Sýna hvernig geimvera skaðar ónæmiskerfið Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2023 12:24 Bandaríski geimfarinn Woody Hoburg í geimgöngu utan við Alþjóðlegu geimstöðina fyrr í þessum mánuði. Reikna má með að virkni hvítra blóðkorna hafi minnkað hjá honum eftir komuna þangað. NASA/Frank Rubio Virkni hvítra blóðfruma sem leika lykilhlutverk í ónæmiskerfi manna minnkaði í geimförum um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. Ný rannsókn sýnir í fyrsta skipti hvernig ónæmiskerfi manna veikist í þyngdarleysi í geimnum. Þekkt er að geimförum er hættara við ýmis konar sýkingum í leiðöngrum í geimnum en ekki hefur verið vitað hvernig ónæmiskerfið veikist. Sýnt hefur verið fram á að geimfarar eru meira smitandi í geimnum en á jörðu niðri og þá geti eldri sýkingar tekið sig upp aftur. Rannsókn sem var gerð á fjórtán geimförum sem dvöldu í allt frá fjórum og hálfum og upp í sex og hálfan mánuð í Alþjóðlegu geimstöðinni sýndi að svonefnd genatjáning hvítra blóðkorna minnkaði hratt þegar geimfararnir komu út í geim. Virkni blóðkornanna komst í samt horf um það bil mánuði eftir að geimfararnir sneru heim til jarðar, að því er segir í frétt Reuters. Hvít blóðkorn verða til í beinmerg og berast um blóð og vef í líkamanum. Þau mynda mótefni við veirum og bakteríum sem verða á vegi þeirra. Ákveðin gen stýra framleiðslu þeirra á mótefnunum. „Hvítu blóðkornin eru mjög viðkvæm fyrir umhverfinu í geimnum. Þau leggja sérhæft ónæmishlutverk sitt til hliðar og sinna viðhaldi á frumum. Fyrir þessa rannsókn vissum við um ónæmisskerðingu en ekki hvernig hún virkaði,“ segir Guy Trudel frá sjúkrahúsinu í Ottawa í Kanada og einn höfundar greinar um rannsóknina. Rekja frekar til dreifingar blóðs í þyngdarleysi en geislunar Tilgáta vísindamannanna er að hegðun blóðfrumanna breytist vegna þess að blóð safnast frekar upp í efri hluta líkama geimfaranna en neðri hlutanum í þyngdarleysi geimsins. Þeir telja ólíklegt að aukin sólargeislun í geimnum sé orsökin. Veiklað ónæmiskerfi eru ekki einu neikvæðu afleiðingarnar sem geimfarar þurfa að glíma við í lengri geimferðum. Bein og vöðvar þeirra rýrna í þyngdarleysi, breytingar verða á hjarta- og æðastarfsemi, jafnvægisskyn þeirra getur raskast og sjón breyst. Þá eru einnig taldar auknar líkur á krabbameini af völdum geislunar í geimnum. Geimurinn Vísindi Alþjóðlega geimstöðin Heilbrigðismál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Sjá meira
Þekkt er að geimförum er hættara við ýmis konar sýkingum í leiðöngrum í geimnum en ekki hefur verið vitað hvernig ónæmiskerfið veikist. Sýnt hefur verið fram á að geimfarar eru meira smitandi í geimnum en á jörðu niðri og þá geti eldri sýkingar tekið sig upp aftur. Rannsókn sem var gerð á fjórtán geimförum sem dvöldu í allt frá fjórum og hálfum og upp í sex og hálfan mánuð í Alþjóðlegu geimstöðinni sýndi að svonefnd genatjáning hvítra blóðkorna minnkaði hratt þegar geimfararnir komu út í geim. Virkni blóðkornanna komst í samt horf um það bil mánuði eftir að geimfararnir sneru heim til jarðar, að því er segir í frétt Reuters. Hvít blóðkorn verða til í beinmerg og berast um blóð og vef í líkamanum. Þau mynda mótefni við veirum og bakteríum sem verða á vegi þeirra. Ákveðin gen stýra framleiðslu þeirra á mótefnunum. „Hvítu blóðkornin eru mjög viðkvæm fyrir umhverfinu í geimnum. Þau leggja sérhæft ónæmishlutverk sitt til hliðar og sinna viðhaldi á frumum. Fyrir þessa rannsókn vissum við um ónæmisskerðingu en ekki hvernig hún virkaði,“ segir Guy Trudel frá sjúkrahúsinu í Ottawa í Kanada og einn höfundar greinar um rannsóknina. Rekja frekar til dreifingar blóðs í þyngdarleysi en geislunar Tilgáta vísindamannanna er að hegðun blóðfrumanna breytist vegna þess að blóð safnast frekar upp í efri hluta líkama geimfaranna en neðri hlutanum í þyngdarleysi geimsins. Þeir telja ólíklegt að aukin sólargeislun í geimnum sé orsökin. Veiklað ónæmiskerfi eru ekki einu neikvæðu afleiðingarnar sem geimfarar þurfa að glíma við í lengri geimferðum. Bein og vöðvar þeirra rýrna í þyngdarleysi, breytingar verða á hjarta- og æðastarfsemi, jafnvægisskyn þeirra getur raskast og sjón breyst. Þá eru einnig taldar auknar líkur á krabbameini af völdum geislunar í geimnum.
Geimurinn Vísindi Alþjóðlega geimstöðin Heilbrigðismál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Sjá meira