Geta unnið sinn fimmta leik í röð í kvöld: „Þurfum að vera ofan á í baráttu og vilja“ Aron Guðmundsson skrifar 26. júní 2023 12:15 Leikmenn FH fagna marki í sumar. Vísir/Hulda Margrét Athyglisverð viðureign mun eiga sér stað á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í tíundu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld þegar spútniklið deildarinnar til þessa, nýliðar FH, taka á móti Þrótti Reykjavík. Ljóst er að sigri annað hvort liðið í kvöld, þá mun það lið lyfta sér upp í 3. sæti deildarinnar. „Stemningin hjá okkur í FH-liðinu er virkilega góð og leikur kvöldsins leggst mjög vel í okkur,“ segir Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir, fyrirliði FH í samtali við Vísi í dag. „Við erum búnar að fara vel yfir leikplanið og það hvernig við munum nálgast leikinn. Við mætum því vel fókuseraðar og tilbúnar í kvöld.“ FH hefur verið á blússandi siglingu í Bestu deild kvenna undanfarið, liðið er á fjögurra leikja sigurgöngu og getur með fimmta sigrinum í kvöld lyft sér upp í þriðja sæti deildarinnar. Hvað þarf liðið að gera til þess að svo fari?„Fyrst og fremst þurfum við bara að vera ofan á í baráttu og vilja líkt og við höfum sýnt í síðustu leikjum og fylgja leikplaninu. Ef það gengur vel þá munum við ná inn öðrum sigri.“FH er eitt af spútnikliðum tímabilsins til þessa. Liðið er nýliði í Bestu deildinni og var í flestum spám spáð fallsæti, spá sem virðist ekki ætla að raungerast núna.Hefur FH liðið verið að nýta sér þessar spár til þess að mótivera sig?„Við vorum svo sem ekkert mikið að pæla í þessum spám. Við erum að koma inn sem nýliðar og því kom það okkur ekkert á óvart að vera spáð fallsæti en frammistaða okkar á tímabilinu hingað til hefur ekkert komið okkur á óvart.Við búum yfir virkilega sterkum og breiðum leikmannahóp sem og sterkri liðsheild og vitum vel hvað í okkur býr.“Andstæðingur kvöldsins, Þróttur Reykjavík, hefur verið í smá brekku undanfarið. Liðið er án sigurs í síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni og féll á dögunum úr leik í Mjólkurbikarnum með tapi gegn Breiðabliki.Við hvernig Þróttara liði býst þú í kvöld?„Þær eru með virkilega flott lið og eru vel spilandi. Þá eru einstaklingsgæði þarna sem geta valdið miklum usla. Við þurfum bara að mæta vel tilbúnar til leiks og pressa vel á þær. Við megum ekki gefa þeim mikinn tíma á boltanum.“ Besta deild kvenna FH Þróttur Reykjavík Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira
„Stemningin hjá okkur í FH-liðinu er virkilega góð og leikur kvöldsins leggst mjög vel í okkur,“ segir Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir, fyrirliði FH í samtali við Vísi í dag. „Við erum búnar að fara vel yfir leikplanið og það hvernig við munum nálgast leikinn. Við mætum því vel fókuseraðar og tilbúnar í kvöld.“ FH hefur verið á blússandi siglingu í Bestu deild kvenna undanfarið, liðið er á fjögurra leikja sigurgöngu og getur með fimmta sigrinum í kvöld lyft sér upp í þriðja sæti deildarinnar. Hvað þarf liðið að gera til þess að svo fari?„Fyrst og fremst þurfum við bara að vera ofan á í baráttu og vilja líkt og við höfum sýnt í síðustu leikjum og fylgja leikplaninu. Ef það gengur vel þá munum við ná inn öðrum sigri.“FH er eitt af spútnikliðum tímabilsins til þessa. Liðið er nýliði í Bestu deildinni og var í flestum spám spáð fallsæti, spá sem virðist ekki ætla að raungerast núna.Hefur FH liðið verið að nýta sér þessar spár til þess að mótivera sig?„Við vorum svo sem ekkert mikið að pæla í þessum spám. Við erum að koma inn sem nýliðar og því kom það okkur ekkert á óvart að vera spáð fallsæti en frammistaða okkar á tímabilinu hingað til hefur ekkert komið okkur á óvart.Við búum yfir virkilega sterkum og breiðum leikmannahóp sem og sterkri liðsheild og vitum vel hvað í okkur býr.“Andstæðingur kvöldsins, Þróttur Reykjavík, hefur verið í smá brekku undanfarið. Liðið er án sigurs í síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni og féll á dögunum úr leik í Mjólkurbikarnum með tapi gegn Breiðabliki.Við hvernig Þróttara liði býst þú í kvöld?„Þær eru með virkilega flott lið og eru vel spilandi. Þá eru einstaklingsgæði þarna sem geta valdið miklum usla. Við þurfum bara að mæta vel tilbúnar til leiks og pressa vel á þær. Við megum ekki gefa þeim mikinn tíma á boltanum.“
Besta deild kvenna FH Þróttur Reykjavík Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira