Innlent

Niðurstöður úr krufningu ættu að liggja fyrir í dag

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Árásin átti sér stað á skemmtistaðnum Lúx í Austurstræti.
Árásin átti sér stað á skemmtistaðnum Lúx í Austurstræti. vísir/vilhelm

Bráðabirgðarniðurstöður úr krufningu manns, sem lést eftir alvarlega líkamsárás á skemmtistaðnum Lúx í Austurstræti, ættu að liggja fyrir í dag.

Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á Miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu.

Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir manninum rennur út á morgun. Hvort krafist verði áframhaldandi gæsluvarðhalds ræðst af niðurstöðum krufningar, að sögn Gríms.

Hann vill ekki ganga svo langt að tala um átök milli hins grunaða og þess látna. Það liggi aðeins fyrir að mannslátið hafi orðið vegna árásar. Engum vopnum var beitt við árásina.

Eins og greint var frá í gær átti árásin sér stað á skemmtistaðnum Lúx um klukkan fjögur á laugardagsnótt. Var maðurinn, sem var litháískur, fluttur á sjúkrahús og lést þar samdægurs.


Tengdar fréttir

Mann­dráp að­fara­nótt laugar­dags átti sér stað á Lúx

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur staðfest að alvarleg líkamsárás sem leiddi til andláts litáísks manns á laugardagsnótt átti sér stað á skemmtistaðnum Lúx í Austurstræti. Gæsluvarðhald yfir hinum grunaða rennur út á fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×