Kval(ið)kjöt Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 27. júní 2023 07:32 Eitt stærsta fréttamálið undanfarna daga hefur verið sú ákvörðun matvælaráðherra að fresta hvalveiðivertíð Hvals h/f fram í lok ágúst á þessu ári. Sú ákvörðun hefur verið bæði harðlega gagnrýnd en henni hefur einnig verið fagnað. Hvalveiðar hafa verið stundaðar í nokkur hundruð ár í kringum Ísland, af fjölmörgum Evrópuþjóðum og öðrum en okkur, t.d. Hollendingum, Spánverjum (Baskar) og Norðmönnum. Í hvölum var að finna lýsi og aðrar verðmætar afurðir. Lýsi var meðal annars notað í matvöru, sprengiefni, sápur og ilmefni. En svo kom rafmagn, jarðhiti og vatnsaflsvirkjanir, Ísland færðist inn í nútímann, sem og aðrar þjóðir, neysluvenjur breyttust, og hvalveiðar annarra þjóða hér við land hættu smám saman, eða um árið 1915 á síðustu öld. Nema hjá Hval h/f, en fyrirtækið var stofnað árið 1949 og hóf aftur hvalveiðar. Helsti eigandi þess nú er Kristján Loftsson, sem er sex árum eldri en fyrirtækið. Ýmislegt bendir til þess að hann hafi í gegnum tíðina haft sterk pólitísk ítök hér á landi, sérstaklega innan Sjálfstæðisflokksins. Áratugina eftir stofnun Hvals h/f voru miklar veiðar í gangi á sumrin (hvalveiðar eru ekki heilsársstarfsemi) og fleiri hundruð dýr voru veidd þegar mest lét. Miklir tekjumöguleikar fylgdu hvalveiðunum. Hvalveiðar voru bannaðar árið 1989, en ,,vísindaveiðar“ hófust árið 2003 og þremur árum síðar voru veiðar leyfðar aftur hér á landi í atvinnuskyni. En það var einmitt Einar K.Guðfinnson, þáverandi sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem skrifaði árið 2006 undir reglugerð sem leyfði hvalveiðar aftur í atvinnuskyni. Borða Íslendingar mikið af hvalkjöti? Samkvæmt könnun sem Gallup gerði árið 2016 sagðist aðeins 1,5% aðspurðra kaupa hvalkjöt sex sinnum eða oftar á ári. Ekki sést mikið af hvalkjöti í kjötborðum stórmarkaða á Íslandi. Neyslumynstur landans er allt annað nú en fyrir segjum, hálfri öld síðan. Neyslan í Japan hverfandi Okkur er sagt að það sé markaður fyrir hvalkjöt í Japan og af fréttum má skilja að Hvalur h/f sem Kristján Loftsson á, flytji allt sitt kjöt þangað. En hversu mikil er neyslan þar? Samkvæmt frétt á CNN, sem byggði á opinberum gögnum nam neysla á hvalkjöti í Japan árið 2021 alls 1000 tonnum. Á sama tíma var neysla á kjúklingi rúmlega tvær milljónir tonna og nautakjöti um 1.3 milljónir tonna. Neysla á hvalkjöti náði hámarki í Japan árið 1962, alls um 230.000 tonn, en neyslan á því tengdist á sínum tíma aukinni þörf fyrir prótein eftir seinni heimsstyrjöld, sem Japan fór mjög illa út úr. Það má því álykta að hvalkjötsneysla sé einungis brotabrot af fæðuinntöku Japana. En samkvæmt opinberum upplýsingum flutti Hvalur h/f út um 2500 tonn af hvalkjöti til Japan í fyrra, eða því næstum þrisvar sinnum ársneyslu ársins 2021, samkvæmt þessu. Í fréttum RÚV þann 24.júní síðastliðinn var rætt við japanskan háskólaprófessor á hvalaráðstefnu á Húsavík (Hvalasafninu), sem sagði vera skort á hvalkjöti til framleiðenda í Japan og að ,,vandamál“ myndu skapast á mörkuðum í Japan ef Ísland flytti ekki út hvalkjöt til landsins. Hverju á maður eiginlega að trúa? Er s.s. búið að borða allt hvalkjötið sem flutt var héðan í fyrra? Hefur hvalkjötsneysla Japana tekið skyndilegan kipp? Þetta er rannsóknarefni fyrir íslenska fjölmiðla. Umdeildar aðferðir helsta bitbein Mesti hitinn í kringum ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur er í raun vegna þeirra aðferða sem notaðar eru til þess að taka hvalina af lífi. Dæmi eru um margra klukkutíma dauðastríð og eltingaleik við risaskepnu með skutul í skrokknum. Þá eru einnig dæmi um dýr sem slapp með skutul í sér og hefur ekki sést síðan. Það dýr átti væntanlega ekki sjö dagana sæla eftir það og hefur sennilega dáið hægum og kvalafullum dauðdaga. Þessir hlutir komu í ljós við opinbert eftirlit með veiðunum. Er það þetta sem við viljum? Viljum við bera ,,kvalið kjöt“ kjöt á borð fyrir aðrar þjóðir og selja það fullu verði? Er hægt að vera stoltur af slíkum útflutningi? Maður spyr sig. Fyrr á þessu ári fékk íslenskt lambakjöt sérstaka upprunavottun Evrópusambandsins, en slíka viðurkenningu fær aðeins kjöt sem er hágæða, alið og upprunnið hér á landi. Eykur þetta virði kjötsins og er allsherjar gæðastimpill. Flott fyrir íslenska bændur. Gæti íslenskt hvalkjöt fengið slíka vottun? Nei, það verður að segjast eins og er að það er afar fjarlægur möguleiki, hann er eiginlega úti á hafsauga. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Sjá meira
Eitt stærsta fréttamálið undanfarna daga hefur verið sú ákvörðun matvælaráðherra að fresta hvalveiðivertíð Hvals h/f fram í lok ágúst á þessu ári. Sú ákvörðun hefur verið bæði harðlega gagnrýnd en henni hefur einnig verið fagnað. Hvalveiðar hafa verið stundaðar í nokkur hundruð ár í kringum Ísland, af fjölmörgum Evrópuþjóðum og öðrum en okkur, t.d. Hollendingum, Spánverjum (Baskar) og Norðmönnum. Í hvölum var að finna lýsi og aðrar verðmætar afurðir. Lýsi var meðal annars notað í matvöru, sprengiefni, sápur og ilmefni. En svo kom rafmagn, jarðhiti og vatnsaflsvirkjanir, Ísland færðist inn í nútímann, sem og aðrar þjóðir, neysluvenjur breyttust, og hvalveiðar annarra þjóða hér við land hættu smám saman, eða um árið 1915 á síðustu öld. Nema hjá Hval h/f, en fyrirtækið var stofnað árið 1949 og hóf aftur hvalveiðar. Helsti eigandi þess nú er Kristján Loftsson, sem er sex árum eldri en fyrirtækið. Ýmislegt bendir til þess að hann hafi í gegnum tíðina haft sterk pólitísk ítök hér á landi, sérstaklega innan Sjálfstæðisflokksins. Áratugina eftir stofnun Hvals h/f voru miklar veiðar í gangi á sumrin (hvalveiðar eru ekki heilsársstarfsemi) og fleiri hundruð dýr voru veidd þegar mest lét. Miklir tekjumöguleikar fylgdu hvalveiðunum. Hvalveiðar voru bannaðar árið 1989, en ,,vísindaveiðar“ hófust árið 2003 og þremur árum síðar voru veiðar leyfðar aftur hér á landi í atvinnuskyni. En það var einmitt Einar K.Guðfinnson, þáverandi sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem skrifaði árið 2006 undir reglugerð sem leyfði hvalveiðar aftur í atvinnuskyni. Borða Íslendingar mikið af hvalkjöti? Samkvæmt könnun sem Gallup gerði árið 2016 sagðist aðeins 1,5% aðspurðra kaupa hvalkjöt sex sinnum eða oftar á ári. Ekki sést mikið af hvalkjöti í kjötborðum stórmarkaða á Íslandi. Neyslumynstur landans er allt annað nú en fyrir segjum, hálfri öld síðan. Neyslan í Japan hverfandi Okkur er sagt að það sé markaður fyrir hvalkjöt í Japan og af fréttum má skilja að Hvalur h/f sem Kristján Loftsson á, flytji allt sitt kjöt þangað. En hversu mikil er neyslan þar? Samkvæmt frétt á CNN, sem byggði á opinberum gögnum nam neysla á hvalkjöti í Japan árið 2021 alls 1000 tonnum. Á sama tíma var neysla á kjúklingi rúmlega tvær milljónir tonna og nautakjöti um 1.3 milljónir tonna. Neysla á hvalkjöti náði hámarki í Japan árið 1962, alls um 230.000 tonn, en neyslan á því tengdist á sínum tíma aukinni þörf fyrir prótein eftir seinni heimsstyrjöld, sem Japan fór mjög illa út úr. Það má því álykta að hvalkjötsneysla sé einungis brotabrot af fæðuinntöku Japana. En samkvæmt opinberum upplýsingum flutti Hvalur h/f út um 2500 tonn af hvalkjöti til Japan í fyrra, eða því næstum þrisvar sinnum ársneyslu ársins 2021, samkvæmt þessu. Í fréttum RÚV þann 24.júní síðastliðinn var rætt við japanskan háskólaprófessor á hvalaráðstefnu á Húsavík (Hvalasafninu), sem sagði vera skort á hvalkjöti til framleiðenda í Japan og að ,,vandamál“ myndu skapast á mörkuðum í Japan ef Ísland flytti ekki út hvalkjöt til landsins. Hverju á maður eiginlega að trúa? Er s.s. búið að borða allt hvalkjötið sem flutt var héðan í fyrra? Hefur hvalkjötsneysla Japana tekið skyndilegan kipp? Þetta er rannsóknarefni fyrir íslenska fjölmiðla. Umdeildar aðferðir helsta bitbein Mesti hitinn í kringum ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur er í raun vegna þeirra aðferða sem notaðar eru til þess að taka hvalina af lífi. Dæmi eru um margra klukkutíma dauðastríð og eltingaleik við risaskepnu með skutul í skrokknum. Þá eru einnig dæmi um dýr sem slapp með skutul í sér og hefur ekki sést síðan. Það dýr átti væntanlega ekki sjö dagana sæla eftir það og hefur sennilega dáið hægum og kvalafullum dauðdaga. Þessir hlutir komu í ljós við opinbert eftirlit með veiðunum. Er það þetta sem við viljum? Viljum við bera ,,kvalið kjöt“ kjöt á borð fyrir aðrar þjóðir og selja það fullu verði? Er hægt að vera stoltur af slíkum útflutningi? Maður spyr sig. Fyrr á þessu ári fékk íslenskt lambakjöt sérstaka upprunavottun Evrópusambandsins, en slíka viðurkenningu fær aðeins kjöt sem er hágæða, alið og upprunnið hér á landi. Eykur þetta virði kjötsins og er allsherjar gæðastimpill. Flott fyrir íslenska bændur. Gæti íslenskt hvalkjöt fengið slíka vottun? Nei, það verður að segjast eins og er að það er afar fjarlægur möguleiki, hann er eiginlega úti á hafsauga. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun