Ekki ég, ekki ég Helgi Áss Grétarsson skrifar 30. júní 2023 07:01 Eitt sinn var lítil gul hæna. Hún vann hörðum höndum að því að baka brauð. Í hverju skrefi sem hún tók til að klára baksturinn spurði hún vini sína, hin dýrin, hvort þau vildu leggja hönd á plóg. Öll svöruðu þau, ekki ég. Framhald dæmisögunnar um litlu gulu hænuna er flestum kunn en lexían af henni er að það þarf að hafa fyrir hlutunum í lífinu. Það þarf að skapa verðmæti til að geta eytt. Tilætlunarsemi er hins vegar slæm. Hver er sinnar gæfu smiður. Orðið ábyrgð Orðið ábyrgð er mikið notað í landsmálapólitíkinni þessa dagana. Sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Í borgarmálunum virðist mér oft sem að ábyrgð sé ansi sveigjanlegt hugtak. Þannig hef ég ansi oft gapað af undrun við að hlusta á ræður borgarstjóra og annarra fulltrúa Samfylkingarinnar um fjármálastjórn Reykjavíkurborgar. Til einföldunar byggir sú orðræða á að staða fjármála borgarinnar sé öðrum um að kenna og að í samanburði við hina og þessa standi borgin ekki illa. Með öðrum orðum, ekki ég, ekki ég. Ábyrgðarleysið í þessum efnum er með nokkrum ólíkindum og það ætti að vera augljóst þeim sem þekkja til fjármála sveitarfélaga. Bærilega metnaðargjarnir fjölmiðlar, svo sem eins og ríkismiðillinn, ætti að hafa burði til að greina hver sé raunveruleg fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar og koma þeim upplýsingum á framfæri. Í stað slíkrar upplýstrar umræðu um málefnið komast stjórnendur borgarinnar hvað eftir annað upp með að þyrla ryki í augu almennings, t.d. er ruglanda umræðunnar viðhaldið með því að blanda saman tölum um A-hluta Reykjavíkurborgar (starfsemi sem að mestu er fjármögnuð með skatttekjum) og svokallaðra B-hluta fyrirtækja borgarinnar. Nýjasta rekstraruppgjör Reykjavíkurborgar Samkvæmt nýbirtu rekstraruppgjöri fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins var hallarekstur borgarsjóðs (A-hluti) tæpir fjórir milljarðar króna. Fjármagnsgjöld þessa fyrstu þrjá mánuði ársins námu um 23 milljónum króna á hverja þúsund íbúa (voru samtals yfir 3,2 milljarðar króna). Veltufé frá rekstri var neikvætt á þessu tímabili, sem telst afar óheppilegt fyrir rekstur sveitarfélags. Þess fyrir utan heldur skuldahlutfallið áfram að hækka en langtímaskuldir sem hlutfall af eigið fé var 54% í árslok 2015, fyrsta heila árið sem núverandi borgarstjóri gegndi því embætti, en er núna komið upp í 147%. Þessi hækkun langtímaskulda borgarssjóðs er að nálgast alvarleg hættumörk. Svona mætti lengi telja. Dökku skýin yfir rekstri Reykjavíkurborgar ættu að vera öllum sýnileg. Meirihlutinn verður að hætta að kenna öðrum um fjármálaóstjórn borgarinnar Það þarf að láta hendur standa fram úr ermum í rekstri höfuðborgar Íslands. Ágætis byrjun væri að meirihluti borgarstjórnar hætti orðræðu sem byggir á ekki ég, ekki ég – það er allt öðrum um að kenna hversu slæm fjárhagsstaða borgarinnar sé. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Helgi Áss Grétarsson Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt sinn var lítil gul hæna. Hún vann hörðum höndum að því að baka brauð. Í hverju skrefi sem hún tók til að klára baksturinn spurði hún vini sína, hin dýrin, hvort þau vildu leggja hönd á plóg. Öll svöruðu þau, ekki ég. Framhald dæmisögunnar um litlu gulu hænuna er flestum kunn en lexían af henni er að það þarf að hafa fyrir hlutunum í lífinu. Það þarf að skapa verðmæti til að geta eytt. Tilætlunarsemi er hins vegar slæm. Hver er sinnar gæfu smiður. Orðið ábyrgð Orðið ábyrgð er mikið notað í landsmálapólitíkinni þessa dagana. Sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Í borgarmálunum virðist mér oft sem að ábyrgð sé ansi sveigjanlegt hugtak. Þannig hef ég ansi oft gapað af undrun við að hlusta á ræður borgarstjóra og annarra fulltrúa Samfylkingarinnar um fjármálastjórn Reykjavíkurborgar. Til einföldunar byggir sú orðræða á að staða fjármála borgarinnar sé öðrum um að kenna og að í samanburði við hina og þessa standi borgin ekki illa. Með öðrum orðum, ekki ég, ekki ég. Ábyrgðarleysið í þessum efnum er með nokkrum ólíkindum og það ætti að vera augljóst þeim sem þekkja til fjármála sveitarfélaga. Bærilega metnaðargjarnir fjölmiðlar, svo sem eins og ríkismiðillinn, ætti að hafa burði til að greina hver sé raunveruleg fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar og koma þeim upplýsingum á framfæri. Í stað slíkrar upplýstrar umræðu um málefnið komast stjórnendur borgarinnar hvað eftir annað upp með að þyrla ryki í augu almennings, t.d. er ruglanda umræðunnar viðhaldið með því að blanda saman tölum um A-hluta Reykjavíkurborgar (starfsemi sem að mestu er fjármögnuð með skatttekjum) og svokallaðra B-hluta fyrirtækja borgarinnar. Nýjasta rekstraruppgjör Reykjavíkurborgar Samkvæmt nýbirtu rekstraruppgjöri fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins var hallarekstur borgarsjóðs (A-hluti) tæpir fjórir milljarðar króna. Fjármagnsgjöld þessa fyrstu þrjá mánuði ársins námu um 23 milljónum króna á hverja þúsund íbúa (voru samtals yfir 3,2 milljarðar króna). Veltufé frá rekstri var neikvætt á þessu tímabili, sem telst afar óheppilegt fyrir rekstur sveitarfélags. Þess fyrir utan heldur skuldahlutfallið áfram að hækka en langtímaskuldir sem hlutfall af eigið fé var 54% í árslok 2015, fyrsta heila árið sem núverandi borgarstjóri gegndi því embætti, en er núna komið upp í 147%. Þessi hækkun langtímaskulda borgarssjóðs er að nálgast alvarleg hættumörk. Svona mætti lengi telja. Dökku skýin yfir rekstri Reykjavíkurborgar ættu að vera öllum sýnileg. Meirihlutinn verður að hætta að kenna öðrum um fjármálaóstjórn borgarinnar Það þarf að láta hendur standa fram úr ermum í rekstri höfuðborgar Íslands. Ágætis byrjun væri að meirihluti borgarstjórnar hætti orðræðu sem byggir á ekki ég, ekki ég – það er allt öðrum um að kenna hversu slæm fjárhagsstaða borgarinnar sé. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun