Hótaði að senda foreldrunum nektarmyndband Ólafur Björn Sverrisson skrifar 29. júní 2023 13:24 Landsréttur kvað upp úrskurð sinn í dag. vísir/vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um nálgunarbann á hendur manni sem sakaður er um að hafa ítrekað brotið gegn konu kynferðislega og haft uppi hótanir um að dreifa kynferðislegu myndefni af henni. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms, sem féll 20. júní, að konan hafi lýst því í skýrslutöku hjá lögreglu í janúar síðastliðnum að maðurinn hefði brotið ítrekað á henni kynferðislega, meðal annars með dreifingu myndbands sem sýndi hana nakta. Lýsti hún stöðugu áreiti, ærumeiðingum,og hótunum af hálfu mannsins. Maðurinn hafi meðal annars hótað að dreifa frekari myndböndum af henni af kynferðislegum toga til foreldra hennar. Eftir að hún útilokaði hann á samfélagsmiðlum hafi hann haldið áreitinu áfram með því að fá þriðju aðila til að koma skilaboðum á framfæri til hennar. Gögn og skýrslutaka mannsins, þar sem hann viðurkennir að nokkru meintar sakir, taldi lögreglustjóri staðfesta rökstuddan grun um brot hans. Í fyrra máli gegn manninum var ekki fallist á nálgunarbann og talið sennilegt að friðhelgi konunnar yrði vernduð með vægari hætti. Við þá ákvörðun var byggt á framburði mannsins þar sem hann sagðist engan áhuga hafa á áframhaldandi samskiptum við konuna og sagðist sjálfur vilja að konan sætti nálgunarbanni gagnvart honum. Þrátt fyrir það lét hann ekki af áreitinu og ógnunum við konuna. Í janúar á þessu ári var fallist á nálgunarbann gegn manninum og krafist framlengingar á banninu nú. Í úrskurði Lansdréttar er talið fullljóst að friðhelgi hennar yrði ekki vernduðu með vægari hætti en nálgunarbanni. Lögreglustjórinn á Suðurlandi krafðist þess að maðurinn sætti nálgunarbanni í 12 mánuði. Með úrskurði sínum í vikunni var ákvörðun lögreglustjóra staðfest en tímalengd þess var stytt í sex mánuði fyrir Landsrétti, sem þótti hæfilegt „eftir atvikum,“ eins og það er orðað. Dómsmál Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Fleiri fréttir Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Fram kemur í úrskurði héraðsdóms, sem féll 20. júní, að konan hafi lýst því í skýrslutöku hjá lögreglu í janúar síðastliðnum að maðurinn hefði brotið ítrekað á henni kynferðislega, meðal annars með dreifingu myndbands sem sýndi hana nakta. Lýsti hún stöðugu áreiti, ærumeiðingum,og hótunum af hálfu mannsins. Maðurinn hafi meðal annars hótað að dreifa frekari myndböndum af henni af kynferðislegum toga til foreldra hennar. Eftir að hún útilokaði hann á samfélagsmiðlum hafi hann haldið áreitinu áfram með því að fá þriðju aðila til að koma skilaboðum á framfæri til hennar. Gögn og skýrslutaka mannsins, þar sem hann viðurkennir að nokkru meintar sakir, taldi lögreglustjóri staðfesta rökstuddan grun um brot hans. Í fyrra máli gegn manninum var ekki fallist á nálgunarbann og talið sennilegt að friðhelgi konunnar yrði vernduð með vægari hætti. Við þá ákvörðun var byggt á framburði mannsins þar sem hann sagðist engan áhuga hafa á áframhaldandi samskiptum við konuna og sagðist sjálfur vilja að konan sætti nálgunarbanni gagnvart honum. Þrátt fyrir það lét hann ekki af áreitinu og ógnunum við konuna. Í janúar á þessu ári var fallist á nálgunarbann gegn manninum og krafist framlengingar á banninu nú. Í úrskurði Lansdréttar er talið fullljóst að friðhelgi hennar yrði ekki vernduðu með vægari hætti en nálgunarbanni. Lögreglustjórinn á Suðurlandi krafðist þess að maðurinn sætti nálgunarbanni í 12 mánuði. Með úrskurði sínum í vikunni var ákvörðun lögreglustjóra staðfest en tímalengd þess var stytt í sex mánuði fyrir Landsrétti, sem þótti hæfilegt „eftir atvikum,“ eins og það er orðað.
Dómsmál Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Fleiri fréttir Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira