Sport

Mynd­band: Fólk trúði vart eigin augum þegar Sigur­jón Ægir lyfti lóðunum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigurjón Ægir Ólafsson er engum líkur.
Sigurjón Ægir Ólafsson er engum líkur. Hvatisport/Sportscenter

Sigurjón Ægir Ólafsson keppir nú á Heimsleikunum eða Special Olympics sem fram fara í Berlín í Þýskalandi. Myndband af honum að taka réttstöðulyftu hefur vakið gríðarlega athygli.

Frá þessu er greint á Hvatisport.is. Þar segir frá því þegar Sigurjón Ægir mætti til leiks í hjólastól en hann er með skert jafnvægi og notar göngugrind dagsdaglega. Þar sem töluverðar vegalengdir sem þarf að fara á keppnisstöðum þá hentar hjólastóll honum hins vegar vetur.

„Hann mætti á sviðið, steig upp úr stólnum, reyndi að ná eins góðu jafnvægi og hægt var og tók svo upp lóðin, hvert af öðru. Keppti í réttstöðulyftu, bekkpressu og hnébeygju og salurinn trylltist af fögnuði að sjá hvað hann var fær um að gera, þrátt fyrir sína skertu hreyfifærni,“ segir á vef Hvatasport.

Íþróttamiðillinn SportCenter átti ekki orð yfir frammistöðu Sigurjóns Ólafs og birti færslu með myndbandi á samfélagsmiðlum sínum. Sjá má færslur þeirra á Twitter og Instagram hér að ofan og að neðan. Sigurjón Ægir endaði í 4. sæti fyrir samanlagðan árangur sinn í keppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×