Allir tapa á verðbólgunni Anna Hrefna Ingimundardóttir skrifar 26. júní 2023 13:01 Eftir að verðbólga tók við sér hefur skapast umræða um orsakir hennar og hvort ekki væri hægt að halda henni í skefjum ef fyrirtæki myndu einungis sleppa því að hækka verð. Ef þau gerðu það væri jú engin verðbólga og málið væntanlega leyst, eða hvað? Mikil tekjuaukning fyrirtækja skýrist af aukinni neyslu Nýjustu gögn um rekstur fyrirtækja í hagkerfinu í heild ná aðeins til 2021 en þau segja sína sögu hvað varðar hina óvenjulegu þróun á tímabili heimsfaraldurs. Ferðalög lágu að mestu niðri á árunum 2020-2021 og samkomutakmarkanir ríktu víða í samfélaginu. Á sama tíma lækkuðu vextir skarpt, launahækkanir voru miklar og ýmis úrræði yfirvalda tryggðu afkomu heimila og fyrirtækja. Því byggðist skyndilega upp mikill sparnaður sem fann sér farveg í innlendri neyslu. Á árinu 2021 jókst einkaneysla um 7% að raunvirði, það er að segja án áhrifa verðlagsbreytinga. Íslenskar verslanir nutu tímabundið góðs af þessu ástandi. Til viðbótar við aukna veltu á dagvörumarkaði nýttu margir tækifærið til að fjárfesta í nýjum heimilisbúnaði, bifreiðum eða viðhaldi ýmiss konar. Eðli máls samkvæmt leiddi þetta óvenjulega ástand til mikillar tekjuaukningar hjá mörgum fyrirtækjum sem starfa á innanlandsmarkaði. En á meðan tekjur heildsala og smásala jukust um 14% nam verðbólga, án húsnæðisliðarins, hins vegar ekki nema 3,8%. Bætt afkoma þessara fyrirtækja skýrðist því ekki af hærra vöruverði, heldur auknum umsvifum vegna góðrar stöðu heimilanna. Fleira kom til á árinu 2021 sem vann með fyrirtækjum. Fjármagnskostnaður lækkaði verulega með lækkun stýrivaxta sem skilaði sér í bættri afkomu. Hins vegar vógu aðrir þættir á móti, svo sem hækkandi aðfanga- og launakostnaður. Staðan er gjörbreytt Þó ekki séu komin fram sambærileg gögn um rekstrarafkomu fyrirtækja fyrir 2022 má gera ráð fyrir að tekjuaukning hafi áfram verið mikil, enda mældist jafnvel enn sterkari vöxtur einkaneyslu á árinu 2022 heldur en 2021. Önnur þróun var fyrirtækjum hins vegar ekki hagfelld. Fjármagnskostnaður hefur margfaldast vegna hækkunar stýrivaxta Verðbólga hefur verið mikil í viðskiptalöndum og aðfangakostnaður því hækkað verulega Launavísitalan hefur verið í miklum hækkunartakti Allt þetta þýðir að helstu kostnaðarliðir fyrirtækja hafa verið að hækka verulega frá árinu 2022, ólíkt þróuninni sem var á árunum 2020-2021. Sjá má á uppgjörum skráðra félaga að verulegur þrýstingur hefur verið á afkomu þeirra vegna ört hækkandi kostnaðar. Til að mynda skilaði Festi, sem rekur meðal annars verslanir Elko, Krónunnar og N1, tapi á seinasta ársfjórðungi. Það er því rangt sem haldið hefur verið fram að hagnaður íslenskra fyrirtækja hafi aldrei verið meiri. Vert er að hafa í huga í þessu samhengi að stærstu eigendur skráðra félaga eru lífeyrissjóðir og ekkert fagnaðarefni þegar afkoma íslenskra fyrirtækja er ekki góð. Jafnvel þótt verulegra hækkana sé enn að gæta í aðfangaverði er launaliðurinn þrátt fyrir allt sá liður sem fyrirtæki telja nú setja mestan þrýsting til hækkunar verðlags. Þegar hefur mikil hagræðing átt sér stað, á borð við aukna sjálfvirknivæðingu, til að koma til móts við krefjandi rekstrarástand. Við núverandi kringumstæður hækkandi kostnaðar og þrýstings á afkomu fyrirtækja er erfitt að sjá annað en að frekari kostnaðarauki á borð við miklar launahækkanir muni skila sér að miklu leyti út í verðlagið, eins og greiningar Seðlabankans hafa raunar sýnt. Krefjandi aðstæður leiða til verðbólgu Eðlilega hafa margir velt vöngum yfir því hvort hagnaður fyrirtækja skýrist ekki fyrst og fremst af hærra verðlagi. Gögnin renna hins vegar ekki stoðum undir þá staðhæfingu. Þvert á móti tók verð ekki að hækka fyrr en kostnaður, þar með talið vegna mikilla launahækkana, tók að aukast verulega og setja þrýsting á afkomu. Efnahagslegar aðstæður eru þess eðlis að áframhaldandi launahækkanir í þeim takti sem verið hefur munu einfaldlega skila sér í hækkandi verðlagi og háu vaxtastigi. Aðilar vinnumarkaðar geta haft áhrif á þessa þróun með samningum sín á milli. Þar þarf að horfa fram á veginn og tryggja að kjarasamningar verði til þess að draga úr verðbólguþrýstingi, en ekki öfugt. Það væri sannanlega allra hagur. Höfundur er starfandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Hrefna Ingimundardóttir Verðlag Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir að verðbólga tók við sér hefur skapast umræða um orsakir hennar og hvort ekki væri hægt að halda henni í skefjum ef fyrirtæki myndu einungis sleppa því að hækka verð. Ef þau gerðu það væri jú engin verðbólga og málið væntanlega leyst, eða hvað? Mikil tekjuaukning fyrirtækja skýrist af aukinni neyslu Nýjustu gögn um rekstur fyrirtækja í hagkerfinu í heild ná aðeins til 2021 en þau segja sína sögu hvað varðar hina óvenjulegu þróun á tímabili heimsfaraldurs. Ferðalög lágu að mestu niðri á árunum 2020-2021 og samkomutakmarkanir ríktu víða í samfélaginu. Á sama tíma lækkuðu vextir skarpt, launahækkanir voru miklar og ýmis úrræði yfirvalda tryggðu afkomu heimila og fyrirtækja. Því byggðist skyndilega upp mikill sparnaður sem fann sér farveg í innlendri neyslu. Á árinu 2021 jókst einkaneysla um 7% að raunvirði, það er að segja án áhrifa verðlagsbreytinga. Íslenskar verslanir nutu tímabundið góðs af þessu ástandi. Til viðbótar við aukna veltu á dagvörumarkaði nýttu margir tækifærið til að fjárfesta í nýjum heimilisbúnaði, bifreiðum eða viðhaldi ýmiss konar. Eðli máls samkvæmt leiddi þetta óvenjulega ástand til mikillar tekjuaukningar hjá mörgum fyrirtækjum sem starfa á innanlandsmarkaði. En á meðan tekjur heildsala og smásala jukust um 14% nam verðbólga, án húsnæðisliðarins, hins vegar ekki nema 3,8%. Bætt afkoma þessara fyrirtækja skýrðist því ekki af hærra vöruverði, heldur auknum umsvifum vegna góðrar stöðu heimilanna. Fleira kom til á árinu 2021 sem vann með fyrirtækjum. Fjármagnskostnaður lækkaði verulega með lækkun stýrivaxta sem skilaði sér í bættri afkomu. Hins vegar vógu aðrir þættir á móti, svo sem hækkandi aðfanga- og launakostnaður. Staðan er gjörbreytt Þó ekki séu komin fram sambærileg gögn um rekstrarafkomu fyrirtækja fyrir 2022 má gera ráð fyrir að tekjuaukning hafi áfram verið mikil, enda mældist jafnvel enn sterkari vöxtur einkaneyslu á árinu 2022 heldur en 2021. Önnur þróun var fyrirtækjum hins vegar ekki hagfelld. Fjármagnskostnaður hefur margfaldast vegna hækkunar stýrivaxta Verðbólga hefur verið mikil í viðskiptalöndum og aðfangakostnaður því hækkað verulega Launavísitalan hefur verið í miklum hækkunartakti Allt þetta þýðir að helstu kostnaðarliðir fyrirtækja hafa verið að hækka verulega frá árinu 2022, ólíkt þróuninni sem var á árunum 2020-2021. Sjá má á uppgjörum skráðra félaga að verulegur þrýstingur hefur verið á afkomu þeirra vegna ört hækkandi kostnaðar. Til að mynda skilaði Festi, sem rekur meðal annars verslanir Elko, Krónunnar og N1, tapi á seinasta ársfjórðungi. Það er því rangt sem haldið hefur verið fram að hagnaður íslenskra fyrirtækja hafi aldrei verið meiri. Vert er að hafa í huga í þessu samhengi að stærstu eigendur skráðra félaga eru lífeyrissjóðir og ekkert fagnaðarefni þegar afkoma íslenskra fyrirtækja er ekki góð. Jafnvel þótt verulegra hækkana sé enn að gæta í aðfangaverði er launaliðurinn þrátt fyrir allt sá liður sem fyrirtæki telja nú setja mestan þrýsting til hækkunar verðlags. Þegar hefur mikil hagræðing átt sér stað, á borð við aukna sjálfvirknivæðingu, til að koma til móts við krefjandi rekstrarástand. Við núverandi kringumstæður hækkandi kostnaðar og þrýstings á afkomu fyrirtækja er erfitt að sjá annað en að frekari kostnaðarauki á borð við miklar launahækkanir muni skila sér að miklu leyti út í verðlagið, eins og greiningar Seðlabankans hafa raunar sýnt. Krefjandi aðstæður leiða til verðbólgu Eðlilega hafa margir velt vöngum yfir því hvort hagnaður fyrirtækja skýrist ekki fyrst og fremst af hærra verðlagi. Gögnin renna hins vegar ekki stoðum undir þá staðhæfingu. Þvert á móti tók verð ekki að hækka fyrr en kostnaður, þar með talið vegna mikilla launahækkana, tók að aukast verulega og setja þrýsting á afkomu. Efnahagslegar aðstæður eru þess eðlis að áframhaldandi launahækkanir í þeim takti sem verið hefur munu einfaldlega skila sér í hækkandi verðlagi og háu vaxtastigi. Aðilar vinnumarkaðar geta haft áhrif á þessa þróun með samningum sín á milli. Þar þarf að horfa fram á veginn og tryggja að kjarasamningar verði til þess að draga úr verðbólguþrýstingi, en ekki öfugt. Það væri sannanlega allra hagur. Höfundur er starfandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun