Maðurinn sem lést var frá Litáen Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. júní 2023 10:11 Maðurinn var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús þar sem hann lést í kjölfar árásarinnar. Vísir/Vilhelm Maðurinn sem lést í gær í kjölfar alvarlegrar líkamsárásar var litáískur. Ekki lítur út fyrir að vopnum hafi verið beitt en lögregla gefur lítið upp um málið annað en að það sé óvenjulegt miðað við önnur manndrápsmál sem eru til rannsóknar. Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Fórnarlamb árásarinnar, litáískur maður á þrítugsaldri, lést á sjúkrahúsi í gær. Tilkynning barst lögreglu um klukkan fjögur aðfaranótt laugardags og þegar hún mætti á vettvang var maðurinn meðvitundarlaus. Sá grunaði var farinn af vettvangi þegar lögregla mætti á svæðið en var handtekinn í nágrenninu. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald seinnipartinn síðdegis í gær til 29. júní. Ekki reyndist unnt að ræða við manninn vegna málsins í gær vegna ástands en yfirheyrslur standa til í dag. Ólíkt öðrum málum Eiríkur Valberg, lögreglumaður hjá miðlægri rannsóknardeild segir ekki hægt að veita miklar upplýsingar um málið að svo stöddu þar sem enn eigi eftir að ræða við vitni. Hann segir málið ólíkt öðrum manndrápsmálum sem lögregla hefur til rannsóknar um þessar mundir. Ekki lítur út fyrir að vopni hafi verið beitt en fyrir liggur að um áflog milli mannanna var að ræða. Eiríkur gat ekki svarað því hvort tengsl væru á milli mannanna. Fjórða manndrápsmálið á tveimur mánuðum Manndrápsmálið nú um helgina er það fjórða á rétt rúmum tveimur mánuðum. Þann 20. apríl var pólskur maður stunginn til bana á bílastæði við Fjarðarkaup í Hafnarfirði. Mánuði síðar, þann 19. maí fannst kona á þrítugsaldri látin í heimahúsi á Selfossi. Þann 17. júní var pólskur maður stunginn til bana í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði. Lögreglumál Reykjavík Látinn eftir líkamsárás á LÚX Tengdar fréttir Látinn eftir líkamsárás í miðborginni Karlmaður á þrítugsaldri, sem varð fyrir líkamsárás í miðborginni í nótt, er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 24. júní 2023 20:24 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Fórnarlamb árásarinnar, litáískur maður á þrítugsaldri, lést á sjúkrahúsi í gær. Tilkynning barst lögreglu um klukkan fjögur aðfaranótt laugardags og þegar hún mætti á vettvang var maðurinn meðvitundarlaus. Sá grunaði var farinn af vettvangi þegar lögregla mætti á svæðið en var handtekinn í nágrenninu. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald seinnipartinn síðdegis í gær til 29. júní. Ekki reyndist unnt að ræða við manninn vegna málsins í gær vegna ástands en yfirheyrslur standa til í dag. Ólíkt öðrum málum Eiríkur Valberg, lögreglumaður hjá miðlægri rannsóknardeild segir ekki hægt að veita miklar upplýsingar um málið að svo stöddu þar sem enn eigi eftir að ræða við vitni. Hann segir málið ólíkt öðrum manndrápsmálum sem lögregla hefur til rannsóknar um þessar mundir. Ekki lítur út fyrir að vopni hafi verið beitt en fyrir liggur að um áflog milli mannanna var að ræða. Eiríkur gat ekki svarað því hvort tengsl væru á milli mannanna. Fjórða manndrápsmálið á tveimur mánuðum Manndrápsmálið nú um helgina er það fjórða á rétt rúmum tveimur mánuðum. Þann 20. apríl var pólskur maður stunginn til bana á bílastæði við Fjarðarkaup í Hafnarfirði. Mánuði síðar, þann 19. maí fannst kona á þrítugsaldri látin í heimahúsi á Selfossi. Þann 17. júní var pólskur maður stunginn til bana í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði.
Lögreglumál Reykjavík Látinn eftir líkamsárás á LÚX Tengdar fréttir Látinn eftir líkamsárás í miðborginni Karlmaður á þrítugsaldri, sem varð fyrir líkamsárás í miðborginni í nótt, er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 24. júní 2023 20:24 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Látinn eftir líkamsárás í miðborginni Karlmaður á þrítugsaldri, sem varð fyrir líkamsárás í miðborginni í nótt, er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 24. júní 2023 20:24