„Nú er ég bara dottinn í það“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júní 2023 22:41 Brynjar Níelsson veit ekki hvað tekur við nú þegar hann þarf að hverfa frá störfum í dómsmálaráðuneyti. Hann er samt sem áður léttur í lund. vísir/vilhelm „Ég er nú bara dottinn í það hérna í Borgarnesi, þó ekki á rafskútu,“ segir Brynjar Níelsson léttur í bragði þegar blaðamaður sló á þráðinn til að leita viðbragða við vendingum í ráðherraliði Sjálfstæðisflokks. Lyklaskipti verða í dómsmálaráðuneyti á morgun þegar Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við sem dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni, sem valdi sér Brynjar sem aðstoðarmann fyrir um átján mánuðum síðan. „Ég er bara kominn í algjört frí, búið að reka mig og allt,“ segir Brynjar eftir að hafa tekið átján holur á Hamarsvelli rétt utan við Borgarnes í góðra vina hópi í kvöld. „Mín staða fellur bara sjálfkrafa niður við það að Jón fari. Maður þarf því að fara að finna sér eitthvað að gera.“ Og hvað á að gera? „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég ætla bara að njóta lífsins í rólegheitum í sumar, ef það kemur einhvern tímann sumar. Það er ekki víst.“ Tilkynnt var um ráðherraskiptin í Valhöll í dag. Jón Gunnarsson segist þakklátur fyrir sinn tíma í ráðuneytinu en hefur oft talað um að slæmt sé að hætta „í miðri á,“ eins og hann hefur orðað það. „Það er ekkert gaman að fara úr hálfkláruðu verki en menn bara lifa með því, pólitíkin er bara svona. Það eru engin leiðindi í okkur,“ segir Brynjar sem telur góðan árangur hafa náðst á þeim átján mánuðum sem Jón var dómsmálaráðherra. „Auðvitað var engin hrifning hjá pólitískum andstæðingum með okkur. Enda vorum við ekki til að gleðja þá,“ heldur Brynjar áfram. „Það hefur verið mjög góður andi, gott samstarf við starfsfólkið, allir um borð. Ótrúlega skemmtilegur tími þar sem allir voru saman og tilbúnir að vinna verkin. Menn unnu bara ótrúlega vel og hratt, sem maður átti ekki endilega von á miðað við tímann. Venjulega koma menn engu í verk á átján mánuðum en við fórum á fleygiferð strax og náðum alveg ótrúlegum árangri að mínu mati. En svo geta menn deilt um það.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tímamót Tengdar fréttir Guðrún inn sem ráðherra, Jón út Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti að Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra á fundi sem fór fram í hádeginu. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, segist ekki óttast sundrung vegna ákvörðunarinnar. 18. júní 2023 12:49 Mest lesið Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Veður Fleiri fréttir Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Sjá meira
„Ég er bara kominn í algjört frí, búið að reka mig og allt,“ segir Brynjar eftir að hafa tekið átján holur á Hamarsvelli rétt utan við Borgarnes í góðra vina hópi í kvöld. „Mín staða fellur bara sjálfkrafa niður við það að Jón fari. Maður þarf því að fara að finna sér eitthvað að gera.“ Og hvað á að gera? „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég ætla bara að njóta lífsins í rólegheitum í sumar, ef það kemur einhvern tímann sumar. Það er ekki víst.“ Tilkynnt var um ráðherraskiptin í Valhöll í dag. Jón Gunnarsson segist þakklátur fyrir sinn tíma í ráðuneytinu en hefur oft talað um að slæmt sé að hætta „í miðri á,“ eins og hann hefur orðað það. „Það er ekkert gaman að fara úr hálfkláruðu verki en menn bara lifa með því, pólitíkin er bara svona. Það eru engin leiðindi í okkur,“ segir Brynjar sem telur góðan árangur hafa náðst á þeim átján mánuðum sem Jón var dómsmálaráðherra. „Auðvitað var engin hrifning hjá pólitískum andstæðingum með okkur. Enda vorum við ekki til að gleðja þá,“ heldur Brynjar áfram. „Það hefur verið mjög góður andi, gott samstarf við starfsfólkið, allir um borð. Ótrúlega skemmtilegur tími þar sem allir voru saman og tilbúnir að vinna verkin. Menn unnu bara ótrúlega vel og hratt, sem maður átti ekki endilega von á miðað við tímann. Venjulega koma menn engu í verk á átján mánuðum en við fórum á fleygiferð strax og náðum alveg ótrúlegum árangri að mínu mati. En svo geta menn deilt um það.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tímamót Tengdar fréttir Guðrún inn sem ráðherra, Jón út Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti að Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra á fundi sem fór fram í hádeginu. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, segist ekki óttast sundrung vegna ákvörðunarinnar. 18. júní 2023 12:49 Mest lesið Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Veður Fleiri fréttir Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Sjá meira
Guðrún inn sem ráðherra, Jón út Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti að Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra á fundi sem fór fram í hádeginu. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, segist ekki óttast sundrung vegna ákvörðunarinnar. 18. júní 2023 12:49