Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Máni Snær Þorláksson skrifar
Telma Lucinda Tómasson fréttaþulur fréttamaður
Telma Lucinda Tómasson fréttaþulur fréttamaður

Í kvöldfréttum förum við ítarlega yfir ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um tímabundið bann við veiðum á langreyði. Ákvörðunin hefur valdið titringi innan samstarfsflokka Vinstri grænna í ríkisstjórn en ráðherra óttast ekki áhrif á stjórnarsamstarfið.

OECD segir brýnt að Íslendingar nái að vinna á verðbólgunni. Skoða ætti að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna og nýta menntun og reynslu innflytjenda á vinnumarkaði betur.

Og við fylgjumst með kennara úr Rimaskóla sem valinn var maður ársins í Reykjavík og fékk að því tilefni að opna fyrir veiðar sumarsins í Elliðaánum. Nemendur segja hann besta kennara í heimi.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×