„Ætluðu að pressa allt þetta mót og eru í formi til þess“ Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2023 17:00 FH hélt áfram sínu frábæra gengi með sigri gegn ÍBV á miðvikudaginn. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Nýliðar FH halda áfram blússandi siglingu í Bestu deild kvenna í fótbolta eftir að hafa víðast hvar verið spáð falli úr deildinni áður en leiktíðin hófst. Liðið fékk verðskuldað hrós í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld. FH vann ÍBV á miðvikudag og hefur nú unnið fjóra leiki í röð og er með 16 stig í 3. sæti deildarinnar, aðeins fjórum stigum á eftir meisturum Vals nú þegar hefðbundin deildakeppni er hálfnuð (eftir 18 umferðir spila efstu sex liðin hvert við annað einu sinni enn, og neðstu fjögur hvert við annað). FH vann sig upp úr Lengjudeildinni með því að vinna hana í fyrra, og góða gengið hefur haldið áfram í efstu deild. „Við skulum kíkja á pressu FH því hún heldur bara áfram. Ég man að ég hugsaði þegar mótið byrjaði: Ætla þau bara að halda þessu gangandi? En það er gaman að lesa viðtöl við Guðna [Eiríksson, þjálfara]. Þau eru alveg búin að stúdera þetta og ætluðu að pressa allt þetta mót, og eru í formi til þess,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna. Klippa: Bestu mörkin: Umræða um FH „Algjörlega. Þær eru í toppstandi og það er gaman að horfa á pressuna hjá þeim. Þær eru allar samtaka, vita alveg sín hlutverk og í hvaða hlaup þær eiga að fara,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir. Helena benti á að það hlyti að vera gaman í FH-liðinu í dag og Mist Rúnarsdóttir tók undir það: „Þetta er ungt og leikur sér, yngsta liðið í deildinni, þannig að það hlýtur að vera mjög gaman. Svo eins og við höfum komið inn á áður þá er þetta ekki ellefu manna lið. Það er verið að keyra á öllum leikmannahópnum, menn eru óhræddir við að rótera, og á meðan það gengur vel þá eykur það náttúrulega á góðan liðsanda, stuð og stemningu. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með FH-ingum og ég held að þeir hafi náð öllum með sér í lið.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna FH Bestu mörkin Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
FH vann ÍBV á miðvikudag og hefur nú unnið fjóra leiki í röð og er með 16 stig í 3. sæti deildarinnar, aðeins fjórum stigum á eftir meisturum Vals nú þegar hefðbundin deildakeppni er hálfnuð (eftir 18 umferðir spila efstu sex liðin hvert við annað einu sinni enn, og neðstu fjögur hvert við annað). FH vann sig upp úr Lengjudeildinni með því að vinna hana í fyrra, og góða gengið hefur haldið áfram í efstu deild. „Við skulum kíkja á pressu FH því hún heldur bara áfram. Ég man að ég hugsaði þegar mótið byrjaði: Ætla þau bara að halda þessu gangandi? En það er gaman að lesa viðtöl við Guðna [Eiríksson, þjálfara]. Þau eru alveg búin að stúdera þetta og ætluðu að pressa allt þetta mót, og eru í formi til þess,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna. Klippa: Bestu mörkin: Umræða um FH „Algjörlega. Þær eru í toppstandi og það er gaman að horfa á pressuna hjá þeim. Þær eru allar samtaka, vita alveg sín hlutverk og í hvaða hlaup þær eiga að fara,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir. Helena benti á að það hlyti að vera gaman í FH-liðinu í dag og Mist Rúnarsdóttir tók undir það: „Þetta er ungt og leikur sér, yngsta liðið í deildinni, þannig að það hlýtur að vera mjög gaman. Svo eins og við höfum komið inn á áður þá er þetta ekki ellefu manna lið. Það er verið að keyra á öllum leikmannahópnum, menn eru óhræddir við að rótera, og á meðan það gengur vel þá eykur það náttúrulega á góðan liðsanda, stuð og stemningu. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með FH-ingum og ég held að þeir hafi náð öllum með sér í lið.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna FH Bestu mörkin Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira