Viðskipti innlent

Óðinn ráðinn fram­­kvæmda­­stjóri Festi fast­eigna

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Óðinn lét af störfum hjá Stefni hf. í dag.
Óðinn lét af störfum hjá Stefni hf. í dag. KOM

Óðinn Árnason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Festi fasteigna ehf.. Hann mun hefja störf þann 1. september. 

Í tilkynningu frá Festi segir að með ráðningunni taki Óðinn í leið sæti í framkvæmdastjórn Festi hf.

Óðinn hefur starfað sem sjóðstjóri hjá Stapa lífeyrissjóði og Stefni hf. og Íslenskum verðbréfum. Þá hefur hann einnig starfað við fasteigna- og markaðsgreiningar hjá Kaupthing Sverige AB og sem miðlari hjá Sparisjóðabankanum (Icebank).

Óðinn er með B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Hann er að auki með meistaragráðu í fasteignafjárfestingum, greiningum og umsýslu fasteigna frá Konunglega Tækniháskólanum í Svíþjóð.

„Ég er mjög spenntur að ganga til liðs við þann öfluga hóp sem starfar innan Festi samstæðunnar. Mikil verðmæti eru í stóru fasteigna- og lóðasafni félagsins sem verður afar spennandi að taka þátt í að hlúa að og reyna að auka. Ég er mjög þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt og hlakka til að takast á við þessa áskorun með samstarfsfólki mínu,” segir Óðinn um ráðninguna. Hann lét af störfum sem sjóðstjóri Stefnis í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×