Manndráp aðfaranótt laugardags átti sér stað á Lúx Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júní 2023 16:52 Líkamsárás sem leiddi til þess að litháískur maður á þrítugsaldri lést átti sér stað á skemmtistaðnum Lúx. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur staðfest að alvarleg líkamsárás sem leiddi til andláts litáísks manns á laugardagsnótt átti sér stað á skemmtistaðnum Lúx í Austurstræti. Gæsluvarðhald yfir hinum grunaða rennur út á fimmtudag. Lögreglu barst tilkynning um klukkan fjögur aðfaranótt laugardags um líkamsárás og þegar hún mætti á vettvang var maðurinn sem ráðist var á meðvitundarlaus. Hann var fluttur á sjúkrahús og lést þar samdægurs. Sá grunaði hafði flúið af vettvangi þegar lögregla mætti á svæðið en var handtekinn í nágrenninu. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald til fimmtudagsins 29. júní. Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild, sagði í samtali við Vísi að um væri að ræða óvenjulegt manndrápsmál en gat ekki gefið upp frekar að hvaða leyti. Það myndi skýrast á næstu dögum. Lúx er ekki langt frá Austurvelli en þar lenti maður í stunguárás í gærkvöldi. Árið 2017 lést einnig maður eftir stunguárás sem átti sér stað á Austurvelli.Vísir/Vilhelm Skýrslutökur klárist væntanlega á morgun Þá sagði hann lögreglu vera að vinna úr myndbandsupptökum af Lúx þar sem líkamsárásin átti sér stað. Fjöldi fólks hafi orðið vitni að árásinni og því tæki skýrslutaka langan tíma. „Það kláruðust eiginlega allar skýrslu í dag, nema út úr þeim komu upplýsingar um önnur vitni sem við þurfum að tala við . Þannig við reiknum með að klára þau vitni á morgun þannig öllum skýrslutökum ljúki þá,“ sagði Eiríkur í samtali við Vísi í dag. Hins vegar væri búið að taka skýrslu af hinum grunaða og staða hans væri enn óbreytt. Þá sagði Eiríkur jafnframt að það væri hvorki komin bráðabirgðaniðurstaða né endanleg niðurstaða úr krufningu. Lögreglumál Reykjavík Látinn eftir líkamsárás á LÚX Tengdar fréttir Lögregla skoðar upptökur af árásinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú myndbandsupptökur skemmtistaðarins þar sem maður lést eftir líkamsárás í miðborg Reykjavíkur aðfararnótt laugardags. Enn á eftir að ræða við nokkur vitni en lögregla telur ekkert benda til þess að árásina megi rekja til þjóðernis hins látna. 25. júní 2023 16:33 Maðurinn sem lést var frá Litáen Maðurinn sem lést í gær í kjölfar alvarlegrar líkamsárásar var litáískur. Ekki lítur út fyrir að vopnum hafi verið beitt en lögregla gefur lítið upp um málið annað en að það sé óvenjulegt miðað við önnur manndrápsmál sem eru til rannsóknar. Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. 25. júní 2023 10:11 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Fleiri fréttir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Sjá meira
Lögreglu barst tilkynning um klukkan fjögur aðfaranótt laugardags um líkamsárás og þegar hún mætti á vettvang var maðurinn sem ráðist var á meðvitundarlaus. Hann var fluttur á sjúkrahús og lést þar samdægurs. Sá grunaði hafði flúið af vettvangi þegar lögregla mætti á svæðið en var handtekinn í nágrenninu. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald til fimmtudagsins 29. júní. Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild, sagði í samtali við Vísi að um væri að ræða óvenjulegt manndrápsmál en gat ekki gefið upp frekar að hvaða leyti. Það myndi skýrast á næstu dögum. Lúx er ekki langt frá Austurvelli en þar lenti maður í stunguárás í gærkvöldi. Árið 2017 lést einnig maður eftir stunguárás sem átti sér stað á Austurvelli.Vísir/Vilhelm Skýrslutökur klárist væntanlega á morgun Þá sagði hann lögreglu vera að vinna úr myndbandsupptökum af Lúx þar sem líkamsárásin átti sér stað. Fjöldi fólks hafi orðið vitni að árásinni og því tæki skýrslutaka langan tíma. „Það kláruðust eiginlega allar skýrslu í dag, nema út úr þeim komu upplýsingar um önnur vitni sem við þurfum að tala við . Þannig við reiknum með að klára þau vitni á morgun þannig öllum skýrslutökum ljúki þá,“ sagði Eiríkur í samtali við Vísi í dag. Hins vegar væri búið að taka skýrslu af hinum grunaða og staða hans væri enn óbreytt. Þá sagði Eiríkur jafnframt að það væri hvorki komin bráðabirgðaniðurstaða né endanleg niðurstaða úr krufningu.
Lögreglumál Reykjavík Látinn eftir líkamsárás á LÚX Tengdar fréttir Lögregla skoðar upptökur af árásinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú myndbandsupptökur skemmtistaðarins þar sem maður lést eftir líkamsárás í miðborg Reykjavíkur aðfararnótt laugardags. Enn á eftir að ræða við nokkur vitni en lögregla telur ekkert benda til þess að árásina megi rekja til þjóðernis hins látna. 25. júní 2023 16:33 Maðurinn sem lést var frá Litáen Maðurinn sem lést í gær í kjölfar alvarlegrar líkamsárásar var litáískur. Ekki lítur út fyrir að vopnum hafi verið beitt en lögregla gefur lítið upp um málið annað en að það sé óvenjulegt miðað við önnur manndrápsmál sem eru til rannsóknar. Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. 25. júní 2023 10:11 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Fleiri fréttir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Sjá meira
Lögregla skoðar upptökur af árásinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú myndbandsupptökur skemmtistaðarins þar sem maður lést eftir líkamsárás í miðborg Reykjavíkur aðfararnótt laugardags. Enn á eftir að ræða við nokkur vitni en lögregla telur ekkert benda til þess að árásina megi rekja til þjóðernis hins látna. 25. júní 2023 16:33
Maðurinn sem lést var frá Litáen Maðurinn sem lést í gær í kjölfar alvarlegrar líkamsárásar var litáískur. Ekki lítur út fyrir að vopnum hafi verið beitt en lögregla gefur lítið upp um málið annað en að það sé óvenjulegt miðað við önnur manndrápsmál sem eru til rannsóknar. Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. 25. júní 2023 10:11