Smáar og óumhverfisvænar Ari Trausti Guðmundsson skrifar 27. júní 2023 07:01 Oft má undrast vilja margra til að fleygja frá sér umbúðum af skyndimat og sælgæti, ásamt drykkjarumbúðum. Víðast hvar er meira af þessum efnishlutum í miðhverfum bæja en íbúðarhverfum utar í þéttbýli. Þar má frekar líta á götur græn svæði og bílastæði sem verndað nærumhverfi en sameiginleg rými miðbæja og borgarinnar. Söfnun hráefnis og venjulegt hreinlæti hentar ekki öllum, því miður. Tilefni þessara lína eru tölur frá Heilbrigðisstofnun SÞ. Sígarettufilterar (síur) eru þeir handhægu hlutir sem mestu er fleygt af í veröldinni (í tölum talið). Matið hljóðar upp á 4.500 milljarða sía sem bætast við umhverfið til lands og sjávar – já, á einu ári! Síurnar eyðast hægt með lífrænum hætti í náttúrunni og valda skaðlegri efnamengun á meðan því fer fram, einmitt vegna tóbaksbrunaefna í notuðum síum. Hver sía er með a.m.k. 10.000 til 15.000 örþráðum úr lífrænu efni sem nefnist trénisasetat (cellulose-acetate á ensku). Örverur og útfjólublátt ljós þarf til að þær brotni niður. Það gerist varla nema á yfirborði jaðar. Öragnamengun af þeim bætist svo við efnamengunina. Bæði kemísk efni úr síunum og öragnirnar berast í lífverur í flestum vistkerfum, þar með talið menn. Tilraunir sýna m.a. að smáfiskar þola ekki vatn þar sem magn sía nemur einu eintaki í hverjum lítra af vatni. Allt að helmingur fiskanna drepst við þær tilraunaaðstæður (frekari upplýsingar um sígarettusíur og umhverfið sjá t.d. https://www.eurekalert.org/news-releases/988032). Hér á landi má giska á hvert kæruleysi margra ára hlýtur að hafa leitt okkur. Á götum í þéttbýli, torgum, bílastæðum, utan ótal verslana eða veitingahúsa og sums staðar á alfaravegi liggja síur eða smápokar utan af munntóbaki. Til viðbótar verður að ætla að ótal síur lendi í lífrænum úrgangi sem ýmist er grafinn, brenndur eða reynt er að moltugera. Hvað sem lesendur telja best til viðbragða blasir við að þessi tegund úrgangs er slæm og verður að hverfa sem mest úr umhverfinu í rúmlega 200 ríkjum veraldar. Í raun verður að flokka síurnar sem hættulegan úrgang og meðhöndla þær sem slíkar – hvaða lausnir sem mannkynið þarf í reynd að tileinka sér í þeim efnum og þar með við landsmenn. Höfundur er náttúruvísindamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Umhverfismál Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Sjá meira
Oft má undrast vilja margra til að fleygja frá sér umbúðum af skyndimat og sælgæti, ásamt drykkjarumbúðum. Víðast hvar er meira af þessum efnishlutum í miðhverfum bæja en íbúðarhverfum utar í þéttbýli. Þar má frekar líta á götur græn svæði og bílastæði sem verndað nærumhverfi en sameiginleg rými miðbæja og borgarinnar. Söfnun hráefnis og venjulegt hreinlæti hentar ekki öllum, því miður. Tilefni þessara lína eru tölur frá Heilbrigðisstofnun SÞ. Sígarettufilterar (síur) eru þeir handhægu hlutir sem mestu er fleygt af í veröldinni (í tölum talið). Matið hljóðar upp á 4.500 milljarða sía sem bætast við umhverfið til lands og sjávar – já, á einu ári! Síurnar eyðast hægt með lífrænum hætti í náttúrunni og valda skaðlegri efnamengun á meðan því fer fram, einmitt vegna tóbaksbrunaefna í notuðum síum. Hver sía er með a.m.k. 10.000 til 15.000 örþráðum úr lífrænu efni sem nefnist trénisasetat (cellulose-acetate á ensku). Örverur og útfjólublátt ljós þarf til að þær brotni niður. Það gerist varla nema á yfirborði jaðar. Öragnamengun af þeim bætist svo við efnamengunina. Bæði kemísk efni úr síunum og öragnirnar berast í lífverur í flestum vistkerfum, þar með talið menn. Tilraunir sýna m.a. að smáfiskar þola ekki vatn þar sem magn sía nemur einu eintaki í hverjum lítra af vatni. Allt að helmingur fiskanna drepst við þær tilraunaaðstæður (frekari upplýsingar um sígarettusíur og umhverfið sjá t.d. https://www.eurekalert.org/news-releases/988032). Hér á landi má giska á hvert kæruleysi margra ára hlýtur að hafa leitt okkur. Á götum í þéttbýli, torgum, bílastæðum, utan ótal verslana eða veitingahúsa og sums staðar á alfaravegi liggja síur eða smápokar utan af munntóbaki. Til viðbótar verður að ætla að ótal síur lendi í lífrænum úrgangi sem ýmist er grafinn, brenndur eða reynt er að moltugera. Hvað sem lesendur telja best til viðbragða blasir við að þessi tegund úrgangs er slæm og verður að hverfa sem mest úr umhverfinu í rúmlega 200 ríkjum veraldar. Í raun verður að flokka síurnar sem hættulegan úrgang og meðhöndla þær sem slíkar – hvaða lausnir sem mannkynið þarf í reynd að tileinka sér í þeim efnum og þar með við landsmenn. Höfundur er náttúruvísindamaður.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun