Gengur hægar en vonast var eftir Samúel Karl Ólason skrifar 21. júní 2023 14:41 Úkraínskir hermenn í Saporijía gera við Leopard 2 skriðdreka frá Þýskalandi. AP/Andriy Andriyenko Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir gagnsókn Úkraínumanna ganga hægar en vonast var eftir. Henni verði þó haldið á þeim hraða sem Úkraínumenn kjósa. Ekki sé um Hollywood kvikmynd að ræða, heldur séu líf í húfi. Í viðtali við BBC sagði Selenskí að Úkraínumenn hefðu frelsað átta þorp úr höndum Rússa í Saporisíja og Dónetsk. Hann sagði umfangsmikil jarðsprengjusvæði hafa reynst Úkraínumönnum erfið en áætlað er að Rússar hafi komið slíkum sprengjum fyrir á um tvö hundruð þúsund ferkílómetra svæði. Hernaðarsérfræðingar hafa varað við því að gagnsókn Úkraínumanna muni taka tíma. Hún muni taka vikur og mánuði en ekki daga og muni reynast kostnaðarsöm. Úkraínskir hermenn eru að reyna að brjóta sér leið í gegnum umfangsmiklar varnir Rússa og undir sprengjuregni. Þeir eru ekki enn komnir að meginvörnum Rússa og þetta þurfa þeir að gera án stuðnings úr lofti en Rússar eru sagðir hafa getað notað þyrlur gegn Úkraínumönnum með góðum árangri. Oleksi Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, hefur slegið á svipaða strengi og til dæmis sagt ómögulegt að bera gagnsóknina saman við sókn Úkraínumanna í Karkív í fyrra. Aðstæður séu allt aðrar en þær voru þá. Þá fundu Úkraínumenn veikleika á vörnum Rússa, brutu sér leið í gegnum varnir þeirra og stökktu þeim á flótta. Rússar voru þá með mun færri hermenn í Karkívhéraði en þeir hefðu þurft. Nú hafa Rússar haft mánuði til að undirbúa sig með því að grafa skurði, leggja jarðsprengjur og annað. Kvaðmenn þurfa litla þjálfun til að verja slíkar stöður. Úkraínumenn eru taldir hafa orðið fyrir miklu mannfalli en Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að dregið hefði úr átökum á svæðinu, samkvæmt New York Times. Rússsar hafa einnig orðið fyrir miklu mannfalli en blaðamenn í fylgd úkraínskra hersveita segjast hafa séð fjölda líka rússneskra hermanna í og við þau þorp sem hafa verið frelsuð. Halda aðstoð áfram Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa samþykkt að verja 3,5 milljörðum evra í sjóð sem nota á til að greiða fyrir vopn handa Úkraínumönnum. Það er til viðbótar við þá 5,5 milljarða evra sem búið er að setja í sjóðinn. Þá komust starfsmenn Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna að því að þeir hefðu misreiknað kostnað við þá hernaðaraðstoð sem Úkraínumenn hefðu fengið. Kostnaðurinn væri í raun 6,2 milljörðum dala lægri en áður var talið. Það gefur varnarmálaráðuneytinu meira svigrúm til að styðja Úkraínumenn með vopnasendingum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Sjá meira
Í viðtali við BBC sagði Selenskí að Úkraínumenn hefðu frelsað átta þorp úr höndum Rússa í Saporisíja og Dónetsk. Hann sagði umfangsmikil jarðsprengjusvæði hafa reynst Úkraínumönnum erfið en áætlað er að Rússar hafi komið slíkum sprengjum fyrir á um tvö hundruð þúsund ferkílómetra svæði. Hernaðarsérfræðingar hafa varað við því að gagnsókn Úkraínumanna muni taka tíma. Hún muni taka vikur og mánuði en ekki daga og muni reynast kostnaðarsöm. Úkraínskir hermenn eru að reyna að brjóta sér leið í gegnum umfangsmiklar varnir Rússa og undir sprengjuregni. Þeir eru ekki enn komnir að meginvörnum Rússa og þetta þurfa þeir að gera án stuðnings úr lofti en Rússar eru sagðir hafa getað notað þyrlur gegn Úkraínumönnum með góðum árangri. Oleksi Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, hefur slegið á svipaða strengi og til dæmis sagt ómögulegt að bera gagnsóknina saman við sókn Úkraínumanna í Karkív í fyrra. Aðstæður séu allt aðrar en þær voru þá. Þá fundu Úkraínumenn veikleika á vörnum Rússa, brutu sér leið í gegnum varnir þeirra og stökktu þeim á flótta. Rússar voru þá með mun færri hermenn í Karkívhéraði en þeir hefðu þurft. Nú hafa Rússar haft mánuði til að undirbúa sig með því að grafa skurði, leggja jarðsprengjur og annað. Kvaðmenn þurfa litla þjálfun til að verja slíkar stöður. Úkraínumenn eru taldir hafa orðið fyrir miklu mannfalli en Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að dregið hefði úr átökum á svæðinu, samkvæmt New York Times. Rússsar hafa einnig orðið fyrir miklu mannfalli en blaðamenn í fylgd úkraínskra hersveita segjast hafa séð fjölda líka rússneskra hermanna í og við þau þorp sem hafa verið frelsuð. Halda aðstoð áfram Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa samþykkt að verja 3,5 milljörðum evra í sjóð sem nota á til að greiða fyrir vopn handa Úkraínumönnum. Það er til viðbótar við þá 5,5 milljarða evra sem búið er að setja í sjóðinn. Þá komust starfsmenn Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna að því að þeir hefðu misreiknað kostnað við þá hernaðaraðstoð sem Úkraínumenn hefðu fengið. Kostnaðurinn væri í raun 6,2 milljörðum dala lægri en áður var talið. Það gefur varnarmálaráðuneytinu meira svigrúm til að styðja Úkraínumenn með vopnasendingum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Sjá meira