„Við erum ekki komin á markað til að stela einhverjum bílstjórum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. júní 2023 20:00 Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík. Vísir/Einar Hopp leigubílar hófu formlega innreið sína á markaðinn í vikunni en stóra prófraunin var um helgina enda mesta álagið í tengslum við skemmtanalífið um helgar. Framkvæmdastjórinn segir helgina hafa gengið vel þrátt fyrir að hafa alls ekki náð að anna eftirspurn. Um 66% þeirra sem reyndu að panta sér far um helgina fengu ekki ferðina sína. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp, segir fyrstu helgina hafa verið annasama en lærdómsríka. „Bílstjórarnir ótrúlega fljótir að grípa hugbúnaðinn og notendurnir líka, sérstaklega notendurnir,“ sagði Sæunn. En fengu allir far sem vildu? „Nei, alls ekki. Við náðum aðeins að sinna sirka 34% þeirra sem óskuðu eftir ferð og bara í Hopp-appinu um helgina þannig að þetta er risastórt mál sem þarf að ræða því við erum að horfa á að 66% af notendum Hopp fengu ekki ferðina sína um helgina.“ Í heild bárust rúmlega þrettán hundruð beiðnir um far með Hopp. Sæunn segir létti að vera komin með tölur í hendurnar sem sýni svart á hvítu hver staðan er á markaðnum en að leiðinlegt sé að hafa ekki getað annað eftirspurn. „Þessi markaður er ekki í jafnvægi. Við þurfum fleiri bílstjóra, vegna þess að ef við hefðum haft fleiri bílstjóra þá hefðu fleiri getað fengið ferðina sína með Hopp-appinu,“ sagði Sæunn.Vísir sagði frá því í dag að Samgöngustofa hygðist ekki hlutast til um starfsreglur einstakra leyfishafa á leigubílamarkaði en stjórnendur Hreyfils hafa bannað leigubílstjórum sínum að skrá sig hjá Hopp. Sjá nánar: Munu ekki bregðast við reglum Hreyfils um akstur með Hopp „Við erum ekki komin á markað til að stela einhverjum bílstjórum og það sem er kannski mikilvægast að taka fram er að leigubílstjórar eru bara sjálfstætt starfandi. Þetta eru bara lítil fyrirtæki og við erum að koma inn með nýja tekjuleið, tekjustofn og nýjan markað því við vitum hvernig notendurnir okkar haga sér. Þeir vilja hraðan og góðan hugbúnað og Hopp-appið er í rauninni alltaf að „besta“ ferðina með nýtingu þannig að sá sem keyrir með Hopp-appinu fær svo mikla nýtni.“ Óhætt er að segja að ekki allir hafi fagnað aukinni samkeppni með tilkomu Hopps á markað. „Þetta er ekkert einhver barátta á milli félaga. Það er bara pláss fyrir okkur öll enda segja tölurnar okkur það núna - en ekki tilfinningar - hvernig markaðurinn er.“ Bílar Samgöngur Leigubílar Neytendur Tækni Tengdar fréttir Mun ekki bregðast við reglum Hreyfils um akstur með Hopp Samgöngustofa hlutast ekki til um starfsreglur einstakra leyfishafa á leigubílamarkaði á meðan þær rúmast innan laga og reglna. Stofnunin mun því ekki bregðast við ákvörðun Hreyfils um að meina bílstjórum sínum um að skrá sig hjá Hopp Leigubílum. 19. júní 2023 14:40 Spyr hvort Hreyfli sé heimilt að meina bílstjórum að skrá sig hjá Hopp Framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla segist ekki rangtúlka lög um leigubíla líkt og framkvæmdastjóri Hreyfils hefur haldið fram. Stöðvaskylda sem framkvæmdastjórinn vísi til hafi breyst og nú megi leigubílstjórar vera skráðir á fleiri en einni stöð og vera sjálfstætt starfandi. Hún spyr sig hvort Hreyfill megi í raun meina bílstjórum sínum að skrá sig hjá Hopp. 16. júní 2023 16:00 Bílstjórar Hreyfils megi ekki aka fyrir Hopp Framkvæmdastjóri Hreyfils segir að fyrirtækið samþykki ekki að leigubílstjórar sem hafi stöðvarpláss á Hreyfli keyri fyrir aðrar stöðvar líkt og Hopp á sama tíma. Hann segir framkvæmdastjóra Hopp rangtúlka lög um leigubíla. 15. júní 2023 14:42 Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira
Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp, segir fyrstu helgina hafa verið annasama en lærdómsríka. „Bílstjórarnir ótrúlega fljótir að grípa hugbúnaðinn og notendurnir líka, sérstaklega notendurnir,“ sagði Sæunn. En fengu allir far sem vildu? „Nei, alls ekki. Við náðum aðeins að sinna sirka 34% þeirra sem óskuðu eftir ferð og bara í Hopp-appinu um helgina þannig að þetta er risastórt mál sem þarf að ræða því við erum að horfa á að 66% af notendum Hopp fengu ekki ferðina sína um helgina.“ Í heild bárust rúmlega þrettán hundruð beiðnir um far með Hopp. Sæunn segir létti að vera komin með tölur í hendurnar sem sýni svart á hvítu hver staðan er á markaðnum en að leiðinlegt sé að hafa ekki getað annað eftirspurn. „Þessi markaður er ekki í jafnvægi. Við þurfum fleiri bílstjóra, vegna þess að ef við hefðum haft fleiri bílstjóra þá hefðu fleiri getað fengið ferðina sína með Hopp-appinu,“ sagði Sæunn.Vísir sagði frá því í dag að Samgöngustofa hygðist ekki hlutast til um starfsreglur einstakra leyfishafa á leigubílamarkaði en stjórnendur Hreyfils hafa bannað leigubílstjórum sínum að skrá sig hjá Hopp. Sjá nánar: Munu ekki bregðast við reglum Hreyfils um akstur með Hopp „Við erum ekki komin á markað til að stela einhverjum bílstjórum og það sem er kannski mikilvægast að taka fram er að leigubílstjórar eru bara sjálfstætt starfandi. Þetta eru bara lítil fyrirtæki og við erum að koma inn með nýja tekjuleið, tekjustofn og nýjan markað því við vitum hvernig notendurnir okkar haga sér. Þeir vilja hraðan og góðan hugbúnað og Hopp-appið er í rauninni alltaf að „besta“ ferðina með nýtingu þannig að sá sem keyrir með Hopp-appinu fær svo mikla nýtni.“ Óhætt er að segja að ekki allir hafi fagnað aukinni samkeppni með tilkomu Hopps á markað. „Þetta er ekkert einhver barátta á milli félaga. Það er bara pláss fyrir okkur öll enda segja tölurnar okkur það núna - en ekki tilfinningar - hvernig markaðurinn er.“
Bílar Samgöngur Leigubílar Neytendur Tækni Tengdar fréttir Mun ekki bregðast við reglum Hreyfils um akstur með Hopp Samgöngustofa hlutast ekki til um starfsreglur einstakra leyfishafa á leigubílamarkaði á meðan þær rúmast innan laga og reglna. Stofnunin mun því ekki bregðast við ákvörðun Hreyfils um að meina bílstjórum sínum um að skrá sig hjá Hopp Leigubílum. 19. júní 2023 14:40 Spyr hvort Hreyfli sé heimilt að meina bílstjórum að skrá sig hjá Hopp Framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla segist ekki rangtúlka lög um leigubíla líkt og framkvæmdastjóri Hreyfils hefur haldið fram. Stöðvaskylda sem framkvæmdastjórinn vísi til hafi breyst og nú megi leigubílstjórar vera skráðir á fleiri en einni stöð og vera sjálfstætt starfandi. Hún spyr sig hvort Hreyfill megi í raun meina bílstjórum sínum að skrá sig hjá Hopp. 16. júní 2023 16:00 Bílstjórar Hreyfils megi ekki aka fyrir Hopp Framkvæmdastjóri Hreyfils segir að fyrirtækið samþykki ekki að leigubílstjórar sem hafi stöðvarpláss á Hreyfli keyri fyrir aðrar stöðvar líkt og Hopp á sama tíma. Hann segir framkvæmdastjóra Hopp rangtúlka lög um leigubíla. 15. júní 2023 14:42 Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira
Mun ekki bregðast við reglum Hreyfils um akstur með Hopp Samgöngustofa hlutast ekki til um starfsreglur einstakra leyfishafa á leigubílamarkaði á meðan þær rúmast innan laga og reglna. Stofnunin mun því ekki bregðast við ákvörðun Hreyfils um að meina bílstjórum sínum um að skrá sig hjá Hopp Leigubílum. 19. júní 2023 14:40
Spyr hvort Hreyfli sé heimilt að meina bílstjórum að skrá sig hjá Hopp Framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla segist ekki rangtúlka lög um leigubíla líkt og framkvæmdastjóri Hreyfils hefur haldið fram. Stöðvaskylda sem framkvæmdastjórinn vísi til hafi breyst og nú megi leigubílstjórar vera skráðir á fleiri en einni stöð og vera sjálfstætt starfandi. Hún spyr sig hvort Hreyfill megi í raun meina bílstjórum sínum að skrá sig hjá Hopp. 16. júní 2023 16:00
Bílstjórar Hreyfils megi ekki aka fyrir Hopp Framkvæmdastjóri Hreyfils segir að fyrirtækið samþykki ekki að leigubílstjórar sem hafi stöðvarpláss á Hreyfli keyri fyrir aðrar stöðvar líkt og Hopp á sama tíma. Hann segir framkvæmdastjóra Hopp rangtúlka lög um leigubíla. 15. júní 2023 14:42