Langt síðan lögreglan hefur lagt hald á viðlíka magn af hassi Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júní 2023 14:52 Sérðagerðarsveit Landhelgisgæslunnar tók þátt í aðgerðum lögreglu í skútumálinu á varðbátnum Óðni. Hér er mynd af bátnum í Sundahöfn frá 2018. Vísir/Vilhelm Lögreglan hefur staðfest að fíkniefnin sem lagt var hald á í skútu undan Suðurnesjum á laugardag voru hass. Grímur Grímsson segir langt síðan lögreglan hefur lagt hald á slíkt magn af hassi. Tugir manns komu að umfangsmiklum aðgerðum snemma morguns á laugardag þegar lögreglan stöðvaði skútuna, handtók þrjá og lagði hald á mikið magn fíkniefna. Rúv greindi frá því í gærkvöldi að fíkniefnin sem um væri að ræða væru tugir kílóa af hassi. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, staðfesti í samtali við Vísi að um væri að ræða hass. Er það ekki heldur óvenjulegt? „Jú, það er óvenjulegt,“ sagði Grímur. „Það er mjög langt síðan við höfum verið að leggja hald á í eitthvað í líkingu við þetta magn af hassi. Það er langt síðan.“ Erum við að fara sjá aukið hass í umferð eða er þetta tilfallandi? „Við erum bara að rannsaka þetta. En maður getur velt vöngum, er þetta fyrir íslenskan markað eða einhvern annan markað. Þetta er eitthvað sem við erum að skoða og getum ekki tjáð okkur um á þessum tímapunkti,“ sagði hann. Ekki enn ljóst á hvaða ferðalagi skútan væri Ferðalag skútunnar er enn til rannsóknar og segir Grímur verið að skoða hvaðan hún kom og hvert hún var að fara. „Við erum með það til rannsóknar á hvaða ferðalagi skútan var, hvort þetta var að koma hingað, hvort þetta var að fara annað eða hvernig það var, það er til skoðunar. Á þessu stigi í svona málum er allt til skoðunar.“ Þetta var ansi fjölmenn aðgerð, þið voruð með fjölmennan hóp og landhelgisgæslan var líka viðstödd, var mikill aðdragandi að þessu? „Það er auðvitað alltaf aðdragandi að svona málum en ekki þannig að ég vilji fara út í einhver efnisatriði á þessu stigi,“ sagði Grímur. Aðspurður út í tímasetningar handtakanna sagði Grímur mennina tvo sem voru um borð í skipinu og þann sem var á landi hafa verið handtekna á svipuðum tíma. Hann gæti þó ekki farið nánar út í það hvernig handtakan fór fram á þessu stigi málsins. „Skútan var á siglingu þegar við handtókum þá og síðan var hún færð til hafnar og áfram til höfuðborgarinnar,“ sagði hann. Skýrslutökur og gagnasöfnun Skýrslutökur á mönnunum sem eru allir erlendir standa enn yfir og er verið að safna gögnum í málinu. Þá er lögreglan hérlendis í samskiptum við kollega sína erlendis vegna málsins. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 10. júlí og sagði Grímur að það lægi ekki enn fyrir hvort varðhaldið yrði framlengt. „Við sjáum bara hvernig þessi rannsókn gengur og svo tökum við ákvörðun,“ sagði hann. Er búið að taka skýrslur af mönnunum? „Það er verið að taka skýrslur og við erum að safna alls konar gögnum til að fylla upp í myndina,“ sagði Grímur. Mennirnir þrír væru allir erlendir en það væri ekki tímabært að staðfesta hvaðan þeir væru. Aðspurður hvort lögreglan væri í samskiptum við erlenda kollega sína svaraði Grímur játandi og sagði „í svona málum erum við það alltaf.“ Þau samskipti væru þegar hafin en Grímur gat þó ekki staðfest hvar hún væri. Þá sagði hann líklegt að það yrði ekki meira að frétta af málinu fyrr en nær dragi 10. júlí þegar gæsluvarðhald mannanna rennur út. Smygl Fíkniefnabrot Lögreglumál Landhelgisgæslan Skútumálið 2023 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Fleiri fréttir Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Sjá meira
Tugir manns komu að umfangsmiklum aðgerðum snemma morguns á laugardag þegar lögreglan stöðvaði skútuna, handtók þrjá og lagði hald á mikið magn fíkniefna. Rúv greindi frá því í gærkvöldi að fíkniefnin sem um væri að ræða væru tugir kílóa af hassi. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, staðfesti í samtali við Vísi að um væri að ræða hass. Er það ekki heldur óvenjulegt? „Jú, það er óvenjulegt,“ sagði Grímur. „Það er mjög langt síðan við höfum verið að leggja hald á í eitthvað í líkingu við þetta magn af hassi. Það er langt síðan.“ Erum við að fara sjá aukið hass í umferð eða er þetta tilfallandi? „Við erum bara að rannsaka þetta. En maður getur velt vöngum, er þetta fyrir íslenskan markað eða einhvern annan markað. Þetta er eitthvað sem við erum að skoða og getum ekki tjáð okkur um á þessum tímapunkti,“ sagði hann. Ekki enn ljóst á hvaða ferðalagi skútan væri Ferðalag skútunnar er enn til rannsóknar og segir Grímur verið að skoða hvaðan hún kom og hvert hún var að fara. „Við erum með það til rannsóknar á hvaða ferðalagi skútan var, hvort þetta var að koma hingað, hvort þetta var að fara annað eða hvernig það var, það er til skoðunar. Á þessu stigi í svona málum er allt til skoðunar.“ Þetta var ansi fjölmenn aðgerð, þið voruð með fjölmennan hóp og landhelgisgæslan var líka viðstödd, var mikill aðdragandi að þessu? „Það er auðvitað alltaf aðdragandi að svona málum en ekki þannig að ég vilji fara út í einhver efnisatriði á þessu stigi,“ sagði Grímur. Aðspurður út í tímasetningar handtakanna sagði Grímur mennina tvo sem voru um borð í skipinu og þann sem var á landi hafa verið handtekna á svipuðum tíma. Hann gæti þó ekki farið nánar út í það hvernig handtakan fór fram á þessu stigi málsins. „Skútan var á siglingu þegar við handtókum þá og síðan var hún færð til hafnar og áfram til höfuðborgarinnar,“ sagði hann. Skýrslutökur og gagnasöfnun Skýrslutökur á mönnunum sem eru allir erlendir standa enn yfir og er verið að safna gögnum í málinu. Þá er lögreglan hérlendis í samskiptum við kollega sína erlendis vegna málsins. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 10. júlí og sagði Grímur að það lægi ekki enn fyrir hvort varðhaldið yrði framlengt. „Við sjáum bara hvernig þessi rannsókn gengur og svo tökum við ákvörðun,“ sagði hann. Er búið að taka skýrslur af mönnunum? „Það er verið að taka skýrslur og við erum að safna alls konar gögnum til að fylla upp í myndina,“ sagði Grímur. Mennirnir þrír væru allir erlendir en það væri ekki tímabært að staðfesta hvaðan þeir væru. Aðspurður hvort lögreglan væri í samskiptum við erlenda kollega sína svaraði Grímur játandi og sagði „í svona málum erum við það alltaf.“ Þau samskipti væru þegar hafin en Grímur gat þó ekki staðfest hvar hún væri. Þá sagði hann líklegt að það yrði ekki meira að frétta af málinu fyrr en nær dragi 10. júlí þegar gæsluvarðhald mannanna rennur út.
Smygl Fíkniefnabrot Lögreglumál Landhelgisgæslan Skútumálið 2023 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Fleiri fréttir Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Sjá meira