Mosfellingar semja um næturstrætó Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. júní 2023 15:03 Regína Ástvaldsdóttir bæjarstjóri segir næturstrætó öryggismál fyrir ungt fólk. Mosfellingar hyggjast taka upp akstur næturstrætó á nýjan leik líkt og Reykvíkingar hafa gert. Bæjarstjóri segir þetta öryggismál fyrir ungt fólk. „Við viljum hafa strætó sem valkost fyrir fólk sem er að skemmta sér í miðbænum um helgar,“ segir Regína Ástvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. „Það er ákveðið öryggi fólgið í því og ungt fólk hefur kallað eftir því.“ Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fimmtudag að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Strætó og Reykjavíkurborg um næturstrætó í Mosfellsbæ. Var tillagan samþykkt með öllum 5 atkvæðum. Mosfellsbær óskaði eftir kostnaðarmati við það að lengja leið 106 frá Grafarvogi upp í Mosfellsbæ á næturnar. Greiðir þá Mosfellsbær þann aukakostnað sem hlýst af breytingunni ásamt hlutdeild í öryggisgæslu og flotastjórnun. Kostnaðarmatið var klárað í maí og er 2,5 milljón krónur á ári. „Þetta er hins vegar eitthvað sem við þurfum að ræða við Reykjavíkurborg og stjórn Strætó um,“ segir Regína. Ekki vilji í Hafnarfirði og Kópavogi Næturstrætó Reykjavíkur hófst þann 25. febrúar síðastliðinn. Eru þetta fjórar leiðir frá miðborginni. Það er 103 í Breiðholtið, 104 í Úlfarsárdalinn, 105 í Norðlingaholtið og 106 í Grafarvog. Aksturinn er frá klukkan 1:25 til 3:40 og tíðnin um ein klukkustund. Þá er stakt fargjald tvöfalt hærra en á daginn, krónur 1.100 en áskriftarkort gilda einnig í næturstrætó. Málið hefur komið til tals í Kópavogi og Hafnarfirði þar sem minnihlutar í bæjarstjórnum hafa þrýst á næturstrætó. Þar hafa bæjarstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ekki viljað taka upp næturstrætó á nýjan leik. Mosfellsbær Strætó Samgöngur Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
„Við viljum hafa strætó sem valkost fyrir fólk sem er að skemmta sér í miðbænum um helgar,“ segir Regína Ástvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. „Það er ákveðið öryggi fólgið í því og ungt fólk hefur kallað eftir því.“ Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fimmtudag að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Strætó og Reykjavíkurborg um næturstrætó í Mosfellsbæ. Var tillagan samþykkt með öllum 5 atkvæðum. Mosfellsbær óskaði eftir kostnaðarmati við það að lengja leið 106 frá Grafarvogi upp í Mosfellsbæ á næturnar. Greiðir þá Mosfellsbær þann aukakostnað sem hlýst af breytingunni ásamt hlutdeild í öryggisgæslu og flotastjórnun. Kostnaðarmatið var klárað í maí og er 2,5 milljón krónur á ári. „Þetta er hins vegar eitthvað sem við þurfum að ræða við Reykjavíkurborg og stjórn Strætó um,“ segir Regína. Ekki vilji í Hafnarfirði og Kópavogi Næturstrætó Reykjavíkur hófst þann 25. febrúar síðastliðinn. Eru þetta fjórar leiðir frá miðborginni. Það er 103 í Breiðholtið, 104 í Úlfarsárdalinn, 105 í Norðlingaholtið og 106 í Grafarvog. Aksturinn er frá klukkan 1:25 til 3:40 og tíðnin um ein klukkustund. Þá er stakt fargjald tvöfalt hærra en á daginn, krónur 1.100 en áskriftarkort gilda einnig í næturstrætó. Málið hefur komið til tals í Kópavogi og Hafnarfirði þar sem minnihlutar í bæjarstjórnum hafa þrýst á næturstrætó. Þar hafa bæjarstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ekki viljað taka upp næturstrætó á nýjan leik.
Mosfellsbær Strætó Samgöngur Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira