Telja hershöfðingja hafa vitað af áformum Prigozhin Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2023 11:43 Sergei Surovikin (t.v.) stýrði stríksrekstri Rússa í Úkraínu þar til í janúar. Bandaríkjastjórn telur að hann hafi vitað af uppreisn Wagner-málaliðahópsins gegn hermálayfirvöldum um helgina. Vísir/EPA Bandaríska leyniþjónustan telur að háttsettur rússneskur hershöfðingi hafi vitað af því að Jevgeníj Prigozhin, leiðtogi Wagner-málaliðahersins, ætlaði að gera uppreisn gegn hermálayfirvöld fyrir fram. Forseti Hvíta-Rússlands segist hafa komið í veg fyrir að Pútín Rússlandsforseti léti drepa Prigozhin. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum innan Bandaríkjastjórnar að Sergei Surovikin, fyrrverandi yfirmaður rússneska hersins í Úkraínu, hafi vitað af fyrirætlunum Prigozhin um helgina. Málaliðaher hans sölsaði þá undir sig höfuðstöðvar hersins í Rostov-on-Don. Rússneskir ríkisfjölmiðlar segja að málaliðarnir hafi skotið niður að minnsta kosti sex herþyrlur og flugvél þegar þeir sóttu að Moskvu. Á annan tug flughermanna hafi fallið. Bandarískir embættismenn reyni nú að átta sig á hvort að Surovikin hafi jafnvel aðstoðað við skipulagningu uppreisnarinnar. Þeir telja vísbendingar um að fleiri hershöfðingjar kunni að hafa stutt tilraun Prigozhin til þess að koma yfirmönnum varnarmálaráðuneytisins frá. Ólíklegt sé að Prigozhin hefði ráðist í aðgerðir ef hann teldi sig ekki njóta stuðnings áhrifamanna. Surovikin var skipt út sem leiðtogi innrásarhersins í janúar en er enn sagður hafa áhrif á stríðsreksturinn og njóta vinsælda á meðal hermanna. Séu heimildir Bandaríkjastjórnar réttar er það sagt benda til enn frekari innanbúðardeilna innan rússnesku ríkisstjórnarinnar. Pútín þurfi að ákveða hvernig hann bregðist við sé það rétt að Surovikin hafi vitað af því sem til stóð eða stutt uppreisnina. Dmitrí Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, segir miklar vangaveltur og slúður í kringum atburði helgarinnar. „Ég held að þetta sé dæmi um slíkt,“ sagði Peskov um frétt bandaríska blaðsins. Jevgeníj Prigozhin, eigandi Wagner-hópsins, beindi liði sínu að rússneska hernum til þess að mótmæla tilskipun um að hópurinn yrði leystur upp um mánaðamótin. Hann er nú í útlegð í Minsk.AP/fjölmiðlateymi Prigozhin Segist hafa talað Pútín af því að drepa Prigozhin Uppreisn Prigozhin lauk með'samkomulagi við Pútín sem Aleksander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, hafði milligöngu um á laugardag. Samkomulagið fól það meðal annars í sér að Prigozhin fengi að fara í útlegð til Hvíta-Rússlands. Hann lenti í höfuðborginni Minsk í gær. Lúkasjenka hreykti sér af því að hafa lægt öldurnar í ræðu sem hann hélt í gær. Fullyrti hann að Pútín hafi ætlað að „útrýma“ Prigozhin en hann hafi talað rússneska forsetann ofan af því. Reuters-fréttastofan segir að Lúkasjenka hafi notað rússneskt slanguryrði úr undirheiminum yfir að drepa fólk. Ef Pútín rasaði um ráð fram og léti drepa Prigozhin gæti það leitt til þess að málaliðar hans létu aftur til skarar skríða. Fagnaði Lúkasjenka að fá málaliða Wagner til sín þar sem þeir gætu hjálpað hvítrússneska hernum sem væri ekki eins vel þjálfaður. Ætla að fara ofan í saumana á rekstri Prigozhin Ekki er ljóst hvort að Prigozhin sé laus allra mála þó að samkomulagið við Pútín hafi falið það í sér að hvorki hann né málaliðar hans yrðu sóttir til saka fyrir uppreisnina. Í ávarpi á mánudag vísaði Pútín til ábatasamra ríkissamninga sem annað félag Prigozhin hefur um sjá rússneska hernum fyrir mat og ríkisstyrkja til Wagner. „Ég vona að að þeir hafi ekki stolið neinu við það eða ekki stolið svo miklu,“ sagði Pútín sem boðaði að yfirvöld færu ofan í saumana á samningi félags Prigozhin við ríkið. Lögreglan í Pétursborg segist hafa lagt hald á fjóra milljarða rúblna, jafnvirði meira en sex milljarða íslenskra króna, í flutningabílum fyrir utan skrifstofu Prigozhin á laugardag. Málaliðaforinginn segist hafa ætlað að nota féð til þess að greiða fjölskyldnum hermanna. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Bandaríkin Belarús Tengdar fréttir Prigozhin kominn á áfangastað Aleksander Lúkasjenka, forseti Belarús, tilkynnti fyrir skömmu að Jevgeníj Prigozhin væri kominn til landsins. Útlegð hans til landsins var hluti af samkomulagi um endalok skammvinnrar uppreisnar Wagner-málaliðahóps hans um helgina. 27. júní 2023 16:28 Fella niður rannsókn á „svikaranum“ Prigozhin og Wagner Rússneska leyniþjónustan FSB staðfesti að hún hefði bundið enda á sakamálarannsókn á Jevgeníj Prigozhin og Wagner-málaliðum hans fyrir skammvinna uppreisn þeirra um helgina þrátt fyrir að Pútín forseti hefði lýst honum sem „svikara“ í ávarpi í gær. Óljóst er hvar Prigozhin er niður kominn. 27. júní 2023 11:00 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum innan Bandaríkjastjórnar að Sergei Surovikin, fyrrverandi yfirmaður rússneska hersins í Úkraínu, hafi vitað af fyrirætlunum Prigozhin um helgina. Málaliðaher hans sölsaði þá undir sig höfuðstöðvar hersins í Rostov-on-Don. Rússneskir ríkisfjölmiðlar segja að málaliðarnir hafi skotið niður að minnsta kosti sex herþyrlur og flugvél þegar þeir sóttu að Moskvu. Á annan tug flughermanna hafi fallið. Bandarískir embættismenn reyni nú að átta sig á hvort að Surovikin hafi jafnvel aðstoðað við skipulagningu uppreisnarinnar. Þeir telja vísbendingar um að fleiri hershöfðingjar kunni að hafa stutt tilraun Prigozhin til þess að koma yfirmönnum varnarmálaráðuneytisins frá. Ólíklegt sé að Prigozhin hefði ráðist í aðgerðir ef hann teldi sig ekki njóta stuðnings áhrifamanna. Surovikin var skipt út sem leiðtogi innrásarhersins í janúar en er enn sagður hafa áhrif á stríðsreksturinn og njóta vinsælda á meðal hermanna. Séu heimildir Bandaríkjastjórnar réttar er það sagt benda til enn frekari innanbúðardeilna innan rússnesku ríkisstjórnarinnar. Pútín þurfi að ákveða hvernig hann bregðist við sé það rétt að Surovikin hafi vitað af því sem til stóð eða stutt uppreisnina. Dmitrí Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, segir miklar vangaveltur og slúður í kringum atburði helgarinnar. „Ég held að þetta sé dæmi um slíkt,“ sagði Peskov um frétt bandaríska blaðsins. Jevgeníj Prigozhin, eigandi Wagner-hópsins, beindi liði sínu að rússneska hernum til þess að mótmæla tilskipun um að hópurinn yrði leystur upp um mánaðamótin. Hann er nú í útlegð í Minsk.AP/fjölmiðlateymi Prigozhin Segist hafa talað Pútín af því að drepa Prigozhin Uppreisn Prigozhin lauk með'samkomulagi við Pútín sem Aleksander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, hafði milligöngu um á laugardag. Samkomulagið fól það meðal annars í sér að Prigozhin fengi að fara í útlegð til Hvíta-Rússlands. Hann lenti í höfuðborginni Minsk í gær. Lúkasjenka hreykti sér af því að hafa lægt öldurnar í ræðu sem hann hélt í gær. Fullyrti hann að Pútín hafi ætlað að „útrýma“ Prigozhin en hann hafi talað rússneska forsetann ofan af því. Reuters-fréttastofan segir að Lúkasjenka hafi notað rússneskt slanguryrði úr undirheiminum yfir að drepa fólk. Ef Pútín rasaði um ráð fram og léti drepa Prigozhin gæti það leitt til þess að málaliðar hans létu aftur til skarar skríða. Fagnaði Lúkasjenka að fá málaliða Wagner til sín þar sem þeir gætu hjálpað hvítrússneska hernum sem væri ekki eins vel þjálfaður. Ætla að fara ofan í saumana á rekstri Prigozhin Ekki er ljóst hvort að Prigozhin sé laus allra mála þó að samkomulagið við Pútín hafi falið það í sér að hvorki hann né málaliðar hans yrðu sóttir til saka fyrir uppreisnina. Í ávarpi á mánudag vísaði Pútín til ábatasamra ríkissamninga sem annað félag Prigozhin hefur um sjá rússneska hernum fyrir mat og ríkisstyrkja til Wagner. „Ég vona að að þeir hafi ekki stolið neinu við það eða ekki stolið svo miklu,“ sagði Pútín sem boðaði að yfirvöld færu ofan í saumana á samningi félags Prigozhin við ríkið. Lögreglan í Pétursborg segist hafa lagt hald á fjóra milljarða rúblna, jafnvirði meira en sex milljarða íslenskra króna, í flutningabílum fyrir utan skrifstofu Prigozhin á laugardag. Málaliðaforinginn segist hafa ætlað að nota féð til þess að greiða fjölskyldnum hermanna.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Bandaríkin Belarús Tengdar fréttir Prigozhin kominn á áfangastað Aleksander Lúkasjenka, forseti Belarús, tilkynnti fyrir skömmu að Jevgeníj Prigozhin væri kominn til landsins. Útlegð hans til landsins var hluti af samkomulagi um endalok skammvinnrar uppreisnar Wagner-málaliðahóps hans um helgina. 27. júní 2023 16:28 Fella niður rannsókn á „svikaranum“ Prigozhin og Wagner Rússneska leyniþjónustan FSB staðfesti að hún hefði bundið enda á sakamálarannsókn á Jevgeníj Prigozhin og Wagner-málaliðum hans fyrir skammvinna uppreisn þeirra um helgina þrátt fyrir að Pútín forseti hefði lýst honum sem „svikara“ í ávarpi í gær. Óljóst er hvar Prigozhin er niður kominn. 27. júní 2023 11:00 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Prigozhin kominn á áfangastað Aleksander Lúkasjenka, forseti Belarús, tilkynnti fyrir skömmu að Jevgeníj Prigozhin væri kominn til landsins. Útlegð hans til landsins var hluti af samkomulagi um endalok skammvinnrar uppreisnar Wagner-málaliðahóps hans um helgina. 27. júní 2023 16:28
Fella niður rannsókn á „svikaranum“ Prigozhin og Wagner Rússneska leyniþjónustan FSB staðfesti að hún hefði bundið enda á sakamálarannsókn á Jevgeníj Prigozhin og Wagner-málaliðum hans fyrir skammvinna uppreisn þeirra um helgina þrátt fyrir að Pútín forseti hefði lýst honum sem „svikara“ í ávarpi í gær. Óljóst er hvar Prigozhin er niður kominn. 27. júní 2023 11:00