„Leit út eins og einhver sem hefur misst tuttugu kílóa lóð á fótinn sinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2023 08:31 Katrín Tanja Davíðsdóttir er þessa dagana á fullu að undirbúa sig fyrir heimsleikana sem hefjast í lok næsta mánaðar. Instagram/@katrintanja CrossFit Castro taldi sig kannast við blikið í augum Katrínar Tönju Davíðsdóttur þegar hún sýndi það og sannaði að hún á enn erindi að keppa meðal þeirra bestu í heimi. Katrín Tanja er kominn aftur á heimsleikana og það gerði hún með miklum stæl. Katrín er tvöfaldur heimsmeistari en átti slakt ár í fyrra þar sem hún náði ekki að tryggja sig inn á heimsmeistaramótið. Eins og áður á ferlinum þá átti hún magnaða endurkomu í hóp þeirra bestu árið eftir. Dave Castro er aftur kominn með puttana í skipulagningu heimsleikanna eftir að hafa þurft að taka pokann sinn sem íþróttastjóri CrossFit samtakanna í janúar 2022. Castro fékk aftur starf hjá samtökunum fimm mánuðum síðar og hefur nú fengið stöðuhækkun þótt að hann sé enn ekki kominn í sitt gamla starf. Það breytir ekki því að Castro hefur aftur áhrif við hönnun heimsleikanna. Castro er mikill aðdáandi Katrínar Tönju og fer ekkert leynt með þá aðdáun sína. Hann var mjög ánægður að sjá sína konu tryggja sig inn á leikana. Það sem meira er þá taldi hann sig sjá merki um að gamli heimsmeistarinn væri mættur til leiks á ný. „Miðað við hvernig undanúrslitin þróuðust á síðasta ári þá hefðir þú haldið að Karín Tanja væri í skýjunum með að ná öðru sætinu í undanúrslitunum í ár. En þegar kynnirinn kallaði upp nafnið hennar þá leit Katrín ekki út fyrir að vera mjög spennt. Hún leit út eins og einhver sem hefur misst tuttugu kíló lóð á fótinn sinn,“ skrifaði Dave Castro. „Seinna um kvöldið þá fagnaði hún því kannski að hafa tryggt sig inn á sína tíundu heimsleikana en ef eitthvað er að marka frammistöðu hennar í Pasadena þá var hún ekki bara mætt til þess bara að tryggja sig inn á heimsleikana. Katrín Davíðsdóttir er mikill keppnismaður. Tvöfaldur heimsmeistari. Hún kom til að vinna. Hún gerir það alltaf,“ skrifaði Castro. „Hvort að Katrín sé nógu öflug til að komast á verðlaunapallinn á heimsleikunum í ár er enn galopið. Með því að komast á pallinn í undanúrslitunum þá hefur hún gefið aðdáendum sínum margt til að vera spennt fyrir varðandi framhaldið. Þótt að Katrín sjálf hafi ekki verð allt of hrifin af öðru sætinu. Síðasta þegar Katrín missti af heimsleikunum þá kom hún til baka og varð heimsmeistari. Tvö ár í röð,“ skrifaði Castro. „Það var fyrir átta árum en 2023 tímabilið hennar á margt sameiginlegt með 2015 tímabilinu. Nýtt heimili. Ný nálgun. Man einhver eftir því hvar Katrín endaði í undaúrslitamótinu þá. Önnur,“ skrifaði Castro eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro CrossFit Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Allskonar fyrir öll „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Fimm Íslandsmet og jafn mörg HM lágmörk litu dagsins ljós í Hafnafirði Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Anton Sveinn er hættur Oliver kveður Breiðablik Má búast við hasar í hörkuverkefni Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Sjá meira
Katrín Tanja er kominn aftur á heimsleikana og það gerði hún með miklum stæl. Katrín er tvöfaldur heimsmeistari en átti slakt ár í fyrra þar sem hún náði ekki að tryggja sig inn á heimsmeistaramótið. Eins og áður á ferlinum þá átti hún magnaða endurkomu í hóp þeirra bestu árið eftir. Dave Castro er aftur kominn með puttana í skipulagningu heimsleikanna eftir að hafa þurft að taka pokann sinn sem íþróttastjóri CrossFit samtakanna í janúar 2022. Castro fékk aftur starf hjá samtökunum fimm mánuðum síðar og hefur nú fengið stöðuhækkun þótt að hann sé enn ekki kominn í sitt gamla starf. Það breytir ekki því að Castro hefur aftur áhrif við hönnun heimsleikanna. Castro er mikill aðdáandi Katrínar Tönju og fer ekkert leynt með þá aðdáun sína. Hann var mjög ánægður að sjá sína konu tryggja sig inn á leikana. Það sem meira er þá taldi hann sig sjá merki um að gamli heimsmeistarinn væri mættur til leiks á ný. „Miðað við hvernig undanúrslitin þróuðust á síðasta ári þá hefðir þú haldið að Karín Tanja væri í skýjunum með að ná öðru sætinu í undanúrslitunum í ár. En þegar kynnirinn kallaði upp nafnið hennar þá leit Katrín ekki út fyrir að vera mjög spennt. Hún leit út eins og einhver sem hefur misst tuttugu kíló lóð á fótinn sinn,“ skrifaði Dave Castro. „Seinna um kvöldið þá fagnaði hún því kannski að hafa tryggt sig inn á sína tíundu heimsleikana en ef eitthvað er að marka frammistöðu hennar í Pasadena þá var hún ekki bara mætt til þess bara að tryggja sig inn á heimsleikana. Katrín Davíðsdóttir er mikill keppnismaður. Tvöfaldur heimsmeistari. Hún kom til að vinna. Hún gerir það alltaf,“ skrifaði Castro. „Hvort að Katrín sé nógu öflug til að komast á verðlaunapallinn á heimsleikunum í ár er enn galopið. Með því að komast á pallinn í undanúrslitunum þá hefur hún gefið aðdáendum sínum margt til að vera spennt fyrir varðandi framhaldið. Þótt að Katrín sjálf hafi ekki verð allt of hrifin af öðru sætinu. Síðasta þegar Katrín missti af heimsleikunum þá kom hún til baka og varð heimsmeistari. Tvö ár í röð,“ skrifaði Castro. „Það var fyrir átta árum en 2023 tímabilið hennar á margt sameiginlegt með 2015 tímabilinu. Nýtt heimili. Ný nálgun. Man einhver eftir því hvar Katrín endaði í undaúrslitamótinu þá. Önnur,“ skrifaði Castro eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro
CrossFit Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Allskonar fyrir öll „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Fimm Íslandsmet og jafn mörg HM lágmörk litu dagsins ljós í Hafnafirði Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Anton Sveinn er hættur Oliver kveður Breiðablik Má búast við hasar í hörkuverkefni Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti