Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júní 2023 22:44 Sæmundur Ólason, trillukarl í Grímsey. Bátur hans, Óli Óla, sést við bryggjuna. Egill Aðalsteinsson Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. Í fréttum Stöðvar 2 var Grímsey heimsótt, nyrsta verstöð Íslands, en þar byggir samfélagið á sjósókn. Sæmundur Ólason er meðal þeirra sem stunda strandveiði sumarsins. „Maí er yfirleitt mjög lélegur og jafnvel fyrriparturinn af júní. Búið að vera mjög erfitt, bæði út af veðráttu, svo bara vantar fisk á slóðina. Hann er ekkert að ganga hingað fyrr en, eins og ég segi, um miðjan júní. En við kvörtum ekkert,“ segir Sæmundur. Horft yfir höfnina í Grímsey.Egill Aðalsteinsson Í Grímsey hafa menn áhyggjur af því að strandveiðikvótinn klárist of snemma. „Besti tíminn er framundan. Og það er svolítið súrt að heyra að það sé jafnvel bara fyrsta vikan í júlí, og jafnvel ekki. Við vitum ekkert hvenær stoppið kemur.“ Um tíu strandveiðibátar eru gerðir út frá Grímsey. Einnig kemur þangað fjöldi aðkomubáta, sennilega annar eins. Sæmundur segir að í gegnum tíðina hafi þetta einkum verið bátar af Eyjafjarðarsvæðinu, frá Dalvík, Grenivík, Ólafsfirði og jafnvel Siglufirði. Séð yfir meginhluta byggðarinnar.Egill Aðalsteinsson Íbúar Grímseyjar teljast núna 55 talsins. Sjálfur er Sæmundur uppalinn í eynni en segist hafa gert margar tilraunir til þess að fara. „Ég held ég sé þrisvar sinnum búinn að tæma húsið og farið í burtu. En það er eitthvað sem dregur mig alltaf til baka. Og ég er hættur að reyna að fara. Ég er bara búinn að gefast upp fyrir því og verð bara hérna,“ segir trillukarlinn Sæmundur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Akureyri Sjávarútvegur Grímsey Tengdar fréttir Tóku fagnandi á móti Sæfara eftir tólf vikur í slipp Grímeyjarferjan Sæfari kom siglandi frá Dalvík og lagðist við bryggju í Grímsey um hádegisbil í dag. Ferjan sigldi loks aftur í morgun, en hún hafði verið tólf vikur í slipp á Akureyri. Upphaflega stóð til að hún yrði sex til átta vikur í slipp. 7. júní 2023 14:10 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var Grímsey heimsótt, nyrsta verstöð Íslands, en þar byggir samfélagið á sjósókn. Sæmundur Ólason er meðal þeirra sem stunda strandveiði sumarsins. „Maí er yfirleitt mjög lélegur og jafnvel fyrriparturinn af júní. Búið að vera mjög erfitt, bæði út af veðráttu, svo bara vantar fisk á slóðina. Hann er ekkert að ganga hingað fyrr en, eins og ég segi, um miðjan júní. En við kvörtum ekkert,“ segir Sæmundur. Horft yfir höfnina í Grímsey.Egill Aðalsteinsson Í Grímsey hafa menn áhyggjur af því að strandveiðikvótinn klárist of snemma. „Besti tíminn er framundan. Og það er svolítið súrt að heyra að það sé jafnvel bara fyrsta vikan í júlí, og jafnvel ekki. Við vitum ekkert hvenær stoppið kemur.“ Um tíu strandveiðibátar eru gerðir út frá Grímsey. Einnig kemur þangað fjöldi aðkomubáta, sennilega annar eins. Sæmundur segir að í gegnum tíðina hafi þetta einkum verið bátar af Eyjafjarðarsvæðinu, frá Dalvík, Grenivík, Ólafsfirði og jafnvel Siglufirði. Séð yfir meginhluta byggðarinnar.Egill Aðalsteinsson Íbúar Grímseyjar teljast núna 55 talsins. Sjálfur er Sæmundur uppalinn í eynni en segist hafa gert margar tilraunir til þess að fara. „Ég held ég sé þrisvar sinnum búinn að tæma húsið og farið í burtu. En það er eitthvað sem dregur mig alltaf til baka. Og ég er hættur að reyna að fara. Ég er bara búinn að gefast upp fyrir því og verð bara hérna,“ segir trillukarlinn Sæmundur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Akureyri Sjávarútvegur Grímsey Tengdar fréttir Tóku fagnandi á móti Sæfara eftir tólf vikur í slipp Grímeyjarferjan Sæfari kom siglandi frá Dalvík og lagðist við bryggju í Grímsey um hádegisbil í dag. Ferjan sigldi loks aftur í morgun, en hún hafði verið tólf vikur í slipp á Akureyri. Upphaflega stóð til að hún yrði sex til átta vikur í slipp. 7. júní 2023 14:10 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Sjá meira
Tóku fagnandi á móti Sæfara eftir tólf vikur í slipp Grímeyjarferjan Sæfari kom siglandi frá Dalvík og lagðist við bryggju í Grímsey um hádegisbil í dag. Ferjan sigldi loks aftur í morgun, en hún hafði verið tólf vikur í slipp á Akureyri. Upphaflega stóð til að hún yrði sex til átta vikur í slipp. 7. júní 2023 14:10