Innlent

Fjórir hand­teknir vegna stungu­á­rásarinnar í gær­kvöldi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Viðbragðsaðilar voru fljótir á staðinn.
Viðbragðsaðilar voru fljótir á staðinn. Vísir/Vilhelm

Fjórir voru handteknir af lögreglu á tólfta tímanum í gærkvöldi eftir að karlmaður var særður stungusári í miðbæ Reykjavíkur.

Eins og Vísir greindi frá í gærkvöldi hljóp hinn særði inn á mathöllina í Pósthússtræti þar sem hann fékk fyrstu hjálp áður en lögregla og sjúkralið komu á staðinn. 

Rekstrarstjóri staðarins segir í samtali við fréttastofu að maðurinn hafi verið stunginn á Austurvelli og að viðbragðsaðilar hafi verið snöggir á staðinn. Frá Austurvelli hafi hann hlaupið yfir í mathöllina. 

Maðurinn var nokkuð blóðugur en allan tímann með meðvitund og gekk sjálfur út í sjúkrabílinn. 

Í tilkynningu frá lögreglu um atburði gærkvöldsins og næturinnar segir síðan að fjórir hafi verið handteknir vegna málsins. Þremur hafi síðan verið sleppt þegar líða tók á nóttina en einn virðist enn í haldi.

Ekki er greint frá ástandi mannsins sem fyrir árásinni varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×