Guðni: Þetta var erfiður sigur Hinrik Wöhler skrifar 21. júní 2023 20:15 Guðni á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var að vonum sáttur með 2-1 sigur á ÍBV á Kaplakrikavelli í níunda umferð Bestu deildar kvenna. Þetta var í annað sinn á sex dögum sem liðin mætast og í bæði skiptin sigraði FH en í þetta sinn var sigurinn torsóttari fyrir Hafnfirðinga. „Við þurftum að fara aðeins út úr leikplaninu til að landa þessu. Þetta var erfiður sigur og við þurftum virkilega að hafa vel fyrir þessu,“ sagði Guðni skömmu eftir leik. Staðan var jöfn í hálfeik, 1-1, og reyndist síðari hálfleikur frekar lokaður og lítið um marktækifæri. Heimakonur náðu þó að skora sigurmarkið beint úr hornspyrnu þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. „Við ætluðum bara að sækja í þau svæði sem við töldum ÍBV vera veikar fyrir og reyndum að gera það. Þær þéttu mjög og gerðu það svo sem í fyrri hálfleik líka. Þær voru með þéttar varnarlínur og beittu löngum boltum, það kom ekkert á óvart og við vissum að þær myndu fara í þannig leik. Við þurftum þá að standa það af okkur þegar þær unnu boltann og lúðruðu honum fram.“ Lið FH er í góðum málum í Bestu deild kvenna.Vísir/Hulda Margrét Nýliðar FH hafa komið flestum á óvart í deildinni og sitja í þriðja sæti deildarinnar með 16 stig þegar fyrri umferðin af hefðbundinni deildarkeppni er lokið. „Ég get ekki verið annað en sáttur. Liðið er á góðum stað og á meðan við erum að sækja sigra og safna stigum þá er það jákvætt. Það er mjög sterkt að ná að sækja sigra þegar við þurfum virkilega að hafa fyrir því og það gengur ekki allt saman upp og framvegis,“ sagði Guðni þegar hann var spurður út í árangurinn hingað til. FH hefur nú sigrað fjóra leiki í röð ásamt því að vera komið í undanúrslit í Mjólkurbikarnum. „Það er mjög flókið að vinna leik eftir leik. Það er gríðarlega erfitt að gera það og hvatningin þarf að vera rétt og ansi margt að ganga upp ef að lið á að vinna leik eftir leik,“ sagði Guðni að lokum. Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH ÍBV Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
„Við þurftum að fara aðeins út úr leikplaninu til að landa þessu. Þetta var erfiður sigur og við þurftum virkilega að hafa vel fyrir þessu,“ sagði Guðni skömmu eftir leik. Staðan var jöfn í hálfeik, 1-1, og reyndist síðari hálfleikur frekar lokaður og lítið um marktækifæri. Heimakonur náðu þó að skora sigurmarkið beint úr hornspyrnu þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. „Við ætluðum bara að sækja í þau svæði sem við töldum ÍBV vera veikar fyrir og reyndum að gera það. Þær þéttu mjög og gerðu það svo sem í fyrri hálfleik líka. Þær voru með þéttar varnarlínur og beittu löngum boltum, það kom ekkert á óvart og við vissum að þær myndu fara í þannig leik. Við þurftum þá að standa það af okkur þegar þær unnu boltann og lúðruðu honum fram.“ Lið FH er í góðum málum í Bestu deild kvenna.Vísir/Hulda Margrét Nýliðar FH hafa komið flestum á óvart í deildinni og sitja í þriðja sæti deildarinnar með 16 stig þegar fyrri umferðin af hefðbundinni deildarkeppni er lokið. „Ég get ekki verið annað en sáttur. Liðið er á góðum stað og á meðan við erum að sækja sigra og safna stigum þá er það jákvætt. Það er mjög sterkt að ná að sækja sigra þegar við þurfum virkilega að hafa fyrir því og það gengur ekki allt saman upp og framvegis,“ sagði Guðni þegar hann var spurður út í árangurinn hingað til. FH hefur nú sigrað fjóra leiki í röð ásamt því að vera komið í undanúrslit í Mjólkurbikarnum. „Það er mjög flókið að vinna leik eftir leik. Það er gríðarlega erfitt að gera það og hvatningin þarf að vera rétt og ansi margt að ganga upp ef að lið á að vinna leik eftir leik,“ sagði Guðni að lokum.
Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH ÍBV Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira