Innlent

Hæg um­ferð í Hval­fjarðar­göngum reynir á þolin­mæði öku­manna

Eiður Þór Árnason skrifar
Hvalfjarðargöng eru venju samkvæmt þéttsetin á sunnudögum í júní. Myndin er úr safni.
Hvalfjarðargöng eru venju samkvæmt þéttsetin á sunnudögum í júní. Myndin er úr safni. vísir/vilhelm

Mikil umferð hefur legið í gegnum Hvalfjarðargöngin á síðustu klukkustundum og náði löng bílaröð um tíma frá göngunum að Grundartanga.

Að sögn Vegagerðarinnar gengur umferðin hægt og eru vegfarendur beðnir um að aka varlega. Hægagangurinn hefur reynt á þolinmæði margra ökumanna en samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru dæmi um að það hafi tekið um klukkustund að komast frá Grundartanga að syðri enda ganganna. 

Lögreglan biðlaði nýverið til ökumanna að passa bilið í Hvalfjarðargöngunum og minnti á að minnst 50 metrar eigi að vera milli bíla til að minnka líkur á óhöppum.

„Mikilvægt er að sýna aðgát þegar ekið er um göngin, ekki síst þegar umferð er mikil. Það geta enn fremur verið viðbrigði að aka inn og út úr jarðgöngum þegar bjart er úti og því vissara að vera viðbúin öllu og passa bilið,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×