Innlent

Hólmum í tjörninni fjölgar um fjóra

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Reykjavíkurtjörn.
Reykjavíkurtjörn. Vísir/Vilhelm

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar kynnti í dag fyrirhugaðar breytingar á skipulagi Reykjavíkurtjarnar. Í breytingunum felst meðal annars bygging fjögurra nýrra hólma. 

Hugmyndir að lagfæringum á núverandi hólmum og byggingu nýrra hólma í Reykjavíkurtjörn voru lagðar fyrir í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í vikunni. 

Áætlað er að byggja fjóra nýja hólma í tjörninni og skipta um jarðveg í þeim hólmum sem þegar standa. Nýju hólmarnir verða byggðir sem þyrping í kringum minni hólmann.

Í tilkynningu Reykjavíkurborgar segir að núverandi hólmar séu undirlagðir hvönn og nýtast því fuglalífinu illa til varps eða dvalar. Að auki hafi stóri hólminn minnkað vegna rofs. Breytingarnar væru því til þess fallnar að efla fuglalíf á tjörninni.

Þá segir að verkefnið sé enn á undirbúningsstigi en hugmyndin sem nú verði unnið með áfram sé að gera þyrpingu af hólmum sem nýtast muni fuglalífinu betur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×