Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf. 
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf.  Vísir/Vilhelm

Í hádegisfréttum fylgjumst við með framvindunni á Ríkisráðsfundi sem fram fór í morgun þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni. 

Einnig verður rætt við Grím Grímsson yfirlögregluþjón sem segir lögreglu hafa miklar áhyggjur af auknum vopnaburði hér á landi og þá sérstaklega þegar kemur að hnífum. 

Þá fjöllum við um mál rússnesks ríkisborgara sem stendur til að senda úr landi í vikunni en hann óttast að verða sendur á vígstöðvarnar í Úkraínu. 

Að auki fjöllum við um kvenréttindadaginn sem haldinn er hátíðlegur í dag, 19. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×