Óskar þess oft að hún hefði aldrei unnið Opna bandaríska meistaramótið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. júní 2023 11:00 Emma Raducanu hefur þurft að glíma við ými líkamleg og andleg vandamál síðan hún vann Opna bandaríska meistaramótið í tennis. Tim Clayton/Corbis via Getty Images Breska tenniskonan Emma Raducanu opnaði sig á dögunum um andlega og líkamlega efiðleika sem hún hefur þurft að glíma við síðan hún vann Opna bandaríska risamótið í tennis árið 2021. Raducanu skaust upp á stjörnuhimininn í tennisheiminum þegar hún varð sú fyrsta í sögunni til að sigra Opna bandaríska meistaramótið eftir að hafa unnið sér inn þátttökurétt á úrtökumóti, þá aðeins 18 ára gömul. Síðan þá hefur tennisferillinn hins vegar ekki náð jafn miklu flugi og vonast var eftir og Raducanu hefur þurft að glíma við mikil og erfið meiðsli. Hún er nú frá keppni eftir að hafa gengist undir aðgerð á úlnlið og handlegg. „Ég hef átt í vandræðum með líkamlega hlutann, en andlegi hlutinn var eitthvað sem var líka virkilega erfitt fyrir mig,“ sagði Raducanu í samtali við The Times. „Ég hef alltaf viljað sýna bestu útgáfuna af sjálfri mér og ég hef reynt að gera það, en ég vissi að ég gæti það ekki.“ Emma Raducanu has revealed how she has had to deal with "sharks" and people who use her as a "piggy bank" since her US Open success in 2021 ⬇ pic.twitter.com/rpO62PR9gM— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 18, 2023 Á leið sinni að titlinum á Opna bandaríska meistaramótinu árið 2021 tapaði Raducanu ekki einu einasta setti. Síðan þá hefur hún ekki komist lengra en í aðra umferð á risamóti og hún fór úr því að sitja í tíunda sæti heimslistans niður í 128. sæti. „Þetta augnablik á vellinum þegar ég fagnaði því að hafa unnið Opna bandaríska hugsaði ég með mér að ég myndi ekki skipta þessari tilfinningu út fyrir neitt í heiminum,“ sagði Raducanu. „Síðan þá hef ég gengið í gegnum ýmis áföll, eitt af öðru. Ég bý yfir mikilli þrautsegju og ég þoli margt, en þetta er ekki auðvelt. Stundum hugsa ég með sjálfri mér: „Ég vildi óska þess að ég hefði aldrei unnið Opna bandaríska. Ég vildi óska þess að það hefði aldrei gerst“,“ bætti Raducanu við að lokum. Tennis Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira
Raducanu skaust upp á stjörnuhimininn í tennisheiminum þegar hún varð sú fyrsta í sögunni til að sigra Opna bandaríska meistaramótið eftir að hafa unnið sér inn þátttökurétt á úrtökumóti, þá aðeins 18 ára gömul. Síðan þá hefur tennisferillinn hins vegar ekki náð jafn miklu flugi og vonast var eftir og Raducanu hefur þurft að glíma við mikil og erfið meiðsli. Hún er nú frá keppni eftir að hafa gengist undir aðgerð á úlnlið og handlegg. „Ég hef átt í vandræðum með líkamlega hlutann, en andlegi hlutinn var eitthvað sem var líka virkilega erfitt fyrir mig,“ sagði Raducanu í samtali við The Times. „Ég hef alltaf viljað sýna bestu útgáfuna af sjálfri mér og ég hef reynt að gera það, en ég vissi að ég gæti það ekki.“ Emma Raducanu has revealed how she has had to deal with "sharks" and people who use her as a "piggy bank" since her US Open success in 2021 ⬇ pic.twitter.com/rpO62PR9gM— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 18, 2023 Á leið sinni að titlinum á Opna bandaríska meistaramótinu árið 2021 tapaði Raducanu ekki einu einasta setti. Síðan þá hefur hún ekki komist lengra en í aðra umferð á risamóti og hún fór úr því að sitja í tíunda sæti heimslistans niður í 128. sæti. „Þetta augnablik á vellinum þegar ég fagnaði því að hafa unnið Opna bandaríska hugsaði ég með mér að ég myndi ekki skipta þessari tilfinningu út fyrir neitt í heiminum,“ sagði Raducanu. „Síðan þá hef ég gengið í gegnum ýmis áföll, eitt af öðru. Ég bý yfir mikilli þrautsegju og ég þoli margt, en þetta er ekki auðvelt. Stundum hugsa ég með sjálfri mér: „Ég vildi óska þess að ég hefði aldrei unnið Opna bandaríska. Ég vildi óska þess að það hefði aldrei gerst“,“ bætti Raducanu við að lokum.
Tennis Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira