Hringtenging með göngum nauðsynleg Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. júlí 2023 19:17 Fjarðarheiðargöng. Fyrirhugaður gangamunni í Seyðisfirði. VEGAGERÐIN/MANNVIT Nauðsynlegt er að ráðast í göng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar um leið og göng yfir Fjarðarheiði líta dagsins ljós, svo hægt sé að ná hringtengingu á Austurlandi, ellegar sé erfitt að líta á svæðið sem eitt sameiginlegt atvinnusvæði. Þetta segir sveitastjóri Múlaþings. Skynsamlegast væri að fylgja Færeyingum í gangagerð. Samkvæmt jarðgangaáætlun sem innviðaráðherra kynnti samhliða samgönguáætlun í byrjun júnímánaðar eru Fjarðarheiðagöng efst á forgangslista þeirra tíu jarðganga sem hann vill ráðast í. Töluverð umræða hefur verið um Fjarðarheiði og gangamál en sveitarstjóri Múlaþings segir algjöra samstöðu ríkja á Austurlandi um að ráðast í gangagerð. Björn Ingimarsson er sveitarstjóri Múlaþings.SIGURJÓN ÓLASON „En það sem við leggjum líka gífurlega áherslu á er að við náum þessari hringtengingu á Austurlandi, þannig þegar framkvæmdum við Fjarðarheiðagöng er lokið að þá verði farið beint í göng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar,“ segir Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings. Það sé nauðsynlegt svo hægt sé að líta á svæðið sem eitt sameiginlegt atvinnusvæði og til að tryggja öryggi íbúa. „Þannig það er það sem við munum berjast fyrir áfram. En sem betur fer eru göngin frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar og frá Mjóafirði til Norðfjarðar inni í þessari áætlun en það svo sem liggur ekki fyrir hvort það sé í beinu framhaldi af Fjarðarheiðagöngum sem er mikilvægt og það er það sem við munum leggja áherslu á.“ Hann segir áherslur á Íslandi ekki hafa verið mjög ákveðnar í gangagerð. Um sé að ræða hagkvæmnustu samgöngubætur sem völ sé á, þó þær kosti. Ráðherra segir reiknað með gjaldtöku í öllum göngum samhliða væntanlegum breytingum á gjöldum á umferðina. Björn segir íbúa alltaf hafa gert ráð fyrir gjaldtöku. „Okkur finnst það ósköp eðlilegt því við sjáum að þó við greiðum fyrir að fara í gegnum göngin þá er þetta miklu styttri leið fyrir okkur og ódýrari rekstrarlega fyrir bílinn heldur en að fara yfir fjallið. Og svo eigum við bara að hafa Færeyingana að leiðarljósi og fara alltaf í framhaldi af einum göngum í næstu göng. Aldrei stoppa.“ Múlaþing Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Fjarðabyggð Byggðamál Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Sjá meira
Samkvæmt jarðgangaáætlun sem innviðaráðherra kynnti samhliða samgönguáætlun í byrjun júnímánaðar eru Fjarðarheiðagöng efst á forgangslista þeirra tíu jarðganga sem hann vill ráðast í. Töluverð umræða hefur verið um Fjarðarheiði og gangamál en sveitarstjóri Múlaþings segir algjöra samstöðu ríkja á Austurlandi um að ráðast í gangagerð. Björn Ingimarsson er sveitarstjóri Múlaþings.SIGURJÓN ÓLASON „En það sem við leggjum líka gífurlega áherslu á er að við náum þessari hringtengingu á Austurlandi, þannig þegar framkvæmdum við Fjarðarheiðagöng er lokið að þá verði farið beint í göng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar,“ segir Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings. Það sé nauðsynlegt svo hægt sé að líta á svæðið sem eitt sameiginlegt atvinnusvæði og til að tryggja öryggi íbúa. „Þannig það er það sem við munum berjast fyrir áfram. En sem betur fer eru göngin frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar og frá Mjóafirði til Norðfjarðar inni í þessari áætlun en það svo sem liggur ekki fyrir hvort það sé í beinu framhaldi af Fjarðarheiðagöngum sem er mikilvægt og það er það sem við munum leggja áherslu á.“ Hann segir áherslur á Íslandi ekki hafa verið mjög ákveðnar í gangagerð. Um sé að ræða hagkvæmnustu samgöngubætur sem völ sé á, þó þær kosti. Ráðherra segir reiknað með gjaldtöku í öllum göngum samhliða væntanlegum breytingum á gjöldum á umferðina. Björn segir íbúa alltaf hafa gert ráð fyrir gjaldtöku. „Okkur finnst það ósköp eðlilegt því við sjáum að þó við greiðum fyrir að fara í gegnum göngin þá er þetta miklu styttri leið fyrir okkur og ódýrari rekstrarlega fyrir bílinn heldur en að fara yfir fjallið. Og svo eigum við bara að hafa Færeyingana að leiðarljósi og fara alltaf í framhaldi af einum göngum í næstu göng. Aldrei stoppa.“
Múlaþing Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Fjarðabyggð Byggðamál Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Sjá meira