„Þetta er ekki leiðin til að halda heilbrigðisstarfsfólki í vinnu“ Lovísa Arnardóttir skrifar 21. júní 2023 12:12 Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir niðurstöðu héraðsdóms mikilvæga fyrir stéttina alla. Vísir/Sigurjón Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, fagnar niðurstöðu héraðsdóms í dag í máli hjúkrunarfræðings á geðdeild Landspítalans. Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum var sýknaður af ákæru um að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan var sýknuð af öllum kröfum héraðssaksóknara og einkaréttarkröfu aðstandanda þess sem lést var vísað frá dómi. Guðbjörg vonast til þess að yfirvöld láti hér staðar numið í þessu máli. Hún kallar þó eftir viðbrögðum þeirra og að refsiramminn sé skýrari og aðstæður heilbrigðisstarfsfólks bættar. „Ég fagna þessu mjög,“ segir hún og að niðurstaðan sé mikilvæg fyrir hina ákærðu, Steinu Árnadóttur, en einnig fyrir heilbrigðisstarfsfólk allt. Hún segir félagið hafa ítrekað kallað eftir skýrari refsiramma og að þetta mál sé gott dæmi um mál sem hafi valdið óbætanlegum skaða. Hún harmar að farið hafi verið í „manninn en ekki boltann“ í þessu máli og vonar að einhver lærdómur verði dreginn af þessu máli. „Þetta gengur ekki. Þetta er ekki leiðin til að halda heilbrigðisstarfsfólki í vinnu,“ segir Guðbjörg sem segir að ef niðurstaða dómsins hefði verið önnur hafi hún átt von á brotfalli úr stétt hjúkrunarfræðinga og annars heilbrigðisstarfsfólks. „Hér er ekkert sem er að vernda fólkið í vinnunni að hér séu of fáir á vakt, fólk beðið um að hlaupa margfalt umfram vinnuskyldu og ekki eru stofnanirnar dregnar til ábyrgðar. Þannig nú er þetta algerlega komið í hendurnar á ríkisstjórninni og heilbrigðisstofnunum að hysja upp um sig í máli ef þau ætla að halda fólki í vinnu. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Steinu, segir niðurstöðuna sigur. Vísir/Sigurjón Steina Árnadóttir, 62 ára gamall hjúkrunarfræðingur, var ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi og brot gegn lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Hún neitaði sök og var ekki viðstödd dómsuppkvaðninguna í morgun. Henni var gefið að sök að svipta konu á sextugsaldri með geðklofa, sem var sjúklingur á geðdeild 33A á Landspítalanum við Hringbraut, lífi með því að þröngva ofan í hana tveimur flöskum af næringardrykk 16. ágúst árið 2021. Steina hafi hellt drykknum upp í munn konunnar á meðan hún lét samstarfskonur halda henni þrátt fyrir að konan hefði gefið til kynna að hún vildi ekki drykkinn. Drykkurinn hafi hafnað í loftvegi konunnar sem olli því að hún kafnaði. Dómurinn var fjölskipaður. Auk tveggja héraðsdómara var sérfræðingur í bráðalækningum meðdómandi í málinu. Dómsorðið hefur ekki verið birt enn. Steina var ekki viðstödd dómsuppkvaðninguna sjálf. Geðheilbrigði Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Landspítalinn Dómsmál Tengdar fréttir Vísað ranglega á sjúkrabíl þegar kona á geðdeild lést Símavörður á Landspítalanum vísaði hjúkrunarfræðingum á geðdeild á að hringja eftir sjúkrabíl í stað þess að kalla út endurlífgunarteymi eins og bar að gera þegar sjúklingur á deildinni lést fyrir tveimur árum. Spítalinn neitar að afhenda niðurstöður innri rannsóknar á andlátinu en hjúkrunarfræðingur af deildinni er ákærður fyrir manndráp vegna þess. 19. júní 2023 07:00 Landspítalinn „með puttana“ í lykilþáttum málsins Verjandi hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild sakaði Landspítalann um að vera með puttana í lykilgögnum málsins og skipta sér af framburði lykilvitna. Ákæruvaldið hafi skautað létt fram hjá ábyrgð spítalans sjálfs á andlátinu. 26. maí 2023 14:37 Virðist hafa tekið pirring út á sjúklingnum Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans tók pirring vegna aðstæðna á deildinni út á sjúklingnum, að mati saksóknara í málinu. Þrátt fyrir að hann hafi ekki ætlað að drepa sjúklinginn hafi hann gengið fram af offorsi og mátt vera ljóst hverjar afleiðingarnar yrðu. 26. maí 2023 13:34 Undirmönnun, álag og fyrirmæli sem komust ekki til skila Forstjóri Landspítalans staðfesti að aðstæður á geðdeild hafi verið ófullnægjandi þegar kona lést þar fyrir tæpum tveimur árum í framburði fyrir dómi í morgun. Innri rannsókn spítalans leiddi í ljós að vaktin var undirmönnuð, mikið álag var á starfsfólki, fyrirmæli skiluðu sér ekki og sjúklingurinn ekki vistaður á heppilegum stað. Þá hafði ákærða unnið nítján vaktir á sextán dögum fyrir andlát sjúklingsins. 26. maí 2023 11:10 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum var sýknaður af ákæru um að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan var sýknuð af öllum kröfum héraðssaksóknara og einkaréttarkröfu aðstandanda þess sem lést var vísað frá dómi. Guðbjörg vonast til þess að yfirvöld láti hér staðar numið í þessu máli. Hún kallar þó eftir viðbrögðum þeirra og að refsiramminn sé skýrari og aðstæður heilbrigðisstarfsfólks bættar. „Ég fagna þessu mjög,“ segir hún og að niðurstaðan sé mikilvæg fyrir hina ákærðu, Steinu Árnadóttur, en einnig fyrir heilbrigðisstarfsfólk allt. Hún segir félagið hafa ítrekað kallað eftir skýrari refsiramma og að þetta mál sé gott dæmi um mál sem hafi valdið óbætanlegum skaða. Hún harmar að farið hafi verið í „manninn en ekki boltann“ í þessu máli og vonar að einhver lærdómur verði dreginn af þessu máli. „Þetta gengur ekki. Þetta er ekki leiðin til að halda heilbrigðisstarfsfólki í vinnu,“ segir Guðbjörg sem segir að ef niðurstaða dómsins hefði verið önnur hafi hún átt von á brotfalli úr stétt hjúkrunarfræðinga og annars heilbrigðisstarfsfólks. „Hér er ekkert sem er að vernda fólkið í vinnunni að hér séu of fáir á vakt, fólk beðið um að hlaupa margfalt umfram vinnuskyldu og ekki eru stofnanirnar dregnar til ábyrgðar. Þannig nú er þetta algerlega komið í hendurnar á ríkisstjórninni og heilbrigðisstofnunum að hysja upp um sig í máli ef þau ætla að halda fólki í vinnu. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Steinu, segir niðurstöðuna sigur. Vísir/Sigurjón Steina Árnadóttir, 62 ára gamall hjúkrunarfræðingur, var ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi og brot gegn lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Hún neitaði sök og var ekki viðstödd dómsuppkvaðninguna í morgun. Henni var gefið að sök að svipta konu á sextugsaldri með geðklofa, sem var sjúklingur á geðdeild 33A á Landspítalanum við Hringbraut, lífi með því að þröngva ofan í hana tveimur flöskum af næringardrykk 16. ágúst árið 2021. Steina hafi hellt drykknum upp í munn konunnar á meðan hún lét samstarfskonur halda henni þrátt fyrir að konan hefði gefið til kynna að hún vildi ekki drykkinn. Drykkurinn hafi hafnað í loftvegi konunnar sem olli því að hún kafnaði. Dómurinn var fjölskipaður. Auk tveggja héraðsdómara var sérfræðingur í bráðalækningum meðdómandi í málinu. Dómsorðið hefur ekki verið birt enn. Steina var ekki viðstödd dómsuppkvaðninguna sjálf.
Geðheilbrigði Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Landspítalinn Dómsmál Tengdar fréttir Vísað ranglega á sjúkrabíl þegar kona á geðdeild lést Símavörður á Landspítalanum vísaði hjúkrunarfræðingum á geðdeild á að hringja eftir sjúkrabíl í stað þess að kalla út endurlífgunarteymi eins og bar að gera þegar sjúklingur á deildinni lést fyrir tveimur árum. Spítalinn neitar að afhenda niðurstöður innri rannsóknar á andlátinu en hjúkrunarfræðingur af deildinni er ákærður fyrir manndráp vegna þess. 19. júní 2023 07:00 Landspítalinn „með puttana“ í lykilþáttum málsins Verjandi hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild sakaði Landspítalann um að vera með puttana í lykilgögnum málsins og skipta sér af framburði lykilvitna. Ákæruvaldið hafi skautað létt fram hjá ábyrgð spítalans sjálfs á andlátinu. 26. maí 2023 14:37 Virðist hafa tekið pirring út á sjúklingnum Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans tók pirring vegna aðstæðna á deildinni út á sjúklingnum, að mati saksóknara í málinu. Þrátt fyrir að hann hafi ekki ætlað að drepa sjúklinginn hafi hann gengið fram af offorsi og mátt vera ljóst hverjar afleiðingarnar yrðu. 26. maí 2023 13:34 Undirmönnun, álag og fyrirmæli sem komust ekki til skila Forstjóri Landspítalans staðfesti að aðstæður á geðdeild hafi verið ófullnægjandi þegar kona lést þar fyrir tæpum tveimur árum í framburði fyrir dómi í morgun. Innri rannsókn spítalans leiddi í ljós að vaktin var undirmönnuð, mikið álag var á starfsfólki, fyrirmæli skiluðu sér ekki og sjúklingurinn ekki vistaður á heppilegum stað. Þá hafði ákærða unnið nítján vaktir á sextán dögum fyrir andlát sjúklingsins. 26. maí 2023 11:10 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Vísað ranglega á sjúkrabíl þegar kona á geðdeild lést Símavörður á Landspítalanum vísaði hjúkrunarfræðingum á geðdeild á að hringja eftir sjúkrabíl í stað þess að kalla út endurlífgunarteymi eins og bar að gera þegar sjúklingur á deildinni lést fyrir tveimur árum. Spítalinn neitar að afhenda niðurstöður innri rannsóknar á andlátinu en hjúkrunarfræðingur af deildinni er ákærður fyrir manndráp vegna þess. 19. júní 2023 07:00
Landspítalinn „með puttana“ í lykilþáttum málsins Verjandi hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild sakaði Landspítalann um að vera með puttana í lykilgögnum málsins og skipta sér af framburði lykilvitna. Ákæruvaldið hafi skautað létt fram hjá ábyrgð spítalans sjálfs á andlátinu. 26. maí 2023 14:37
Virðist hafa tekið pirring út á sjúklingnum Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans tók pirring vegna aðstæðna á deildinni út á sjúklingnum, að mati saksóknara í málinu. Þrátt fyrir að hann hafi ekki ætlað að drepa sjúklinginn hafi hann gengið fram af offorsi og mátt vera ljóst hverjar afleiðingarnar yrðu. 26. maí 2023 13:34
Undirmönnun, álag og fyrirmæli sem komust ekki til skila Forstjóri Landspítalans staðfesti að aðstæður á geðdeild hafi verið ófullnægjandi þegar kona lést þar fyrir tæpum tveimur árum í framburði fyrir dómi í morgun. Innri rannsókn spítalans leiddi í ljós að vaktin var undirmönnuð, mikið álag var á starfsfólki, fyrirmæli skiluðu sér ekki og sjúklingurinn ekki vistaður á heppilegum stað. Þá hafði ákærða unnið nítján vaktir á sextán dögum fyrir andlát sjúklingsins. 26. maí 2023 11:10