Mögnuð tölfræði Gísla Þorgeirs sem var bestur á ögurstundu Smári Jökull Jónsson skrifar 21. júní 2023 07:30 Gísli Þorgeir var frábær í Meistaradeildinni í vetur. Vísir/Getty Gísli Þorgeir Kristjánsson átti frábæran vetur fyrir Magdeburg í Meistaradeildinni í handbolta. Tölfræði sýnir að Gísli var bestur á ögurstundu í leikjum liðsins. Magdeburg tryggði sér um helgina sigur í Meistaradeildinni í handknattleik eftir sigur á Kielce í æsispennandi úrslitaleik. Gísli Þorgeir Kristjánsson var valinn besti maður úrslitahelgarinnar og tölfræði vetrarins sýnir að hann er einn besti handknattleiksmaður heims um þessar mundir. Leikir Magdeburg í Köln um helgina voru bæðir æsispennandi. Í grein sem birtist á vef EHF í dag er farið í saumana á frábærri frammistöðu Gísla Þorgeirs. Ef tekið er inn í myndina að í undanúrslitaleiknum gegn Barcelona fór Gísli úr axlarlið þá er frammistaða hans í raun óskiljanleg, svo góð er hún. Hann átti góðan leik gegn Barca þar sem hann skoraði fimm mörk úr átta skotum. Hann tapaði boltanum þrisvar sinnum en í úrslitaleiknum tapaði hann engum bolta sem er ótrúleg tölfræði fyrir mann sem er prímusmótor í sóknarleik Magdeburg og að um úrslitaleik er að ræða. Bestur á ögurstundu Gísli Þorgeir átti hins vegar ekki bara góða úrslitahelgi fyrir Evrópumeistarana. Hann skoraði flest mörk utan af velli fyrir liðið í Meistaradeildinni í vetur eða 5,1 að meðaltali í leik. Ef skoðaðir eru leikmenn sem tóku að minnsta kosti 4,5 skot í leik að meðaltali var Gísli Þorgeir með fimmtu bestu skotnýtinguna (75,2%) og af þeim sem tóku 6,5 skot eða meira var hann í öðru sæti. Það er hins vegar tölfræði hans á lokamínútum leikja sem er einna áhugaverðust. Lokamínútur leikja eru skilgreindar þannig að um er að ræða síðustu sex mínúturnar í hverjum leik og framlenging og aðeins eru taldar þær mínútur þar sem munar tveimur mörkum eða minna. Gísli Þorgeir er ekki aðeins sá leikmaður sem skoraði flest mörk utan af velli á lokamínútunum heldur klikkaði hann aðeins á einu skoti á þessum mínútum. Hann var því með 92,3% skotnýtingu sem er það langbesta hjá leikmönnum sem tóku að minnsta kosti átta skot á lokamínútum leikja í vetur. Í úrslitaleiknum gegn Kielce skoraði Gísli Þorgeir tvö mörk úr tveimur tilraunum á lokamínútum leikisns auk þess að næla í víti. Kóngurinn í sókninni Sóknarleikur Magdeburg er nánast klæðskerasniðinn að Hafnfirðingnum Gísla Þorgeiri. Síendurtekið er búið að einangra varnarmenn andstæðingana svo Gísli geti gert sínar baneitruðu árásir sem skila oftar en ekki marki, víti eða brottvísun. Í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar enduðu 25,4% sókna Magdeburg með skoti, töpuðum bolta eða vítakasti þar sem búið var að einangra varnarmann. Þetta er langhæsta hlutfall liða í Meistaradeildinni og þeir eru eina liðið þar sem einangrun varnarmanna er algengasta sóknarafbrigðið. Gísli Þorgeir býr sömuleiðis til pláss fyrir samherja sína þegar hann keyrir á varnarmenn einn á einn. Ef þessar sóknir eru teknar með í reikninginn eykst hlutfall sóknarafbrigðisins í 35,1% sem einnig er það hæsta í Meistaradeildinni. Meira en helmingur (52,2%) skota, tapaðra bolta og fiskaðra víta Gísla í útsláttarkeppninni komu eftir sóknir þar sem búið var að einangra varnarmenn andstæðingana. Þetta er það mesta á meðal leikmanna Meistaradeildarinnar og hann var þar að auki einn skilvirkasti leikmaðurinn með 32,3 mörk sköpuð í hverjum 50 sóknum., aðeins á eftir Miha Zarabec leikmanni Wisla Plock. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Sjá meira
Magdeburg tryggði sér um helgina sigur í Meistaradeildinni í handknattleik eftir sigur á Kielce í æsispennandi úrslitaleik. Gísli Þorgeir Kristjánsson var valinn besti maður úrslitahelgarinnar og tölfræði vetrarins sýnir að hann er einn besti handknattleiksmaður heims um þessar mundir. Leikir Magdeburg í Köln um helgina voru bæðir æsispennandi. Í grein sem birtist á vef EHF í dag er farið í saumana á frábærri frammistöðu Gísla Þorgeirs. Ef tekið er inn í myndina að í undanúrslitaleiknum gegn Barcelona fór Gísli úr axlarlið þá er frammistaða hans í raun óskiljanleg, svo góð er hún. Hann átti góðan leik gegn Barca þar sem hann skoraði fimm mörk úr átta skotum. Hann tapaði boltanum þrisvar sinnum en í úrslitaleiknum tapaði hann engum bolta sem er ótrúleg tölfræði fyrir mann sem er prímusmótor í sóknarleik Magdeburg og að um úrslitaleik er að ræða. Bestur á ögurstundu Gísli Þorgeir átti hins vegar ekki bara góða úrslitahelgi fyrir Evrópumeistarana. Hann skoraði flest mörk utan af velli fyrir liðið í Meistaradeildinni í vetur eða 5,1 að meðaltali í leik. Ef skoðaðir eru leikmenn sem tóku að minnsta kosti 4,5 skot í leik að meðaltali var Gísli Þorgeir með fimmtu bestu skotnýtinguna (75,2%) og af þeim sem tóku 6,5 skot eða meira var hann í öðru sæti. Það er hins vegar tölfræði hans á lokamínútum leikja sem er einna áhugaverðust. Lokamínútur leikja eru skilgreindar þannig að um er að ræða síðustu sex mínúturnar í hverjum leik og framlenging og aðeins eru taldar þær mínútur þar sem munar tveimur mörkum eða minna. Gísli Þorgeir er ekki aðeins sá leikmaður sem skoraði flest mörk utan af velli á lokamínútunum heldur klikkaði hann aðeins á einu skoti á þessum mínútum. Hann var því með 92,3% skotnýtingu sem er það langbesta hjá leikmönnum sem tóku að minnsta kosti átta skot á lokamínútum leikja í vetur. Í úrslitaleiknum gegn Kielce skoraði Gísli Þorgeir tvö mörk úr tveimur tilraunum á lokamínútum leikisns auk þess að næla í víti. Kóngurinn í sókninni Sóknarleikur Magdeburg er nánast klæðskerasniðinn að Hafnfirðingnum Gísla Þorgeiri. Síendurtekið er búið að einangra varnarmenn andstæðingana svo Gísli geti gert sínar baneitruðu árásir sem skila oftar en ekki marki, víti eða brottvísun. Í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar enduðu 25,4% sókna Magdeburg með skoti, töpuðum bolta eða vítakasti þar sem búið var að einangra varnarmann. Þetta er langhæsta hlutfall liða í Meistaradeildinni og þeir eru eina liðið þar sem einangrun varnarmanna er algengasta sóknarafbrigðið. Gísli Þorgeir býr sömuleiðis til pláss fyrir samherja sína þegar hann keyrir á varnarmenn einn á einn. Ef þessar sóknir eru teknar með í reikninginn eykst hlutfall sóknarafbrigðisins í 35,1% sem einnig er það hæsta í Meistaradeildinni. Meira en helmingur (52,2%) skota, tapaðra bolta og fiskaðra víta Gísla í útsláttarkeppninni komu eftir sóknir þar sem búið var að einangra varnarmenn andstæðingana. Þetta er það mesta á meðal leikmanna Meistaradeildarinnar og hann var þar að auki einn skilvirkasti leikmaðurinn með 32,3 mörk sköpuð í hverjum 50 sóknum., aðeins á eftir Miha Zarabec leikmanni Wisla Plock.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Sjá meira