Allir tapa á verðbólgunni Anna Hrefna Ingimundardóttir skrifar 26. júní 2023 13:01 Eftir að verðbólga tók við sér hefur skapast umræða um orsakir hennar og hvort ekki væri hægt að halda henni í skefjum ef fyrirtæki myndu einungis sleppa því að hækka verð. Ef þau gerðu það væri jú engin verðbólga og málið væntanlega leyst, eða hvað? Mikil tekjuaukning fyrirtækja skýrist af aukinni neyslu Nýjustu gögn um rekstur fyrirtækja í hagkerfinu í heild ná aðeins til 2021 en þau segja sína sögu hvað varðar hina óvenjulegu þróun á tímabili heimsfaraldurs. Ferðalög lágu að mestu niðri á árunum 2020-2021 og samkomutakmarkanir ríktu víða í samfélaginu. Á sama tíma lækkuðu vextir skarpt, launahækkanir voru miklar og ýmis úrræði yfirvalda tryggðu afkomu heimila og fyrirtækja. Því byggðist skyndilega upp mikill sparnaður sem fann sér farveg í innlendri neyslu. Á árinu 2021 jókst einkaneysla um 7% að raunvirði, það er að segja án áhrifa verðlagsbreytinga. Íslenskar verslanir nutu tímabundið góðs af þessu ástandi. Til viðbótar við aukna veltu á dagvörumarkaði nýttu margir tækifærið til að fjárfesta í nýjum heimilisbúnaði, bifreiðum eða viðhaldi ýmiss konar. Eðli máls samkvæmt leiddi þetta óvenjulega ástand til mikillar tekjuaukningar hjá mörgum fyrirtækjum sem starfa á innanlandsmarkaði. En á meðan tekjur heildsala og smásala jukust um 14% nam verðbólga, án húsnæðisliðarins, hins vegar ekki nema 3,8%. Bætt afkoma þessara fyrirtækja skýrðist því ekki af hærra vöruverði, heldur auknum umsvifum vegna góðrar stöðu heimilanna. Fleira kom til á árinu 2021 sem vann með fyrirtækjum. Fjármagnskostnaður lækkaði verulega með lækkun stýrivaxta sem skilaði sér í bættri afkomu. Hins vegar vógu aðrir þættir á móti, svo sem hækkandi aðfanga- og launakostnaður. Staðan er gjörbreytt Þó ekki séu komin fram sambærileg gögn um rekstrarafkomu fyrirtækja fyrir 2022 má gera ráð fyrir að tekjuaukning hafi áfram verið mikil, enda mældist jafnvel enn sterkari vöxtur einkaneyslu á árinu 2022 heldur en 2021. Önnur þróun var fyrirtækjum hins vegar ekki hagfelld. Fjármagnskostnaður hefur margfaldast vegna hækkunar stýrivaxta Verðbólga hefur verið mikil í viðskiptalöndum og aðfangakostnaður því hækkað verulega Launavísitalan hefur verið í miklum hækkunartakti Allt þetta þýðir að helstu kostnaðarliðir fyrirtækja hafa verið að hækka verulega frá árinu 2022, ólíkt þróuninni sem var á árunum 2020-2021. Sjá má á uppgjörum skráðra félaga að verulegur þrýstingur hefur verið á afkomu þeirra vegna ört hækkandi kostnaðar. Til að mynda skilaði Festi, sem rekur meðal annars verslanir Elko, Krónunnar og N1, tapi á seinasta ársfjórðungi. Það er því rangt sem haldið hefur verið fram að hagnaður íslenskra fyrirtækja hafi aldrei verið meiri. Vert er að hafa í huga í þessu samhengi að stærstu eigendur skráðra félaga eru lífeyrissjóðir og ekkert fagnaðarefni þegar afkoma íslenskra fyrirtækja er ekki góð. Jafnvel þótt verulegra hækkana sé enn að gæta í aðfangaverði er launaliðurinn þrátt fyrir allt sá liður sem fyrirtæki telja nú setja mestan þrýsting til hækkunar verðlags. Þegar hefur mikil hagræðing átt sér stað, á borð við aukna sjálfvirknivæðingu, til að koma til móts við krefjandi rekstrarástand. Við núverandi kringumstæður hækkandi kostnaðar og þrýstings á afkomu fyrirtækja er erfitt að sjá annað en að frekari kostnaðarauki á borð við miklar launahækkanir muni skila sér að miklu leyti út í verðlagið, eins og greiningar Seðlabankans hafa raunar sýnt. Krefjandi aðstæður leiða til verðbólgu Eðlilega hafa margir velt vöngum yfir því hvort hagnaður fyrirtækja skýrist ekki fyrst og fremst af hærra verðlagi. Gögnin renna hins vegar ekki stoðum undir þá staðhæfingu. Þvert á móti tók verð ekki að hækka fyrr en kostnaður, þar með talið vegna mikilla launahækkana, tók að aukast verulega og setja þrýsting á afkomu. Efnahagslegar aðstæður eru þess eðlis að áframhaldandi launahækkanir í þeim takti sem verið hefur munu einfaldlega skila sér í hækkandi verðlagi og háu vaxtastigi. Aðilar vinnumarkaðar geta haft áhrif á þessa þróun með samningum sín á milli. Þar þarf að horfa fram á veginn og tryggja að kjarasamningar verði til þess að draga úr verðbólguþrýstingi, en ekki öfugt. Það væri sannanlega allra hagur. Höfundur er starfandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Hrefna Ingimundardóttir Verðlag Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Eftir að verðbólga tók við sér hefur skapast umræða um orsakir hennar og hvort ekki væri hægt að halda henni í skefjum ef fyrirtæki myndu einungis sleppa því að hækka verð. Ef þau gerðu það væri jú engin verðbólga og málið væntanlega leyst, eða hvað? Mikil tekjuaukning fyrirtækja skýrist af aukinni neyslu Nýjustu gögn um rekstur fyrirtækja í hagkerfinu í heild ná aðeins til 2021 en þau segja sína sögu hvað varðar hina óvenjulegu þróun á tímabili heimsfaraldurs. Ferðalög lágu að mestu niðri á árunum 2020-2021 og samkomutakmarkanir ríktu víða í samfélaginu. Á sama tíma lækkuðu vextir skarpt, launahækkanir voru miklar og ýmis úrræði yfirvalda tryggðu afkomu heimila og fyrirtækja. Því byggðist skyndilega upp mikill sparnaður sem fann sér farveg í innlendri neyslu. Á árinu 2021 jókst einkaneysla um 7% að raunvirði, það er að segja án áhrifa verðlagsbreytinga. Íslenskar verslanir nutu tímabundið góðs af þessu ástandi. Til viðbótar við aukna veltu á dagvörumarkaði nýttu margir tækifærið til að fjárfesta í nýjum heimilisbúnaði, bifreiðum eða viðhaldi ýmiss konar. Eðli máls samkvæmt leiddi þetta óvenjulega ástand til mikillar tekjuaukningar hjá mörgum fyrirtækjum sem starfa á innanlandsmarkaði. En á meðan tekjur heildsala og smásala jukust um 14% nam verðbólga, án húsnæðisliðarins, hins vegar ekki nema 3,8%. Bætt afkoma þessara fyrirtækja skýrðist því ekki af hærra vöruverði, heldur auknum umsvifum vegna góðrar stöðu heimilanna. Fleira kom til á árinu 2021 sem vann með fyrirtækjum. Fjármagnskostnaður lækkaði verulega með lækkun stýrivaxta sem skilaði sér í bættri afkomu. Hins vegar vógu aðrir þættir á móti, svo sem hækkandi aðfanga- og launakostnaður. Staðan er gjörbreytt Þó ekki séu komin fram sambærileg gögn um rekstrarafkomu fyrirtækja fyrir 2022 má gera ráð fyrir að tekjuaukning hafi áfram verið mikil, enda mældist jafnvel enn sterkari vöxtur einkaneyslu á árinu 2022 heldur en 2021. Önnur þróun var fyrirtækjum hins vegar ekki hagfelld. Fjármagnskostnaður hefur margfaldast vegna hækkunar stýrivaxta Verðbólga hefur verið mikil í viðskiptalöndum og aðfangakostnaður því hækkað verulega Launavísitalan hefur verið í miklum hækkunartakti Allt þetta þýðir að helstu kostnaðarliðir fyrirtækja hafa verið að hækka verulega frá árinu 2022, ólíkt þróuninni sem var á árunum 2020-2021. Sjá má á uppgjörum skráðra félaga að verulegur þrýstingur hefur verið á afkomu þeirra vegna ört hækkandi kostnaðar. Til að mynda skilaði Festi, sem rekur meðal annars verslanir Elko, Krónunnar og N1, tapi á seinasta ársfjórðungi. Það er því rangt sem haldið hefur verið fram að hagnaður íslenskra fyrirtækja hafi aldrei verið meiri. Vert er að hafa í huga í þessu samhengi að stærstu eigendur skráðra félaga eru lífeyrissjóðir og ekkert fagnaðarefni þegar afkoma íslenskra fyrirtækja er ekki góð. Jafnvel þótt verulegra hækkana sé enn að gæta í aðfangaverði er launaliðurinn þrátt fyrir allt sá liður sem fyrirtæki telja nú setja mestan þrýsting til hækkunar verðlags. Þegar hefur mikil hagræðing átt sér stað, á borð við aukna sjálfvirknivæðingu, til að koma til móts við krefjandi rekstrarástand. Við núverandi kringumstæður hækkandi kostnaðar og þrýstings á afkomu fyrirtækja er erfitt að sjá annað en að frekari kostnaðarauki á borð við miklar launahækkanir muni skila sér að miklu leyti út í verðlagið, eins og greiningar Seðlabankans hafa raunar sýnt. Krefjandi aðstæður leiða til verðbólgu Eðlilega hafa margir velt vöngum yfir því hvort hagnaður fyrirtækja skýrist ekki fyrst og fremst af hærra verðlagi. Gögnin renna hins vegar ekki stoðum undir þá staðhæfingu. Þvert á móti tók verð ekki að hækka fyrr en kostnaður, þar með talið vegna mikilla launahækkana, tók að aukast verulega og setja þrýsting á afkomu. Efnahagslegar aðstæður eru þess eðlis að áframhaldandi launahækkanir í þeim takti sem verið hefur munu einfaldlega skila sér í hækkandi verðlagi og háu vaxtastigi. Aðilar vinnumarkaðar geta haft áhrif á þessa þróun með samningum sín á milli. Þar þarf að horfa fram á veginn og tryggja að kjarasamningar verði til þess að draga úr verðbólguþrýstingi, en ekki öfugt. Það væri sannanlega allra hagur. Höfundur er starfandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar