junnila resigns after week-long row over far-right links https://t.co/4CuyOPAcL0— Yle News (@ylenews) June 30, 2023 Hvatti til þungunarrofs í Afríku en hafnaði því heima Junnila, sem kemur úr hægrijaðarflokknum Sönnum Finnum, baðst afsökunar á flíminu með nasisma og sagðist fordæma helförina og gyðingahatur. Hann stóð af sér vantrauststillögu á finnska þinginu vegna málsins í gær. Riikka Purra, leiðtogi Sannra Finna, gagnrýndi stjórnarandstöðuna fyrir að ætla að bola Junnila úr embætti fyrir óviðeigandi húmor. Petteri Orpi, forsætisráðherra, sagði hafa gefið ráðherranum alvarlega viðvörun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þrátt fyrir það sá ráðherrann sæng sína upp reidda í dag. „Þrátt fyrir traust flokksins og þingflokksins sé ég stöðuna svona: svo að ríkisstjórnin geti haldið áfram og fyrir orðspor Finnlands held ég að mér sé ómögulegt að halda áfram sem ráðherra með fullnægjandi hætti,“ sagði í yfirlýsingu frá Junnila. Sjö þingmenn Sænska þjóðarflokksins, eins stjórnarflokkanna, greiddu atkvæði með vantrauststillögunni. Junnila stóð vantraustið aðeins af sér þar sem tólf stjórnarandstöðuþingmenn voru ekki viðstaddir atkvæðagreiðsluna, að sögn YLE. Junnila þurfti einnig að réttlæta fyrirspurn sína á þingi árið 2019 þar sem hann hvatti ríkisstjórnina til þess að hvetja til þungunarrofs í Afríkuríkjum til þess að draga úr mannfjölgun og berjast gegn loftslagsbreytingum. Hann greiddi þó atkvæði gegn rýmri lögum um þungunarrof í Finnlandi.
Finnland Tengdar fréttir Hörð hægristjórn tekur við völdum í Finnlandi Finnska þingið lagði blessun sína yfir nýja fjögurra flokka samsteypustjórn hægriflokka undir forsæti Petteris Orpo í dag. Leiðtogi hægrijaðarflokksins Sannra Finna verður fjármálaráðherra nýju stjórnarinnar sem boðar skarpa hægri beygju í útlendingamálum. 20. júní 2023 12:03 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Hörð hægristjórn tekur við völdum í Finnlandi Finnska þingið lagði blessun sína yfir nýja fjögurra flokka samsteypustjórn hægriflokka undir forsæti Petteris Orpo í dag. Leiðtogi hægrijaðarflokksins Sannra Finna verður fjármálaráðherra nýju stjórnarinnar sem boðar skarpa hægri beygju í útlendingamálum. 20. júní 2023 12:03
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent