Hagar högnuðust um tæplega 700 milljónir Árni Sæberg skrifar 28. júní 2023 19:29 Finnur Oddsson er forstjóri Haga. Vísir/Vilhelm Hagnaður Haga á fyrsta fjórðingi ársins var 653 milljónir króna, tæplega þrjú hundruð milljónum króna minni en á síðasta ári. Forstjórinn segir starfsemi félagsins heilt yfir hafa gengið vel. Árshlutareikningur Haga hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2023/24 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 28. júní 2023. Reikningurinn er fyrir tímabilið 1. mars til 31. maí 2023. Árshlutareikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess. Í reikningnum segir að vörusala á fjórðungnum hafi numið 41,49 milljörðum króna, sem er 8,6 prósent vöxtur milli ára. Hagnaður hafi verið 653 milljónir króna en hann var 926 milljónir í fyrra. Eigið fé hafi numið 27,75 milljörðum króna í lok tímabils og eiginfjárhlutfall 37,4 prósent. Rekstrarumhverfið krefjandi Í tilkynningu um reikninginn er haft eftir Finni Oddssyni, forstjóra Haga, að starfsemin hafi heilt yfir gengið vel. „Líkt og undanfarin misseri þá var rekstrarumhverfi smásölu krefjandi, en það hefur einkennst af miklum hækkunum á verði matvöru og almennt hækkandi rekstrarkostnaði. Hvoru tveggja má að minnsta kosti að hluta rekja til áhrifa stríðs í Úkraínu og eftirstöðva Covid-19 faraldursins,“ er haft eftir honum. Olís ástæða lægri afkomu Afkoma samstæðunnar dregst lítillega saman á milli fjórðunga en meginástæða þess er sögð liggja í því að starfsemi Olís skilaði lægri afkomu en í fyrra. Tekjur vegna eldsneytissölu námu 12,7 milljörðum króna og drógust saman um 8 prósent, sem skýrist fyrst og fremst af því að heimsmarkaðsverð olíu lækkaði töluvert á milli ára. „Heildarsala eldsneytis í lítrum stóð svo til í stað, áfram sterk á smásölumarkaði og í sölu til stórnotenda, þrátt fyrir að heldur hafi dregið úr umsvifum útgerða vegna minni kvóta. Heildarumsvif hjá Olís voru í samræmi við áætlanir, en lækkun á heimsmarkaðsverði olíu á fjórðungnum leiddi til lægri framlegðar af sölu til stórnotenda,“ er haft eftir Finni. Verðbólgan eykur vöxt Haft er eftir Finni að mikill vöxtur hafi áfram verið í sölu verslana og vöruhúsa, en tekjur hafi aukist um átján prósent á milli fjórðunga. Þessa aukningu megi annars vegar rekja til verðbólgu, hækkandi verðs aðfanga frá heildsölum og framleiðendum, sem hefur verið viðvarandi viðfangsefni síðustu misseri. „Hins vegar er ánægjulegt að tekjuvöxtur er einnig til kominn vegna aukinna umsvifa í dag- og sérvöruhluta samstæðunnar því seldum stykkjum og heimsóknum viðskiptavina fjölgaði umtalsvert á tímabilinu. Þetta er sérstaklega áberandi í Bónus, en síðustu fjórðunga hefur þeim sem sækja í hagkvæmasta verslunarkostinn á dagvörumarkaði fjölgað umtalsvert. Að sama skapi fjölgaði viðskiptavinum Hagkaups og mikil aukning er í netverslun Eldum rétt þar sem æ fleiri viðskiptavinir sækja í þægindi, hagkvæmni og gæði heimsendra matarpakka í viku hverri. Afkoma af verslunum og vöruhúsum jókst miðað við sama fjórðung í fyrra.“ Opna fleiri verslanir fljótlega Í tilkynningu segir að á fjórðungnum hafi náðst áfangar sem hafa það að markmiði að efla þjónustu við viðskiptavini og styrkja starfsemi Haga enn frekar. Til að mynda hafi ný verslun Bónus verið opnuð í Norðlingaholti. Þá segir í fjárfestakynningu ársfjórðungsins að félagið hyggi á frekari stækkanir. Þannig flytji Bónus í Holtagörðum í annað og stærra rými innan hússins og núverandi búð verði lokað og ný verslun verði opnuð í Miðhrauni í Garðabæ. Tengd skjöl fjarfestakynning-1f-2023-24PDF5.2MBSækja skjal Hagar Verslun Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Árshlutareikningur Haga hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2023/24 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 28. júní 2023. Reikningurinn er fyrir tímabilið 1. mars til 31. maí 2023. Árshlutareikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess. Í reikningnum segir að vörusala á fjórðungnum hafi numið 41,49 milljörðum króna, sem er 8,6 prósent vöxtur milli ára. Hagnaður hafi verið 653 milljónir króna en hann var 926 milljónir í fyrra. Eigið fé hafi numið 27,75 milljörðum króna í lok tímabils og eiginfjárhlutfall 37,4 prósent. Rekstrarumhverfið krefjandi Í tilkynningu um reikninginn er haft eftir Finni Oddssyni, forstjóra Haga, að starfsemin hafi heilt yfir gengið vel. „Líkt og undanfarin misseri þá var rekstrarumhverfi smásölu krefjandi, en það hefur einkennst af miklum hækkunum á verði matvöru og almennt hækkandi rekstrarkostnaði. Hvoru tveggja má að minnsta kosti að hluta rekja til áhrifa stríðs í Úkraínu og eftirstöðva Covid-19 faraldursins,“ er haft eftir honum. Olís ástæða lægri afkomu Afkoma samstæðunnar dregst lítillega saman á milli fjórðunga en meginástæða þess er sögð liggja í því að starfsemi Olís skilaði lægri afkomu en í fyrra. Tekjur vegna eldsneytissölu námu 12,7 milljörðum króna og drógust saman um 8 prósent, sem skýrist fyrst og fremst af því að heimsmarkaðsverð olíu lækkaði töluvert á milli ára. „Heildarsala eldsneytis í lítrum stóð svo til í stað, áfram sterk á smásölumarkaði og í sölu til stórnotenda, þrátt fyrir að heldur hafi dregið úr umsvifum útgerða vegna minni kvóta. Heildarumsvif hjá Olís voru í samræmi við áætlanir, en lækkun á heimsmarkaðsverði olíu á fjórðungnum leiddi til lægri framlegðar af sölu til stórnotenda,“ er haft eftir Finni. Verðbólgan eykur vöxt Haft er eftir Finni að mikill vöxtur hafi áfram verið í sölu verslana og vöruhúsa, en tekjur hafi aukist um átján prósent á milli fjórðunga. Þessa aukningu megi annars vegar rekja til verðbólgu, hækkandi verðs aðfanga frá heildsölum og framleiðendum, sem hefur verið viðvarandi viðfangsefni síðustu misseri. „Hins vegar er ánægjulegt að tekjuvöxtur er einnig til kominn vegna aukinna umsvifa í dag- og sérvöruhluta samstæðunnar því seldum stykkjum og heimsóknum viðskiptavina fjölgaði umtalsvert á tímabilinu. Þetta er sérstaklega áberandi í Bónus, en síðustu fjórðunga hefur þeim sem sækja í hagkvæmasta verslunarkostinn á dagvörumarkaði fjölgað umtalsvert. Að sama skapi fjölgaði viðskiptavinum Hagkaups og mikil aukning er í netverslun Eldum rétt þar sem æ fleiri viðskiptavinir sækja í þægindi, hagkvæmni og gæði heimsendra matarpakka í viku hverri. Afkoma af verslunum og vöruhúsum jókst miðað við sama fjórðung í fyrra.“ Opna fleiri verslanir fljótlega Í tilkynningu segir að á fjórðungnum hafi náðst áfangar sem hafa það að markmiði að efla þjónustu við viðskiptavini og styrkja starfsemi Haga enn frekar. Til að mynda hafi ný verslun Bónus verið opnuð í Norðlingaholti. Þá segir í fjárfestakynningu ársfjórðungsins að félagið hyggi á frekari stækkanir. Þannig flytji Bónus í Holtagörðum í annað og stærra rými innan hússins og núverandi búð verði lokað og ný verslun verði opnuð í Miðhrauni í Garðabæ. Tengd skjöl fjarfestakynning-1f-2023-24PDF5.2MBSækja skjal
Hagar Verslun Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira