Húrra lokað: „Reykjavík er að verða ömurlega leiðinleg borg“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. júní 2023 14:57 Skemmtistaðurinn Húrra hefur verið einn af tónleikastöðum Reykjavíkur um nokkurra ára skeið, með tveggja ára hléi þó árin 2019 til 2021. Vísir/Vilhelm Eigandi tónleikastaðarins Húrra við Tryggvagötu í Reykjavík hefur lokað staðnum, að minnsta kosti tímabundið. Hann segir leiguna of háa en viðræður standi yfir við eigendur hússins. Hann segist óttast að Reykjavík stefni hraðbyri að því að verða einsleitari borg þar sem tónleikastaðir fái ekki þrifist. „Staðurinn er lokaður eins og staðan er núna. Það eru búnar að vera þreifingar við húseigendur en staðreyndin er sú að leigan er of há og það er ekki hægt að láta þetta ganga upp eins og þetta er núna,“ segir Þorsteinn Stephensen, eigandi tónleikastaðarins Húrra, í samtali við Vísi. Auðveldara að sjá íslenska tónlistarmenn í Berlín Fjöllistadísin og fjölmiðlakonan Margrét Erla Maack vekur athygli á lokun staðarins í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Hún segir að á sama tíma og Egill Ólafsson frændi sinn væri útnefndur borgarlistarmaður Reykjavíkur fækki tónlistarstöðum stöðugt. „Tónlistin og menningin er það sem gerir okkur að borg fyrir fólk. Tónlistin laðar ferðamenn til borgarinnar. Núna er staðan sú að það eru meiri líkur á að sjá íslenska tónlistarmenn koma fram í Berlín en í Reykjavík.“ Margrét segist hafa verið svo heppin að hafa slitið djammsskónum í Tónleika-Reykjavík þegar tónleikastaðir líkt og Grandrokk, Faktorý, Gaukurinn, Gamli Gaukurinn og Sódóma hafi verið heimili slíkra viðburða í borginni. „Lifandi tónlistarflutningur er í dag orðin helsta tekjulind tónlistarmanna, þar sem plötusala hefur dregist saman. Og þetta er meeeeegahark þar sem svo fáir tónleikastaðir eru í borginni,“ skrifar Margrét sem bætir því við að hún öfundi Akureyringa af því að eiga tónleikastaðinn Græna hattinn. Kabarettlistakonan Margrét Erla Maack grætur fækkun tónleikastaða í Reykjavík. MYND/Inga Sör Vill halda Húrra gangandi Eigandi húsnæðisins að Tryggvagötu er fasteignafélagið Eik. Í svörum til Vísis vegna málsins segja forsvarsmenn félagsins að þeir séu bundnir trúnaðarskyldu gagnvart leiguaðilum. Félagið tjái sig ekki um það sem fari sín og leigendum á milli, hvort sem varði leigusamning eða annan ágreining. Þorsteinn segir þó að Eik hafi tekið vel í sjónarmið sín. Viðræðum væri þó ekki lokið og staðurinn því enn lokaður og óvíst væri hvort hann verði opnaður aftur jafnvel þótt samningar næðust. „Ég hef áhuga á að halda honum gangandi en hann þarf að standa undir sér og gerir það ekki eins og staðan er núna,“ segir Þorsteinn en staðurinn var opnaður aftur í núverandi mynd fyrir tveimur árum síðan árið 2021. Skemmtistaðurinn opnaði að nýju árið 2021 eftir að hafa lokað árið 2019.Vísir „Við höfum reynt að binda þannig um hnútana að þetta geti staðið undir sér en ástandið að undanförnu hefur gert þetta gríðarlega erfitt. Það hafa verið rosalega miklar hækkanir á öllum sviðum, hvort sem það eru vöruinnkaup, laun eða leigan, þannig að þetta hefur bara verið mjög erfitt. Við vonum hins vegar það besta, það er ekki öll von úti enn.“ Deilir áhyggjum af tónlist í Reykjavík Þorsteinn tekur undir með Margréti Erlu. Hann segist hafa verulegar áhyggjur af fækkun tónleikastaða í borginni. „Reykjavík er að verða alveg ömurlega leiðinleg borg. Það eina sem gengur upp eru túristastaðir og það hækkar leiguna hjá öllum og miðbæjarflóran er að vera mjög eiinsleit þó að stöðum hafi fjölgað.“ Tónlist Reykjavík Næturlíf Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
„Staðurinn er lokaður eins og staðan er núna. Það eru búnar að vera þreifingar við húseigendur en staðreyndin er sú að leigan er of há og það er ekki hægt að láta þetta ganga upp eins og þetta er núna,“ segir Þorsteinn Stephensen, eigandi tónleikastaðarins Húrra, í samtali við Vísi. Auðveldara að sjá íslenska tónlistarmenn í Berlín Fjöllistadísin og fjölmiðlakonan Margrét Erla Maack vekur athygli á lokun staðarins í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Hún segir að á sama tíma og Egill Ólafsson frændi sinn væri útnefndur borgarlistarmaður Reykjavíkur fækki tónlistarstöðum stöðugt. „Tónlistin og menningin er það sem gerir okkur að borg fyrir fólk. Tónlistin laðar ferðamenn til borgarinnar. Núna er staðan sú að það eru meiri líkur á að sjá íslenska tónlistarmenn koma fram í Berlín en í Reykjavík.“ Margrét segist hafa verið svo heppin að hafa slitið djammsskónum í Tónleika-Reykjavík þegar tónleikastaðir líkt og Grandrokk, Faktorý, Gaukurinn, Gamli Gaukurinn og Sódóma hafi verið heimili slíkra viðburða í borginni. „Lifandi tónlistarflutningur er í dag orðin helsta tekjulind tónlistarmanna, þar sem plötusala hefur dregist saman. Og þetta er meeeeegahark þar sem svo fáir tónleikastaðir eru í borginni,“ skrifar Margrét sem bætir því við að hún öfundi Akureyringa af því að eiga tónleikastaðinn Græna hattinn. Kabarettlistakonan Margrét Erla Maack grætur fækkun tónleikastaða í Reykjavík. MYND/Inga Sör Vill halda Húrra gangandi Eigandi húsnæðisins að Tryggvagötu er fasteignafélagið Eik. Í svörum til Vísis vegna málsins segja forsvarsmenn félagsins að þeir séu bundnir trúnaðarskyldu gagnvart leiguaðilum. Félagið tjái sig ekki um það sem fari sín og leigendum á milli, hvort sem varði leigusamning eða annan ágreining. Þorsteinn segir þó að Eik hafi tekið vel í sjónarmið sín. Viðræðum væri þó ekki lokið og staðurinn því enn lokaður og óvíst væri hvort hann verði opnaður aftur jafnvel þótt samningar næðust. „Ég hef áhuga á að halda honum gangandi en hann þarf að standa undir sér og gerir það ekki eins og staðan er núna,“ segir Þorsteinn en staðurinn var opnaður aftur í núverandi mynd fyrir tveimur árum síðan árið 2021. Skemmtistaðurinn opnaði að nýju árið 2021 eftir að hafa lokað árið 2019.Vísir „Við höfum reynt að binda þannig um hnútana að þetta geti staðið undir sér en ástandið að undanförnu hefur gert þetta gríðarlega erfitt. Það hafa verið rosalega miklar hækkanir á öllum sviðum, hvort sem það eru vöruinnkaup, laun eða leigan, þannig að þetta hefur bara verið mjög erfitt. Við vonum hins vegar það besta, það er ekki öll von úti enn.“ Deilir áhyggjum af tónlist í Reykjavík Þorsteinn tekur undir með Margréti Erlu. Hann segist hafa verulegar áhyggjur af fækkun tónleikastaða í borginni. „Reykjavík er að verða alveg ömurlega leiðinleg borg. Það eina sem gengur upp eru túristastaðir og það hækkar leiguna hjá öllum og miðbæjarflóran er að vera mjög eiinsleit þó að stöðum hafi fjölgað.“
Tónlist Reykjavík Næturlíf Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira