Segja konu sem lést á geðdeild hafa verið beitta ofbeldi Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2023 11:25 Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, og Sigríður Gísladóttir, formaður samtakanna, gagnrýna ábyrgðarleysi í geðheilbrigðismálum. Vísir Nýlegur sýknudómur yfir hjúkrunarfræðingi vegna dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans er dæmi um að fólk sé beitt ofbeldi á sjúkrahúsum og stofnunum, að sögn forsvarsmanna Geðhjálpar. Þeir gagnýna að enginn axli ábyrgð á andlátinu og því sem miður fer í heilbrigðiskerfinu. Langveik kona lést á geðdeild Landspítalans við Hringbraut eftir að hjúkrunarfræðingur þvingaði ofan í hana tveimur næringardrykkjum í ágúst árið 2021. Þrátt fyrir að sannað þætti að hjúkrunarfræðingurinn hefði þröngvað drykknum ofan í konuna og að það hafi valdið því að hún kafnaði var hann sýknaður af ákæru um manndráp fyrr í þessum mánuði. Ekki þótti sýnt fram á að hjúkrunarfræðingurinn hefði ætlað sér að drepa sjúklinginn. Sigríður Gísladóttir, formaður Geðhjálpar, og Grímur Atlason, framkvæmdastjóri samtakanna, segja að konan sem lést hafi verið beitt ofbeldi í grein sem þau birtu á Vísi í morgun. „Það liggur fyrir að fólk er beitt ofbeldi á sjúkrahúsum og stofnunum þar sem fólk með geðrænar áskoranir dvelur. Það liggja fyrir ótal vitnisburðir þess efnis. Það dó sjúklingur fyrir tveimur árum af því að hann var beittur ofbeldi. Það liggur fyrir,“ skrifa þau. Málinu á geðdeild Landspítalans virðist ætla að ljúka án þess að nokkur beri ábyrgð á því hvernig fór segja forsvarsmenn Geðhjálpar. „Hvernig getur það gerst í nútímasamfélagi að bráðveikur einstaklingur sem er lagður inn á sjúkrahús til þess að fá lækningu meina sinna sé beittur slíku ofbeldi að hann hljóti bana af? Hvernig getur það gerst í nútímasamfélagi að enginn beri á því ábyrgð?“ skrifa þau Sigríður og Grímur. Gerist á vakt heilbrigðisráðherra Hjúkrunarfræðinginn sem var sýknaður segja þau aðeins lítið tannhjól í geðheilbrigðiskerfinu. Veikleikar geðheilbrigðiskerfisins hafi ítrekað komið fram í málinu. Við aðalmeðferð málsins kom meðal annars fram að hjúkrunarfræðingurinn var sá eini á vakt þegar konan lést. Með honum á vakt voru þrír óreyndir starfsmenn, tveir þeirra að stíga ein sín fyrstu spor á deildinni. Þá hafði hjúkrunarfræðingurinn unnið nítján vaktir á sextán dögum og hafði fyrr í mánuðinum verið kallaður til vinnu úr sumarfríi vegna manneklu. Þá hafði sjúklingurinn verið greindur með lungnabólgu daginn hann lést. Hann komst ekki að á lyflækningadeild í Fossvogi vegna plássleysis og var því sendur aftur á geðdeildina. Atvikaskráning var gerð vegna þess. Slík skráning er gerð um óvænt atvik í þeim tilgangi að finna skýringar á þeim og leita leiða til að tryggja að þau endurteki sig ekki. „Undirmönnun, gríðarleg starfsmannavelta, skortur á fagfólki, skortur á skilningi, þvinganir, nauðung og hreint og klárt ofbeldi. Hver ber ábyrgð á því að svona sé málum háttað?“ segja þau Sigríður og Grímur. Gagnrýna þau að Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hafi ekkert tjáð sig um mál hjúkrunarfræðingsins og þær alvarlegu ábendingar sem komu fram við réttarhöldin um stöðuna í geðheilbrigðiskerfinu. „Þetta er að gerast á hans vakt og hann ætti að bera á því ábyrgð,“ segja þau. Ekki forgangsmál stjórnvalda Geðhjálp hafi ítrekað bent stjórnvöldum á brotalamir í geðheilbrigðiskerfinu. Vísa greinarhöfundarnir meðal annars til þess að sjúklingar séu látnir sæta ýmis konar boðum og bönnum og jafnvel þvingaðir til þess að taka lyf. Um tíu prósent þeirra sem leituðu á geðdeild hafi verið beittir þvingaðri lyfjagjöf samkvæmt rannsókn sem greint var frá í Læknablaðinu fyrr á þessu ári. „Það er ljóst að þessu kerfi verður að breyta,“ segja þau Sigríður og Grímur. Eftirlit með starfsemi geðdeilda og stofnana þar sem fólk með geðraskanir dvelur til skemmri eða lengri tíma sé í skötulíki. Ekkert bóli á rannsókn á aðbúnaði og meðferð fólks með geðrænan vanda sem velferðarnefnd Alþingis var falið að koma í farveg. „Þetta sýnir því miður að þetta er ekki í forgangi hjá stjórnvöldum,“ segja Sigríður og Grímur. Aðgerðaáætlun heilbrigðisráðherra í geðheilbrigðismálum sem Alþingi samþykkti nýlega er ekki pappírsins virði að mati forsvarsmanna Geðhjálpar þar sem hún sé ófjármögnuð. „Því miður virðist það vera þannig að enginn ber ábyrgð á því sem miður fer innan heilbrigðiskerfisins. Það er sorglegt,“ skrifa formaður og framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Geðheilbrigði Andlát á geðdeild Landspítala Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Langveik kona lést á geðdeild Landspítalans við Hringbraut eftir að hjúkrunarfræðingur þvingaði ofan í hana tveimur næringardrykkjum í ágúst árið 2021. Þrátt fyrir að sannað þætti að hjúkrunarfræðingurinn hefði þröngvað drykknum ofan í konuna og að það hafi valdið því að hún kafnaði var hann sýknaður af ákæru um manndráp fyrr í þessum mánuði. Ekki þótti sýnt fram á að hjúkrunarfræðingurinn hefði ætlað sér að drepa sjúklinginn. Sigríður Gísladóttir, formaður Geðhjálpar, og Grímur Atlason, framkvæmdastjóri samtakanna, segja að konan sem lést hafi verið beitt ofbeldi í grein sem þau birtu á Vísi í morgun. „Það liggur fyrir að fólk er beitt ofbeldi á sjúkrahúsum og stofnunum þar sem fólk með geðrænar áskoranir dvelur. Það liggja fyrir ótal vitnisburðir þess efnis. Það dó sjúklingur fyrir tveimur árum af því að hann var beittur ofbeldi. Það liggur fyrir,“ skrifa þau. Málinu á geðdeild Landspítalans virðist ætla að ljúka án þess að nokkur beri ábyrgð á því hvernig fór segja forsvarsmenn Geðhjálpar. „Hvernig getur það gerst í nútímasamfélagi að bráðveikur einstaklingur sem er lagður inn á sjúkrahús til þess að fá lækningu meina sinna sé beittur slíku ofbeldi að hann hljóti bana af? Hvernig getur það gerst í nútímasamfélagi að enginn beri á því ábyrgð?“ skrifa þau Sigríður og Grímur. Gerist á vakt heilbrigðisráðherra Hjúkrunarfræðinginn sem var sýknaður segja þau aðeins lítið tannhjól í geðheilbrigðiskerfinu. Veikleikar geðheilbrigðiskerfisins hafi ítrekað komið fram í málinu. Við aðalmeðferð málsins kom meðal annars fram að hjúkrunarfræðingurinn var sá eini á vakt þegar konan lést. Með honum á vakt voru þrír óreyndir starfsmenn, tveir þeirra að stíga ein sín fyrstu spor á deildinni. Þá hafði hjúkrunarfræðingurinn unnið nítján vaktir á sextán dögum og hafði fyrr í mánuðinum verið kallaður til vinnu úr sumarfríi vegna manneklu. Þá hafði sjúklingurinn verið greindur með lungnabólgu daginn hann lést. Hann komst ekki að á lyflækningadeild í Fossvogi vegna plássleysis og var því sendur aftur á geðdeildina. Atvikaskráning var gerð vegna þess. Slík skráning er gerð um óvænt atvik í þeim tilgangi að finna skýringar á þeim og leita leiða til að tryggja að þau endurteki sig ekki. „Undirmönnun, gríðarleg starfsmannavelta, skortur á fagfólki, skortur á skilningi, þvinganir, nauðung og hreint og klárt ofbeldi. Hver ber ábyrgð á því að svona sé málum háttað?“ segja þau Sigríður og Grímur. Gagnrýna þau að Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hafi ekkert tjáð sig um mál hjúkrunarfræðingsins og þær alvarlegu ábendingar sem komu fram við réttarhöldin um stöðuna í geðheilbrigðiskerfinu. „Þetta er að gerast á hans vakt og hann ætti að bera á því ábyrgð,“ segja þau. Ekki forgangsmál stjórnvalda Geðhjálp hafi ítrekað bent stjórnvöldum á brotalamir í geðheilbrigðiskerfinu. Vísa greinarhöfundarnir meðal annars til þess að sjúklingar séu látnir sæta ýmis konar boðum og bönnum og jafnvel þvingaðir til þess að taka lyf. Um tíu prósent þeirra sem leituðu á geðdeild hafi verið beittir þvingaðri lyfjagjöf samkvæmt rannsókn sem greint var frá í Læknablaðinu fyrr á þessu ári. „Það er ljóst að þessu kerfi verður að breyta,“ segja þau Sigríður og Grímur. Eftirlit með starfsemi geðdeilda og stofnana þar sem fólk með geðraskanir dvelur til skemmri eða lengri tíma sé í skötulíki. Ekkert bóli á rannsókn á aðbúnaði og meðferð fólks með geðrænan vanda sem velferðarnefnd Alþingis var falið að koma í farveg. „Þetta sýnir því miður að þetta er ekki í forgangi hjá stjórnvöldum,“ segja Sigríður og Grímur. Aðgerðaáætlun heilbrigðisráðherra í geðheilbrigðismálum sem Alþingi samþykkti nýlega er ekki pappírsins virði að mati forsvarsmanna Geðhjálpar þar sem hún sé ófjármögnuð. „Því miður virðist það vera þannig að enginn ber ábyrgð á því sem miður fer innan heilbrigðiskerfisins. Það er sorglegt,“ skrifa formaður og framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
Geðheilbrigði Andlát á geðdeild Landspítala Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira