Dómar í Rauðagerðismálinu mildaðir verulega Árni Sæberg skrifar 21. júní 2023 14:05 Claudia hlaut þriggja ára fangelsisdóm. Landsréttur hafði dæmt hana í fjórtán ára fangelsi. vísir/vilhelm Angjelin Sterkaj var rétt í þessu dæmdur til sextán ára fangelsisvistar í Hæstarétti fyrir morðið á Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021. Þrír hlutdeildarmenn hans voru dæmdir til þriggja til tíu ára fangelsisvistar. Claudia Carvalho var dæmd til þriggja ára fangelsis, Murat Selivrada fjögurra ára og Shpetim Qerimi fékk tíu ára dóm. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að heimild skorti að lögum til að dæma Angjelin til þyngri tímabundinnar refsingar en mælt er fyrir um ákvæði almennra hegningarlaga um manndráp. Þá væru ekki skilyrði til að ákveða honum refsingu með vísan samverknaðarákvæðis sömu laga þar sem brot annarra hefðu verið hlutdeildarbrot. Við ákvörðun refsingar hinna þriggja var litið til þess að um hlutdeild í mjög alvarlegu broti væri að ræða. Þar sem þáttur Claudiu og Murats í undirbúningi þess þótti smávægilegur var refsing þeirra ákveðin með hliðsjón ákvæði hegningarlaga um smávægilega hlutdeild. Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa banað Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021. Hinir þrír sakborningarnir, þau Claudia Carvalho, Shpetim Qerimi og Murat Selivrada voru öll sýknuð en Landsréttur sneri dómnum við og dæmdi öll þrjú í fjórtán ára fangelsi fyrir samverknað auk þess að þyngja dóminn yfir Angjelin í tuttugu ár. Angjelin Sterkaj var endanlega sakfelldur fyrir morðið á Armando Bequrai í dag.Vísir/Vilhelm Öll fjögur óskuðu eftir leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari skilaði áliti sínu á beiðnunum í desembermánuði í fyrra. Fram kom í álitinu að hugsanlega hafi skort lagaheimild til að þyngja dóm Angjelins. Þá væri mikilvægt að Hæstiréttur skoðaði skilyrði um samverknað í málinu annars vegar og hlutdeild hins vegar. Ein umfangsmesta rannsókn seinni tíma Undir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar kom Armando Beqirai, 33 ára fjölskyldufaðir frá Albaníu, að heimili sínu í Rauðagerði. Hann lagði bíl sínum í bílskúrnum og þegar hann gekk út um bílskúrsdyrnar var hann skotinn níu sinnum. Rannsókn málsins var ein sú umfangsmesta í síðari tíð. Var fjöldi fólks handtekinn við rannsóknina en grunur lék á um að morðið tengdist einhvers konar uppgjöri í undirheimunum. Málið var gert upp í sérstökum annál fréttastofu fyrir síðustu áramót. Málið vakti mikinn óhug í samfélaginu, enda hefur morðinu verið lýst sem aftöku. Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, ræddi málið við Kompás fyrir tveimur árum. Hún telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að Angjelin hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. Morð í Rauðagerði Dómsmál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Claudia Carvalho var dæmd til þriggja ára fangelsis, Murat Selivrada fjögurra ára og Shpetim Qerimi fékk tíu ára dóm. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að heimild skorti að lögum til að dæma Angjelin til þyngri tímabundinnar refsingar en mælt er fyrir um ákvæði almennra hegningarlaga um manndráp. Þá væru ekki skilyrði til að ákveða honum refsingu með vísan samverknaðarákvæðis sömu laga þar sem brot annarra hefðu verið hlutdeildarbrot. Við ákvörðun refsingar hinna þriggja var litið til þess að um hlutdeild í mjög alvarlegu broti væri að ræða. Þar sem þáttur Claudiu og Murats í undirbúningi þess þótti smávægilegur var refsing þeirra ákveðin með hliðsjón ákvæði hegningarlaga um smávægilega hlutdeild. Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa banað Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021. Hinir þrír sakborningarnir, þau Claudia Carvalho, Shpetim Qerimi og Murat Selivrada voru öll sýknuð en Landsréttur sneri dómnum við og dæmdi öll þrjú í fjórtán ára fangelsi fyrir samverknað auk þess að þyngja dóminn yfir Angjelin í tuttugu ár. Angjelin Sterkaj var endanlega sakfelldur fyrir morðið á Armando Bequrai í dag.Vísir/Vilhelm Öll fjögur óskuðu eftir leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari skilaði áliti sínu á beiðnunum í desembermánuði í fyrra. Fram kom í álitinu að hugsanlega hafi skort lagaheimild til að þyngja dóm Angjelins. Þá væri mikilvægt að Hæstiréttur skoðaði skilyrði um samverknað í málinu annars vegar og hlutdeild hins vegar. Ein umfangsmesta rannsókn seinni tíma Undir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar kom Armando Beqirai, 33 ára fjölskyldufaðir frá Albaníu, að heimili sínu í Rauðagerði. Hann lagði bíl sínum í bílskúrnum og þegar hann gekk út um bílskúrsdyrnar var hann skotinn níu sinnum. Rannsókn málsins var ein sú umfangsmesta í síðari tíð. Var fjöldi fólks handtekinn við rannsóknina en grunur lék á um að morðið tengdist einhvers konar uppgjöri í undirheimunum. Málið var gert upp í sérstökum annál fréttastofu fyrir síðustu áramót. Málið vakti mikinn óhug í samfélaginu, enda hefur morðinu verið lýst sem aftöku. Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, ræddi málið við Kompás fyrir tveimur árum. Hún telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að Angjelin hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira