Körfubolti

Breytingar í Boston: Porziņģis inn en Smart út

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Boston verður fjórða liðið sem Porziņģis spilar fyrir í NBA.
Boston verður fjórða liðið sem Porziņģis spilar fyrir í NBA. Patrick Smith/Getty Images

Boston Celtics, Washington Wizards og Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta hafa samþykkt þriggja liða leikmannaskipti sem senda Kristaps Porziņģis til Boston, Marcus Smart til Memphis og Tyus Jones til Washington.

Það er NBA-véfréttin Adrian Wojnarowski sem greindi upphaflega frá skiptunum en að er nóg um að vera á leikmannamarkaði deildarinnar um þessar mundir. Washington Wizards eru til þessa miðpunktur stærstu skipta sumarsins.

Sem hluta af samningnum þá sendir Memphis fyrstu umferðar valrétt, 25. valréttinn nánar tiltekið, til Boston sem og fyrstu umferðar valrétt í 2024 nýliðavalinu. Boston sendir Danilo Gallinari og Mike Muscala sem og valrétt til Washington.

Samningurinn snerist upphaflega um Porziņģis en Celtics sér hann sem púslið sem gæti hjálpað liðinu að gera alvöru atlögu að meistaratitlinum. Upphaflega var Los Angeles Clippers hluti af samninngum í staðin fyrir Memphis. Clippers voru hins vegar ekki til í að semja og þá var þeim skipt út.

Porziņģis Átti mögulega sitt besta tímabil á síðustu leiktíð þar sem hann var með 23 stig, 8 fráköst, 3 stoðsendingar og 2 varin skot að meðaltali í leik.

Hvað Washington varðar þá mætir liðið með gjörbreytt til leiks á næstu leiktíð þar sem Beal og Porziņģis eru farnir. Þá ákvað Kyle Kuzma að framlengja ekki samning sinn við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×