Fótbolti

Diljá Ýr til Belgíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Diljá Ýr í leik með BK Häcken.
Diljá Ýr í leik með BK Häcken. BK Häcken/Vísir

Framherjinn Diljá Ýr Zomers hefur gengið í raðir belgíska félagsins Leuven frá sænska félaginu Norrköping. Ekki kemur fram um hversu langan samning er að ræða.

Hin 21 árs gamla Diljá Ýr er fjölhæfur leikmaður sem getur leikið í flestum stöðum framarlega á vellinum. Hefur hún spilað 4 A-landsleiki fyrir Ísland.

Diljá Ýr lék með FH, Stjörnunni og Val hér á landi áður en hún samdi við Häcken í Svíþjóð árið 2020. Þaðan var hún lánuð til Norrköping og skipti svo alfarið yfir. Á yfirstandandi tímabili í sænsku úrvalsdeildinni hefur Diljá Ýr skoraði eitt mark í 12 leikjum.

Leuven endaði í 2. sæti belgísku deildarinnar á síðustu leiktíð en sem stendur er sumarfrí í deildinni. Landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson leikur með karlaliði félagsins.

Diljá Ýr og Valgeir Lunddal Friðriksson, bakvörður íslenska landsliðsins og Svíþjóðarmeistara Häcken, eru í sambandi. Hvort hann sé einnig á förum frá Svíþjóð verður að koma í ljós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×