Hefur áhyggjur af því að yfirvofandi reglubreyting muni valda árekstrum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. júní 2023 15:30 George Russell hefur áhyggjur af yfirvofandi reglubreytingu í Formúlu 1. Michael Potts/BSR Agency/Getty Images Liðin í Formúlu 1 kjósa í næsta mánuði um reglubreytingu sem myndi banna dekkjahlífar sem halda hita á dekkjum bílanna inni í skúr. George Russell, ökumaður Mercedes, segist ekki í vafa um að sú breyting myndi valda árekstrum, en dekkjaframleiðandinn Pirelli segir að ökumenn verði einfaldlega að aðlagast breytingunum. Pirelli vinnur nú hörðum höndum að því að hanna og kynna til sögunnar ný dekk sem þurfa ekki á dekkjahlífum að halda. Fyrirtækið stendur fast á því að þau séu meira en nothæf í keppni og ökumenn þurfi að aðlaga akstursstíl sinn að dekkjunum ef bannið við dekkjahlífum verður samþykkt. George Russell, ökumaður Mercedes, var einn af þeim sem tók þátt í að prófa nýju dekkin í Barcelona eftir að spænski kappaksturinn fór fram og hann hefur ýmsar efasemdir um ágæti dekkjanna. „Ef viðhorfum til baka þá vorum við líklega ekki að prófa dekkin við réttar aðstæður eða á réttri braut. Í Barcelona er í kringum 40 stiga brautarhiti og brautin full af gúmmíi eftir kappakstur helgarinnar. Dekkin voru nokkuð vafasöm þegar maður lagði af stað út á braut, en þau voru þó orðin nokkuð góð í fimmtu beygju,“ sagði Russell. „En ef við berum það saman við það þegar við prófuðum dekkin í upphafi árs á Jerez-brautinni þar sem brautarhiti var í kringum 10 gráður. Þar var þetta ótrúlega erfitt.“ „Ef ég á að vera hreinskilinn þá held ég að íþróttin sé ekki tilbúin í að nota þessi dekk í keppni. Ég myndi allavega hafa miklar áhyggjur af þeim sem vinna á þjónustusvæðinu þegar bílar koma inn í þjónustuhlé. Ég myndi hafa miklar áhyggjur af upphitunarhringnum við kaldar aðstæður. Það verða árekstrar, ég efast ekki um það,“ bætti Russell við. Akstursíþróttir Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Pirelli vinnur nú hörðum höndum að því að hanna og kynna til sögunnar ný dekk sem þurfa ekki á dekkjahlífum að halda. Fyrirtækið stendur fast á því að þau séu meira en nothæf í keppni og ökumenn þurfi að aðlaga akstursstíl sinn að dekkjunum ef bannið við dekkjahlífum verður samþykkt. George Russell, ökumaður Mercedes, var einn af þeim sem tók þátt í að prófa nýju dekkin í Barcelona eftir að spænski kappaksturinn fór fram og hann hefur ýmsar efasemdir um ágæti dekkjanna. „Ef viðhorfum til baka þá vorum við líklega ekki að prófa dekkin við réttar aðstæður eða á réttri braut. Í Barcelona er í kringum 40 stiga brautarhiti og brautin full af gúmmíi eftir kappakstur helgarinnar. Dekkin voru nokkuð vafasöm þegar maður lagði af stað út á braut, en þau voru þó orðin nokkuð góð í fimmtu beygju,“ sagði Russell. „En ef við berum það saman við það þegar við prófuðum dekkin í upphafi árs á Jerez-brautinni þar sem brautarhiti var í kringum 10 gráður. Þar var þetta ótrúlega erfitt.“ „Ef ég á að vera hreinskilinn þá held ég að íþróttin sé ekki tilbúin í að nota þessi dekk í keppni. Ég myndi allavega hafa miklar áhyggjur af þeim sem vinna á þjónustusvæðinu þegar bílar koma inn í þjónustuhlé. Ég myndi hafa miklar áhyggjur af upphitunarhringnum við kaldar aðstæður. Það verða árekstrar, ég efast ekki um það,“ bætti Russell við.
Akstursíþróttir Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira