Fótbolti

Neil Warnock stal senunni á Glastonbury

Siggeir Ævarsson skrifar
Neil Warnock, alltaf léttur
Neil Warnock, alltaf léttur George Wood/Getty Images

Neil Warnock, hinn 74 ára knattspyrnustjóri Huddersfield, stal senunni á tónlistarhátíðinni Glastonbury um helgina. Hann var að vísu ekki á meðal gesta en íhugar nú að mæta að ári.

Knattspyrnuáhugamenn sem og leikmenn, núverandi og fyrrverandi, voru áberandi meðal gesta á hátíðinni líkt og oft áður. Fjölmargir gestir mættu í treyjum til að sýna hvaða lið þeir styðja og rapparinn Aitch steig á svið í keppnistreyju Manchester United fyrir komandi tímabil, sem hefur þó ekki verið formlega kynnt.

Liverpool goðsögnin Jamie Carragher var á meðal gesta og tók lagið meðan hann fékk sér einn.

Neil Warnock var ekki á meðal gesta en átti greinilega marga aðdáendur á svæðinu sem veifuðu fjölmörgum fánum með andliti hans á, og það fór ekki framhjá Warnock, sem var hæstánægður með framtakið og íhugar nú að kaupa sér miða á hátíðina að ári.


Tengdar fréttir

Getur ekki hætt og mun þjálfa þangað til hann verður 75 ára

Gamla brýnið Neil Warnock hefur ákveðið að feta í fótspor Roy Hodgson og þjálfa fótbolta þangað til hann verður 75 ára gamall. Huddersfield Town staðfesti í dag að Warnock myndi stýra liðinu á næstu leiktíð eftir að hafa bjargað þeim frá falli á nýafstaðinni leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×