„Ég held hann hefði ekki getað hitt hann mikið betur“ Jón Már Ferro skrifar 24. júní 2023 16:59 Arnar var sáttur með sigurinn í Eyjum. Vísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson var ánægður en stóískur eftir þriggja marka sigur Vals gegn ÍBV í Bestu deild karla. Þrátt fyrir öruggan sigur að lokum fannst Arnari leikurinn vera jafnari en tölurnar gefa til kynna. „Já. Engin spurning. Við töluðum um fyrir leik að þetta yrði mjög erfiður leikur sem raunin varð. Þótt tölurnar segja 3-0 þá var þetta mjög jafn leikur og við áttum nokkur upphlaup í fyrri hálfleik, þar sem við vorum að spila á móti erfiðum vindi. Það lægði aðeins í seinni hálfleik og þá sýndum við smá hvað við getum gert. Stórglæsilegt þetta fyrsta mark. Svo var markið hjá Aroni Jó. Hann hittir hann ágætlega held ég. En þetta var leikur sem hefði getað fallið báðum megin. Sem betur fer vorum við vinnusamir, duglegir og sýndum þau gæði sem við höfum. Svo vorum við mjög duglegir varnarlega. Það er það sem skilaði þessu,“ segir Arnar Grétarsson, þjálfari Vals. Það var rok í Vestmannaeyjum í dag eins og svo oft áður. Leikirnir þar verða oft mikill barningur og minna um fagurfræði. Barátta og vinnusemi í bland við gæði skilaði Hlíðarendapiltum þremur stigum. „Við töluðum um fyrir leikinn að það sem væri númer eitt, tvö og þrjú að menn myndu veru tilbúnir að leggja sig fram, hlaupa og djöflast. Þetta yrði ekkert fallegur fótbolti. Þetta yrði mikið um langa bolta og kýla boltanum fram en það kæmi eflaust einhver móment sem við gætum tekið boltann niður og gætum þá sýnt smá glefsur í það sem við getum. Það var ekki oft í dag vegna þess að völlurinn hvorki bíður upp á það né veðrið,“ segir Arnar. Aron Jóhannsson skoraði glæsilegt mark og sannaði gæði sín enn og aftur. „Ég held hann hefði ekki getað hitt hann mikið betur. Svo var hann þokkalega fastur líka. Þetta var alvöru! Kiddi hitti hann ekki eins fast, það var allavega nóg. Hann setti hann á lofti. Þessir strákar hafa gríðarleg fótboltaleg gæði. Ekki bara þessi heldur flestir í liðinu. Þess vegna skiptir máli ef við ætlum alla leið. Þá þurfa menn að vera duglegir og vinnusamir. Hlaupa og djöflast fyrir samherjan og ekki hugsa um rassgatið á sjálfum sér. Það finnst mér alltaf vera meira og meira í okkar liði. Þess vegna erum við að safna stigum. Þegar menn átta sig á því að það er liðsheildin sem skiptir öllu máli og þegar þú ert með mikið af góðum einstaklingum í liðinu þá munu alltaf einhverjir skína. Það gerðu það svo sannarlega nokkrir í dag,“ segir Arnar að lokum. Valur ÍBV Besta deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Valur 0-3 | Gestirnir anda ofan í hálsmálið á toppliðinu Valur vann öruggan 3-0 sigur á ÍBV í 12. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta. Leikið var í rigningu og roki á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Gestirnir virtust vanari veðrinu ef eitthað er og unnu einkar öruggan sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 24. júní 2023 15:55 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Sjá meira
„Já. Engin spurning. Við töluðum um fyrir leik að þetta yrði mjög erfiður leikur sem raunin varð. Þótt tölurnar segja 3-0 þá var þetta mjög jafn leikur og við áttum nokkur upphlaup í fyrri hálfleik, þar sem við vorum að spila á móti erfiðum vindi. Það lægði aðeins í seinni hálfleik og þá sýndum við smá hvað við getum gert. Stórglæsilegt þetta fyrsta mark. Svo var markið hjá Aroni Jó. Hann hittir hann ágætlega held ég. En þetta var leikur sem hefði getað fallið báðum megin. Sem betur fer vorum við vinnusamir, duglegir og sýndum þau gæði sem við höfum. Svo vorum við mjög duglegir varnarlega. Það er það sem skilaði þessu,“ segir Arnar Grétarsson, þjálfari Vals. Það var rok í Vestmannaeyjum í dag eins og svo oft áður. Leikirnir þar verða oft mikill barningur og minna um fagurfræði. Barátta og vinnusemi í bland við gæði skilaði Hlíðarendapiltum þremur stigum. „Við töluðum um fyrir leikinn að það sem væri númer eitt, tvö og þrjú að menn myndu veru tilbúnir að leggja sig fram, hlaupa og djöflast. Þetta yrði ekkert fallegur fótbolti. Þetta yrði mikið um langa bolta og kýla boltanum fram en það kæmi eflaust einhver móment sem við gætum tekið boltann niður og gætum þá sýnt smá glefsur í það sem við getum. Það var ekki oft í dag vegna þess að völlurinn hvorki bíður upp á það né veðrið,“ segir Arnar. Aron Jóhannsson skoraði glæsilegt mark og sannaði gæði sín enn og aftur. „Ég held hann hefði ekki getað hitt hann mikið betur. Svo var hann þokkalega fastur líka. Þetta var alvöru! Kiddi hitti hann ekki eins fast, það var allavega nóg. Hann setti hann á lofti. Þessir strákar hafa gríðarleg fótboltaleg gæði. Ekki bara þessi heldur flestir í liðinu. Þess vegna skiptir máli ef við ætlum alla leið. Þá þurfa menn að vera duglegir og vinnusamir. Hlaupa og djöflast fyrir samherjan og ekki hugsa um rassgatið á sjálfum sér. Það finnst mér alltaf vera meira og meira í okkar liði. Þess vegna erum við að safna stigum. Þegar menn átta sig á því að það er liðsheildin sem skiptir öllu máli og þegar þú ert með mikið af góðum einstaklingum í liðinu þá munu alltaf einhverjir skína. Það gerðu það svo sannarlega nokkrir í dag,“ segir Arnar að lokum.
Valur ÍBV Besta deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Valur 0-3 | Gestirnir anda ofan í hálsmálið á toppliðinu Valur vann öruggan 3-0 sigur á ÍBV í 12. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta. Leikið var í rigningu og roki á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Gestirnir virtust vanari veðrinu ef eitthað er og unnu einkar öruggan sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 24. júní 2023 15:55 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Sjá meira
Leik lokið: ÍBV - Valur 0-3 | Gestirnir anda ofan í hálsmálið á toppliðinu Valur vann öruggan 3-0 sigur á ÍBV í 12. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta. Leikið var í rigningu og roki á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Gestirnir virtust vanari veðrinu ef eitthað er og unnu einkar öruggan sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 24. júní 2023 15:55