Fullyrðir að Zion Willamson verði kominn í nýtt lið á fimmtudaginn Siggeir Ævarsson skrifar 19. júní 2023 23:01 Zion Williamson fagnar gegn Phoenix Suns. Sean Gardner/Getty Images Töluvert hefur verið hvíslað um möguleg félagskipti Zion Williamson, leikmanns New Orleans Pelicans, síðustu daga og nú hefur íþróttafréttamaðurinn Bill Simmons bætt olíu á þann eld en hann segir að Williamson verði ekki leikmaður Pelicans þegar nýliðavalið fer fram á fimmtudag. Simmons gat ekki gefið upp heimildarmann sinn fyrir þessari fullyrðingu en sagði: „Ónefndur aðili, sem ég treysti, sagði mér í gær að hann yrði ekki í liðinu lengur á fimmtudaginn.“ Fer þessi fullyrðing saman við fréttir sem berast úr herbúðum Pelicans, sem virðast hafa fengið nóg af hegðun Williamson utan vallar. Recent off-court events surrounding Zion Williamson have shocked high-ranking members of the Pelicans organization. High-ranking members of the organization have been dismayed by recent off-court developments around Williamson, as other outlets have noted. The organization pic.twitter.com/zKwIxBIETw— NBACentral (@TheNBACentral) June 19, 2023 Einkalíf Williamson hefur verið töluvert í fréttum undanfarið en Moriah Mills, fyrrum klámstjarna, fór mikinn á Twitter á dögunum þar sem hún sagðist eiga í ástarsambandi við Zion. Það væri kannski ekki stórmál ef ekki væri fyrir þá staðreynd að daginn áður tilkynntu Zion og og kærasta hans, Akheema, að þau ættu von á barni. Til að bæta gráu ofan á svart hefur svo önnur kona stigið fram á Twitter og sagst eiga í ástarsambandi við Zion, og birti m.a. myndir af Zion sofandi máli sínu til stuðnings. Vandræði utan og innan vallar En Zion er ekki bara í vandræðum utan vallar. Hann þótti einn efnilegasti leikmaður nýliðavalsins 2019 og notuðu Pelicans 1. valrétt til að velja hann. Honum hefur þó gengið afar illa að halda sér heilum heilsu en Zion lék aðeins 24 leiki sitt fyrsta tímabil í deildinni og 61 það næsta, en alls er tímabilið 82 leikir. Tímabilið 2021-22 lék Zion ekkert vegna meiðsla og aðeins 29 leiki á nýliðnu tímabili. Hann hefur einnig legið undir ámæli fyrir að vera of þungur og sýna engan metnað til að koma sér í form fyrir það álag sem fylgir því að spila í NBA. Zion er í dag skráður 129 kg á vefsíðu NBA, en hann er tæpir tveir metrar á hæð. Það er þó engum blöðum um það að fletta að Zion er hæfileikaríkur leikmaður og þegar hann er á vellinum halda honum engin bönd, en hann hefur skorað að meðaltali tæp 26 stig í leik á ferlinum. Í leik gegn Timberwolves í desember skoraði Zion það mesta sem hann hefur skorað í einum leik á ferlinum, eða 43 stig. Félagaskiptahasar í kringum nýliðavalið Búast má við allskonar félagaskiptafléttum í kringum nýliðavalið í NBA sem fram fer á fimmtudaginn, en lið geta skipt valrétti sínum til annarra liða, og fá eða láta þá gjarnan leikmenn með í slíkum pökkum. Pelicans eiga 14. valrétt, en þá er oft orðið fátt um fína drætti í valinu. Talið er líklegt að Pelicans hafi augastað á einhverjum af fimm efstu valréttunum. Engar líkur eru á að Spurs láti fyrsta valrétt af hendi en 99,9% líkur eru á að Gregg Popovich og félagar velji franska undrabarnið Victor Wembanyama. Þá eru eftir í röð: 2. Charlotte Hornets, 3. Portland Trail Blazers, 4. Houston Rockets og 5. Detroit Pistons. Ein flétta gæti verið á þá leið að þriðja liðið komi inn og Zion endi þar meðan að valréttir liðanna ganga kaupum og sölum. New York Knicks hafa m.a. verið nefndir, sem og 76ers en enn sem komið er þá er ekkert fast í hendi. NBA Körfubolti Tengdar fréttir Klámstjarna sakar tilvonandi föðurinn Zion um framhjáhald Körfuboltamaðurinn Zion Williamson og kærasta hans greindu frá því í vikunni að þau ættu von á stúlku. Degi síðar greindi klámstjarna frá því að hún ætti í ástarsambandi við Zion og nú hefur önnur kona bæst við. 9. júní 2023 10:24 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti Fleiri fréttir „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Sjá meira
Simmons gat ekki gefið upp heimildarmann sinn fyrir þessari fullyrðingu en sagði: „Ónefndur aðili, sem ég treysti, sagði mér í gær að hann yrði ekki í liðinu lengur á fimmtudaginn.“ Fer þessi fullyrðing saman við fréttir sem berast úr herbúðum Pelicans, sem virðast hafa fengið nóg af hegðun Williamson utan vallar. Recent off-court events surrounding Zion Williamson have shocked high-ranking members of the Pelicans organization. High-ranking members of the organization have been dismayed by recent off-court developments around Williamson, as other outlets have noted. The organization pic.twitter.com/zKwIxBIETw— NBACentral (@TheNBACentral) June 19, 2023 Einkalíf Williamson hefur verið töluvert í fréttum undanfarið en Moriah Mills, fyrrum klámstjarna, fór mikinn á Twitter á dögunum þar sem hún sagðist eiga í ástarsambandi við Zion. Það væri kannski ekki stórmál ef ekki væri fyrir þá staðreynd að daginn áður tilkynntu Zion og og kærasta hans, Akheema, að þau ættu von á barni. Til að bæta gráu ofan á svart hefur svo önnur kona stigið fram á Twitter og sagst eiga í ástarsambandi við Zion, og birti m.a. myndir af Zion sofandi máli sínu til stuðnings. Vandræði utan og innan vallar En Zion er ekki bara í vandræðum utan vallar. Hann þótti einn efnilegasti leikmaður nýliðavalsins 2019 og notuðu Pelicans 1. valrétt til að velja hann. Honum hefur þó gengið afar illa að halda sér heilum heilsu en Zion lék aðeins 24 leiki sitt fyrsta tímabil í deildinni og 61 það næsta, en alls er tímabilið 82 leikir. Tímabilið 2021-22 lék Zion ekkert vegna meiðsla og aðeins 29 leiki á nýliðnu tímabili. Hann hefur einnig legið undir ámæli fyrir að vera of þungur og sýna engan metnað til að koma sér í form fyrir það álag sem fylgir því að spila í NBA. Zion er í dag skráður 129 kg á vefsíðu NBA, en hann er tæpir tveir metrar á hæð. Það er þó engum blöðum um það að fletta að Zion er hæfileikaríkur leikmaður og þegar hann er á vellinum halda honum engin bönd, en hann hefur skorað að meðaltali tæp 26 stig í leik á ferlinum. Í leik gegn Timberwolves í desember skoraði Zion það mesta sem hann hefur skorað í einum leik á ferlinum, eða 43 stig. Félagaskiptahasar í kringum nýliðavalið Búast má við allskonar félagaskiptafléttum í kringum nýliðavalið í NBA sem fram fer á fimmtudaginn, en lið geta skipt valrétti sínum til annarra liða, og fá eða láta þá gjarnan leikmenn með í slíkum pökkum. Pelicans eiga 14. valrétt, en þá er oft orðið fátt um fína drætti í valinu. Talið er líklegt að Pelicans hafi augastað á einhverjum af fimm efstu valréttunum. Engar líkur eru á að Spurs láti fyrsta valrétt af hendi en 99,9% líkur eru á að Gregg Popovich og félagar velji franska undrabarnið Victor Wembanyama. Þá eru eftir í röð: 2. Charlotte Hornets, 3. Portland Trail Blazers, 4. Houston Rockets og 5. Detroit Pistons. Ein flétta gæti verið á þá leið að þriðja liðið komi inn og Zion endi þar meðan að valréttir liðanna ganga kaupum og sölum. New York Knicks hafa m.a. verið nefndir, sem og 76ers en enn sem komið er þá er ekkert fast í hendi.
NBA Körfubolti Tengdar fréttir Klámstjarna sakar tilvonandi föðurinn Zion um framhjáhald Körfuboltamaðurinn Zion Williamson og kærasta hans greindu frá því í vikunni að þau ættu von á stúlku. Degi síðar greindi klámstjarna frá því að hún ætti í ástarsambandi við Zion og nú hefur önnur kona bæst við. 9. júní 2023 10:24 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti Fleiri fréttir „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Sjá meira
Klámstjarna sakar tilvonandi föðurinn Zion um framhjáhald Körfuboltamaðurinn Zion Williamson og kærasta hans greindu frá því í vikunni að þau ættu von á stúlku. Degi síðar greindi klámstjarna frá því að hún ætti í ástarsambandi við Zion og nú hefur önnur kona bæst við. 9. júní 2023 10:24